A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hitaveita: undirbúningur hafinn í Hveravík

| 17. janúar 2019
« 1 af 3 »
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Í gær hófst undirbúningur í tengslum við hitaveituáfrom Strandabyggðar í Hveravík.  Fulltrúi ISOR kom og mældi dýpt og hitastig í borholunum og framundan er álagsprófun sem segir til um vænleika frekari framkvæmda.

Þetta verkefni er ein af lykiláherslum þessarar sveitarstjórnar og því gleðiefni fyrir alla að þessi vinna sé nú hafin.

Laust starf í félagsmiðstöð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. janúar 2019

Starfsmaður í  félagsmiðstöðinni Ozon

Laus er 10% staða starfsmanns í  félagsmiðstöðinni Ozon í Strandabyggð. Umsækjendur skulu uppfylla eftirfarandi kröfur:

Menntun, færni og eiginleikar

  • Brennandi áhugi á félagsstarfi barna og unglinga
  • Skipulagshæfni og samskiptahæfni
  • Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2019.

 

Nánari upplýsingar veita:

Ingibjörg Benediktsdóttir, oddviti Strandabyggðar, sími: 663-0497 og/eða Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri, sími 899-0020.

 

Umsóknum með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina þar sem við á ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Þorgeiri Pálssyni á sveitarstjori@strandabyggd.is eða á Strandabyggð Höfðagötu 3, 510 Hólmavík.

 

Lausar stöður tómstundafulltrúa og íþróttakennara

| 11. janúar 2019

Tómstunda- og íþróttafulltrúi


Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf Tómstunda- og íþróttafulltrúa. Um er að ræða 70% starfshlutfall, með möguleika á hækkun í 100%


Hér er um að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf þar sem skapandi og skipulagðir einstaklingar sem hafa  unun af samskiptum og samstarfi við ungt fólk ættu að blómstra.

...
Meira

Laust störf á Leikskólanum Lækjarbrekku

| 11. janúar 2019


Staða deildarstjóra


Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni í 100% starf deildarstjóra. Leitað er eftir leikskólakennara, uppeldismenntuðu fólki eða fólki með reynslu af starfi með börnum. Vinnutíminn er 8:00-16:00. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2019...
Meira

Gjaldskrár Strandabyggðar

| 11. janúar 2019
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Gjaldskrár Strandabyggðar 2019 eru komnar á heimasíðu Strandabyggðar: http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/gjaldskrar/  og ég hvet alla til að kynna sér þær.  Ef einhverjar spurningar vakna, hikið ekki við að hafa samband við okkur.

Kveðja

Þorgeir Pálsson

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón