Opinn fundur um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál
Á fundinum verða einnig stuttar framsögur þar sem farið verður yfir stöðuna í þessum stóru málaflokkum á Ströndum og nýsköpun í atvinnugreinunum hér.
...
Meira
Athafnasvið - Jón Jónsson
Menntasvið - Ingibjörg Benediktsdóttir
Tómstundasvið - Katla Kjartansdóttir
Umhverfis - og skipulagssvið - Jón Gísli Jónsson
Velferðarsvið - Bryndís Sveinsdóttir
Sveitarstjórn vinnur nú að undirbúningi að erindisbréfum fyrir nýjar nefndir. Núverandi nefndir eru starfandi fram að næsta sveitarstjórnarfundi sem haldinn verður í lok nóvember.
Núna þegar vetur er genginn í garð er mikilvægt að muna eftir endurskinsmerkjunum. Íbúar eru hvattir til að fara yfir fataskápinn og merkja útifatnað barna og fullorðinna sem og skóla- og íþróttatöskur.
Þá eru ökumenn hvattir til að huga vel að gangandi og hjólandi vegfarendum í dreifbýli á Ströndum og þéttbýlinu á Hólmavík.
Sjáumst!
Áttu barn í Grunnskólanum á Hólmavík? Þá máttu ekki missa af þessu!
Í kvöld, fimmtudaginn 27. október kl. 18:00 verður aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík. Auk þess að kjósa nýja stjórn verður fjallað um hvernig efla megi samstarf foreldra, barna og skóla.
...