A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Auglýsing um skipulagsmál í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. september 2018

Auglýsing um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 - 2022

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum 11. september  2018 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 – 2022  samkvæmt 2. mgr.  36.  gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Um er að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi sem felur ekki í sér stórvægilegar breytingar á landnotkun.  Breytingin felst í því að hluta verslunarreitar V2 er breytt í athafnasvæði, þar sem fyrirhuguð er þjónusta fyrir bifreiðar og báta.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.  Uppdráttur er sýnir breytinguna er til sýnis á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3 á Hólmavík og á heimasíðu Strandabyggðar,  www.strandabyggd.is.

 

Hólmavík 14. september 2018.

 

 

Gísli Gunnlaugsson

skipulags- og byggingarfulltrúi

Nýjir fulltrúar í Ungmennaráði Strandabyggðar

| 20. september 2018
« 1 af 2 »

Í dag hélt sitjandi ungmennaráð sitt seinasta Ungmennaþing þar sem farið var yfir þau verkefni sem ungmennaráð vann seinasta ár og kosnir voru nýjir fulltrúar í ungmennaráð.

Seinasta ár hefur ungmennaráð unnið mörg flott verkefni og sinnt starfi sínu vel. Mætt á Landsþing ungmennahúsa, komið á reglulegum opnunum í Ungmennahúsinu Fjósið, héldu Ungmennaþing þar sem staða Strandabyggðar var rædd út frá flokkunum atvinna, tómstundir og húsnæði, komu af stað ungmennastarfi hjá Björgunarsveitinni Dagrenning í samstarfi við björgunarsveitina, voru með viðburðinn Nerf-byssustríð á Hamingjudögum og héldu skuggakosningar fyrir sveitastjórnarkosningar.

Á þinginu voru kosnir tveir nýjir fulltrúar en fulltrúar ungmennaráðs sitja tvö ár í senn. Alls sitja fimm fulltrúar í ungmennaráði og er því kosið um tvo nýja fulltrúa annað hvort ár og árin á móti eru kosnir þrír nýjir fulltrúar. Í dag viku Birna Karen Bjarkadóttir og Guðrún Júlíana Sigurðardóttir frá störfum og viljum við þakka þeim fyrir framtak sitt. Sjö ungmenni gáfu kost á sér í ungmennaráð og var mjög naumt á munum en tvö ungmenni hlutu aðalmanna sæti í ungmennaráði og hin fimm hlutu sæti varamanna. Nýjir aðalmenn eru Elín Victoría Gray og Benedikt Jónsson og varamenn eru Guðrún Júlíana Sigurðardóttir, Brynhildur Sverrisdóttir, Laufey Heiða Reynisdóttir, Helgi Sigurður Júlíusson og Harpa Óskarsdóttir


Hvet ég alla til að kynna sér erindisbréfið ungmennaráðs hér og fylgjast með starfi þeirra í gengum fundargerðir hér.

 

Takk fyrir frábært þing kæru ungmenni, þið eruð ómissandi!

 

Alheimshreinsunardagurinn 15.september

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. september 2018
Þann 15. september nk. verður haldinn Alheimshreinsunardagurinn þar sem fólk um allt land og öll lönd, horfir í kringum sig og tekur til í nærumhverfinu. Víða er pottur brotinn í þeim efnum og ekki að ástæðulausu sem fólk er hvatt til að sameinast og halda heimsins mesta hreinsunarátak enda hlýtur það að vera sameiginlegt markmið okkar að hlúa vel að móður náttúru og sjá til þess að hún hafi það bærilegt „í ellinni“....
Meira

Tilkynning frá Heilbrigðiseftirliti

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. september 2018

Nýjar leiðbeiningar um viðbrögð við örverumengun í neysluvatni og leiðbeiningar til almennings um suðu neysluvatns


Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Matvælastofnun, sóttvarnalæknir og Umhverfisstofnun hafa gefið út leiðbeiningar um viðbrögð við örverumengun í neysluvatni. Leiðbeiningarnar byggja á kröfum í reglugerð um neysluvatn nr 536/2001 og markmiðið með þeim er að tryggja góða samvinnu hlutaðeigandi stjórnvalda og að samræma viðbrögð og vandaða upplýsingagjöf til almennings.

...
Meira

Sveitarstjórnarfundur 1280

| 07. september 2018

Fundur nr. 1280 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 11. september. Kl 16:00 í Hnyðju.


 


Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón