Jólaball annan í jólum!
| 23. desember 2011
Jólatrésnefndin minnir á hið árlega jólaball sem haldið verður annan í jólum í Félagsheimilinu á Hólmavík. Jólaballið hefst kl. 14:00 og eru allir íbúar á Ströndum hjartanlega velkomnir! Boðið verður upp á ekta íslenska jólaballastemningu með skemmtilegum jólalögum undir stjórn Bjarna Ómars Haraldssonar skólastjóra Tónskólans, dansað verður í kringum jólatréð og vonandi sjá jólasveinar sér fært að kíkja í heimsókn - jafnvel með eitthvað góðgæti í poka?...
Meira
Meira