A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sundmót á Reykhólum fellur niður

| 18. október 2011
Sundmaður á sundi - ljósm. af strandir.is
Sundmaður á sundi - ljósm. af strandir.is

Sundmótinu sem vera átti í Grettislaug á Reykhólum nú síðar í dag hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku. Ekki hefur verið ákveðin önnur dagsetning fyrir mótið, en líklegt er að reynt verði að halda annað mót um næsta vor.

 

Þetta kom fram á vef HSS, www.123.is/hss.

 

Leiðrétting: Stellið er frá Lionsklúbbi Hólmavíkur

| 18. október 2011
Vegna fréttar um borðbúnað í Félagsheimilinu á Hólmavík þá hefur skrifstofunni borist þær upplýsingar að það hafi verið Lionsklúbbur Hólmavíkur sem gaf Félagsheimilinu matarstellið með merki Hólmavíkurhrepps. Að sögn Salbjargar Engilberts- dóttur umsjónarmanns Félagsheimilisins gaf Kvenfélagið Glæður kaffistellið. Þessar góðu gjafir eru ekki lánaður út úr húsi.   

Gjaldskrá má sjá hér.

Fundir sveitarstjórnar og Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar

| 17. október 2011

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 25. október 2011. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 og hefst kl. 16:00.

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd mun halda fund fimmtudaginn 20. október 2011 kl. 18:00. Vinsamlegast sendið erindi á Gísla Gunnlaugsson byggingarfulltrúa í netfangið gisli@tvest.is eða skilið þeim inn á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 fyri kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 19. október. Hægt er að ná í byggingarfulltrúa í síma 892 3952.

Útleiga á borðbúnaði, dúkum og húsgögnum

| 17. október 2011

Meðfylgjandi gjaldskrá vegna útleigu á borðbúnaði, dúkum og húsgögnum í eigu Félagsheimilisins á Hólmavík til notkunar utan hússins (sjá hér) tók gildi 14. október 2011. Salbjörg Engilbertsdóttir umsjónarmaður Félagsheimilisins tekur á móti pöntunum á skrifstofutíma í síma 451 3510. Einnig er hægt að senda póst á skrifstofa@strandabyggd.is.

Kvenfélagið Glæður gaf Félagsheimlinu á Hólmavík fallegan borðbúnað með merki Hólmavíkurhrepps á sínum tíma. Sá borðbúnaður er ekki leigður út úr húsi.

Fundur með fjárlaganefnd í dag

| 14. október 2011
Rétt í þessu var að ljúka fundi sveitarstjóra Strandabyggðar með fjárlaganefnd Alþingis. Á fundinum lagði Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri megináherslu á að undirbúningur við stofnun framhaldsdeildar á Hólmavík yrði hafinn árið 2012 en verkefnið var valið eitt af 7 verkefnum í Sóknaráætlun Vestfjarða 2012. Stefnt er að því að ráða verkefnisstjóra til undirbúningsvinnu og þarfagreiningar vegna stofnunar framhaldsskóladeildar á Hólmavík sem þjónustað getur nemendur í Strandabyggð, Árneshreppi, Kaldrananeshreppi, Reykhólahreppi og jafnvel Dalabyggð og víðar. Fyrirmynd verkefnisins er samstarf á milli Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Vesturbyggðar þar sem boðið er upp á tveggja ára námsframboð á framhaldsskólastigi en framhaldsskóladeildin í Vesturbyggð hefur haft jákvæð áhrif í för með sér á samfélög á sunnanverðum Vestfjörðum....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón