Breyting á nefndarfyrirkomulagi í Strandabyggð
Nýtt nefndarfyrirkomulag var samþykkt í sveitarstjórn Strandabyggðar 25. október 2011. Með breytingunni er lögð áhersla á að efla skilvirkni, upplýsingaflæði og dreifa ábyrgð, auk þess sem breytingin hefur hagræðingu í för með sér. Í stað 7 nefnda verða 5 svið og 5 undirnefndir: Athafnasvið - Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, Menntasvið - Fræðslunefnd, Tómstundasvið - Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, Umhverfis- og skipulagssvið - Umhverfis- og skipulagsnefnd, Velferðarsvið og Velferðarnefnd. Hver sveitarstjórnarfulltrúi mun leiða sitt svið.
...Meira