A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tilkynning til íbúa Hólmavíkur

| 22. október 2018

Dýralæknir er væntanlegur í næsta mánuði til að hreinsa hunda og ketti.  Við minnum á að gæludýraeigendum er skylt að skrá alla hunda og ketti sjá reglugerð hér:

http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/986/. Nú nýverið voru sendir út innheimtuseðlar vegna dýraleyfa ársins 2018 og er fólki bent á að hafa samband við skrifstofu Strandabyggðar sem fyrst í síma 451-3510 eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is til að skrá eða afskrá dýrin sín.

Umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða

| 17. október 2018

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða, en umsóknarfrestur er til 28. október.


Á heimasíðu Ferðamálastofu er hægt að finna leiðbeiningar, úthlutunarreglur og áherslur sjóðsins.


https://www.ferdamalastofa.is/is/umhverfis-og-gaedi/framkvaemdasjodur-ferdamannastada/upplysingasida-um-umsoknir


 

...
Meira

Íbúafundur um málefni Hólmadrangs

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. október 2018


Sveitarfélagið Strandabyggð boðar hér með til íbúafundar n.k. miðvikudag 17. október í félagsheimilinu Hólmavík, kl. 18.15-19.30

Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 

  1. Afstaða og sýn Strandabyggðar – Þorgeir Pálsson sveitarstjóri
  2. Staða mála í Hólmadrangi – Viktoría Rán Ólafsdóttir, stjórnarformaður Hólmadrangs
  3. Tækifærin framundan – Jónatan S. Svavarsson, rekstrarráðgjafi; fyrir hönd ráðgjafateymis
  4. Umræður, fyrirspurnir.

Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

                                 

f.h. sveitarstjórnar Strandabyggðar
 Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri

 

Opnað verður fyrir Uppbyggingarsjóð Vestfjarða þann 15. október

| 15. október 2018


Opnað verður fyrir Uppbyggingarsjóð Vestfjarða þann 15. október. Umsóknir eiga að berast fyrir 12. nóvember. Sótt er um á vefsíðu sjóðsins. Það sem nú er lagt áhersla á er að stuðla að búsetu ungs fólks á Vestfjörðum annars vegar og hins vegar samvinna milli íbúa mismunandi svæða. Hvers konar verkefni sem efla atvinnu, menningu nýsköpun og þá einkum með samvinnu milli mismunandi byggðalaga eiga besta möguleika. Það skiptir verulegu máli að vanda til umsókna, fylgja leiðbeiningum og setja fram raunhæfa tíma- og fjárhagsáætlun. Sjóðurinn styrkir ekki byggingar eða viðgerðir á  húsum en alls kyns undirbúning og vinnu fólks. Sjóðurinn getur lagt fram allt að 50% af áætluðum kostnaði. Nánar má lesa um sjóðinn og úthlutanir hérna : http://vestfirdir.is/uppbyggingarsjodur/styrkumsoknir/ en umsóknargáttin opnar á mánudaginn.

 

Starfsfólk Vestfjarðastofu, Skúli Gautason og María Maack geta astoðað fólk á Ströndum, Kaldrananesi og í Árneshreppi og Reykhólasveit.

Um málefni Hólmadrangs

| 12. október 2018

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Hólmadrangur hefur verið og er enn, einn af máttarstólpum atvinnulífs i Strandabyggð og það er afrek í sjálfu sér að fyrirtækið hafi hingað til, staðið af sér sveiflur og óáran í rækjuiðnaðinum hér á landi.  Gleymum því ekki að það hafa mörg fyrirtæki látið undan í þeim rekstri, enda rækjuveiðar og vinnsla í dag ekki lík því sem var. Og það er ekki af ástæðulausu að Hólmadrangur hefur staðið þetta af sér.  Hólmadrangur er meðal fullkomnustu rækjuverksmiðja í heimi og hefur byggt upp mikla reynslu og þekkingu í rækjuvinnslu í gegnum árin, í því góða starfsfólki sem þar starfar nú.  Það er þessi styrkur sem nú verður grunnurinn að lausn þess vanda sem Hólmadrangur stendur frammi fyrir. 


Það liggur nú fyrir að Hólmadrangur ehf hefur fengið greiðslustöðvun.  Stjórn félagsins hefur leitað aðstoðar utanaðkomandi aðila, lagt kalt mat á stöðuna og komist að skynsamlegri og rökréttri ákvörðun.  Með samstilltu átaki og öflugu teymi sérfræðinga, bindum við vonir við að Hólmadrangur vinni sig út úr þessari erfiðu stöðu.

Sveitarfélagið hefur eðlilega komið að málinu enda áhrifin af starfsemi Hólmadrangs víðtæk í okkar samfélagi.  Við munum áfram styðja við stjórn, starfsmenn og alla þá sem koma að lausn málsins.  Framundan er einfaldlega uppbygging og efling Hólmadrangs, sem er nauðsynleg við núverandi aðstæður, en er um leið mjög spennandi og krefjandi verkefni til lengri tíma litið.  

Við ætlum að sameinast um að byggja upp sterkara félag sem verður áfram einn af máttarstólpum atvinnulífsins og tryggja þannig Stolt og Stöðugleika í Strandabyggð.

Fyrir hönd sveitarstjórnar

Þorgeir Pálsson

Sveitarstjóri

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón