A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Varaoddviti Strandabyggðar fær Landstólpann

| 23. ágúst 2011
Myn af vef Byggðastofnunar. Á henni eru auk Jóns, Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar og Anna Kristín Gunnarsdóttir fráfarandi formaður stjórnar.
Myn af vef Byggðastofnunar. Á henni eru auk Jóns, Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar og Anna Kristín Gunnarsdóttir fráfarandi formaður stjórnar.
« 1 af 2 »
Á ársfundi Byggðastofnunar á Sauðárkróki í gær var í fyrsta sinn afhent samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar - Landstólpinn, en ætlunin er að sú viðurkenning verði afhent árlega í framtíðinni. Óskað var eftir tilnefningum um einstakling, fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag, síðastliðið vor. Sérstök dómnefnd fór síðan yfir tilnefningar sem bárust og ákvað að veita Jóni Jónssyni á Kirkjubóli, menningarfulltrúa Vestfjarða, viðurkenninguna að þessu sinni.  

Í rökstuðningi kom fram að um nokkurs konar bjartsýnisverðlaun væri að ræða og að Jón hafi með störfum sínum vakið jákvæða athygli á sinni heimabyggð og verið ötull talsmaður ferðaþjónustu og menningar á Vestfjörðum. Þá sé hann virkur í félagsstarfi og menningarlífi og að auki frumkvöðull í uppbyggingu ferðaþjónustu, menningarstofnana og fræðastarfs á svæðinu...
Meira

Starfsdagar, sveitarstjórnarfundur og nefndarfundir

| 23. ágúst 2011
Sveitarstjórn Strandabyggðar. Mynd Brian Berg.
Sveitarstjórn Strandabyggðar. Mynd Brian Berg.
Helgina 27. - 28. ágúst n.k. verða haldnir starfsdagar sveitarstjórnar Strandabyggðar þar sem litið verður yfir farinn veg og stefna mótuð til framtíðar. Horft verður til næstu 10 ára og í framhaldi af því sett niður skýr markmið til næstu þriggja ára. Sveitarstjórnarfólk af J-lista og V-lista Vinstri grænna tekur þátt í stefnumótunarvinnu laugardaginn 27. ágúst. 
...
Meira

100% starf í leikskólanum Lækjarbrekku

| 22. ágúst 2011
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í fullt starf. Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Við leitum eftir öflugu fólki sem hefur gaman af að starfa með börnum, er jákvætt og býr yfir góðri samskiptahæfni.

 


Nánari starfslýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu leikskólastjóra eða í síma 451 3411. Einnig er hægt að senda tölvupóst á leikskólastjóra í netfangið: leikskolastjori@holmavik.is

...
Meira

Verkfalli leikskólakennara aflýst

| 20. ágúst 2011
Listverkasýning Leikskólans Lækjarbrekkur (ljósm. IV)
Listverkasýning Leikskólans Lækjarbrekkur (ljósm. IV)
Nú rétt í þessu bárust þær fréttir að fulltrúar Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefðu undirrituðu nýja kjarasamninga. Samkomulag náðist um samninga fyrr í dag og hefur boðuðu verkfalli leiksskólakennara á mánudag því verið aflýst.

Því kemur ekki til þess að yngri deildin í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík verði lokað á mánudaginn.

Barnamót HSS á Drangsnesi á sunnudag

| 19. ágúst 2011

Barnamót HSS í frjálsum íþróttum verður haldið á Drangsnesi sunnudaginn 21. ágúst næstkomandi. Mótið hefst kl. 14:00. Keppnisgreinar eru eftirfarandi: Börn 8 ára og yngri: 60 m. hlaup, boltakast og langstökk. Börn 9-10 ára: 60 m. hlaup, boltakast og langstökk Börn 11-12 ára: 60 m. hlaup, kúluvarp, spjótkast, langstökk og hástökk.

Tekið er við skráningum á mótið í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Skrá þarf þátttöku fyrir kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 20. ágúst. Eftir mótið verður boðið upp á pylsur, drykki og tilheyrandi meðlæti í boði Kaupfélags Steingrímsfjarðar. Fjölmennum nú öll á Barnamótið á Drangsnesi og hvetjum krakkana okkar til dáða!

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón