Allir út í glugga á þriðjudaginn! Jólaseríurúnturinn 2011
Nemendur og starfsfólk hafa í mörgu að snúast þessa dagana eins og sjá má á heimasíðu skólans.
Fundur 1191 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 15. desember 2011 og hefst kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3. Tekið verður á móti erindum fyrir fundinn til kl. 14:00 mánudaginn 12. desember 2011 á skrifstofu Strandabyggðar eða í netfangið sveitarstjori@strandabyggd.is
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra verður gestur á menntaþingi sem haldið verður á Hólmavík fimmtudaginn 12. janúar 2012. Þingið átti að halda nú í haust í tilefni af því að undanfarið ár hafa Strandamenn verið að fagna 100 ára skólahaldi á Hólmavík, en vegna mikilla anna í menntamálaráðuneytinu í kringum ráðherraskipti 1. nóvember s.l. var menntaþinginu frestað fram í janúar. Þingið hefst kl. 16:30 í Félagsheimilinu á Hólmavík og eru allir Strandamenn og nærsveitungar velkomnir. Dagskrá þingsins verður auglýst nánar síðar.