A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lionsklúbburinn styður við samfélagsleg verkefni á Ströndum

| 01. nóvember 2011
Tannlæknastóllinn á Hólmavík. Mynd: Ragnheiður H. Halldórsdóttir.
Tannlæknastóllinn á Hólmavík. Mynd: Ragnheiður H. Halldórsdóttir.
Lionsklúbburinn á Hólmavík færði Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík tannlæknastól að gjöf sem tekinn var í notkun í sumar. Einnig komu að gjöfinni Hólmadrangur og Kvenfélagið Glæður á Hólmavík. Lionsklúbburinn á Hólmavík hefur stutt vel við samfélagslega mikilvæg verkefni á Ströndum undanfarna áratugi.  Hluti af fjáröflun Lionsfélaga er innkoma á árlegu sjávarréttakvöldi sem klúbburinn hefur staðið fyrir og verður haldið næst laugardaginn 5. nóvember. 

Sjávarréttarkvöld Lionsklúbbsins eru afar vinsæl og því mikilvægt að panta borð sem allra fyrst. Hægt er að hafa samband við Jón E. Halldórsson (862-8735) eða Valdemar Guðmundsson (451-3544 og 863-3844). Húsið opnar kl. 19:30 og verð er kr. 3.500 (ekki posi).

Opinn fundur um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál

| 01. nóvember 2011
Herra Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Herra Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Opinn fundur um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 10. nóvember n.k. Herra Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja framsögu um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, stöðu þeirra í dag og fyrirhugaðar breytingar.
 
Á fundinum verða einnig stuttar framsögur þar sem farið verður yfir stöðuna í þessum stóru málaflokkum á Ströndum og nýsköpun í atvinnugreinunum hér.
...
Meira

Sviðsstjórar í Strandabyggð

| 31. október 2011
Á vinnufundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í dag var ákveðið að skipa eftirfarandi sviðsstjóra yfir svið sveitarfélagsins:


Athafnasvið - Jón Jónsson

Menntasvið - Ingibjörg Benediktsdóttir

Tómstundasvið - Katla Kjartansdóttir

Umhverfis - og skipulagssvið - Jón Gísli Jónsson

Velferðarsvið - Bryndís Sveinsdóttir

Sveitarstjórn vinnur nú að undirbúningi að erindisbréfum fyrir nýjar nefndir. Núverandi nefndir eru starfandi fram að næsta sveitarstjórnarfundi sem haldinn verður í lok nóvember.

Minnum á endurskinsmerkin

| 31. október 2011

Núna þegar vetur er genginn í garð er mikilvægt að muna eftir endurskinsmerkjunum. Íbúar eru hvattir til að fara yfir fataskápinn og merkja útifatnað barna og fullorðinna sem og skóla- og íþróttatöskur.

Þá eru ökumenn hvattir til að huga vel að gangandi og hjólandi vegfarendum í dreifbýli á Ströndum og þéttbýlinu á Hólmavík.

Sjáumst!

Ánægja með þingmannafund á Hólmavík

| 28. október 2011
Frétt af www.bb.is:

Heilbrigðis- og samgöngumál voru efst á baugi á árlegum fundi sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum og þingmanna kjördæmisins sem haldinn var á Hólmavík í gær. Albertína F. Elíasdóttir, formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að mikil ánægja sé með fundinn af hálfu sveitarstjórnarmanna. Hún segir að fjárlög næsta árs hafi verið ofarlega á baugi, en mikill niðurskurður er framundan í heilbrigðismálum og sér Heilbrigðisstofnun Vestfjarða m.a. fram á að þurfi skera niður u m 30,3 milljónir króna. „Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af heilbrigðismálunum og ræddum þau ítarlega við Guðbjart Hannesson, heilbrigðisráðherra, þingmann Norðvesturkjördæmis. Það er ákveðin stefnumótunarvinna í gangi í ráðuneytinu og vonandi skilar það einhverju," segir Albertína....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón