Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd og sveitarstjórn Strandabyggðar funda
Fundur 1190 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 22. nóvember 2011 og hefst kl. 16:00.
Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur hafa ákveðið að jafnréttismál falli undir Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps. Sveitarfélagið Strandabyggð sendi tillögu að jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið til umsagnar til Jafnréttisstofu sem hefur skilað athugasemdum. Sú vinna verður lögð til grundvallar í sameiginlegri jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélögin fjögur auk þess sem nefndin mun vinna aðgerðaráætlun sem fellur inn í áætlunina.
Jafnréttismál féllu áður undir Atvinnumála- og hafnarnefnd í Strandabyggð.
Eins og auglýst hefur verið er rjúpnaveiði ekki leyfð í landi í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar. Skrifstofu Strandabyggðar hefur borist fyrirspurn um hvaða land tilheyri sveitarfélaginu. Um er að ræða jarðirnar Skeljavík, Víðidalsá og hluta Kálfaness í Steingrímsfirði og Nauteyri við Ísafjarðardjúp. Þar sem rjúpnaveiðitímabil er nýhafið er rétt að benda veiðimönnum á að enginn almenningur eða afréttur er á Ströndum, en allt land í einkaeigu. Því þarf ávallt leyfi landeigenda til að stunda veiðar á svæðinu.
Rjúpnaveiðimenn á Íslandi eru hvattir til að gæta bæði hófs og varkárni við veiðarnar.