A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Breyttur opnunartími í sundlauginni

| 05. apríl 2011

Nú er hafið skólasund hjá krökkunum í Grunnskólanum. Þetta þýðir að gestir sundlaugarinnar geta mætt kl. 16:00 í stað 18:00 mánudaga til fimmtudaga. Einnig er vert að benda á að barnasundlaugin hefur verið opnuð á ný eftir vetrardvala. Allir í sund.

Fjöldi gesta í vöffluveislu 1. apríl

| 02. apríl 2011
Opið hús og vöffluveisla 1. apríl.  Myndir IV.
Opið hús og vöffluveisla 1. apríl. Myndir IV.
« 1 af 9 »

Fjöldi gesta lögðu leið sína í opið hús og vöffluveislu í Þróunarsetrinu 1. apríl þar sem starfsfólk setursins og sveitarstjórn Strandabyggðar tók á móti gestum og kynntu aðstöðu og starfsemi. Sveitarfélagið Strandabyggð flutti nýverið skrifstofur sínar af Hafnarbraut 19 í Þróunarsetrið að Höfðagötu 3 og er nú með öfluga starfsemi á miðhæðinni. Í Þróunarsetrinu eru einnig starfsstöðvar Þjóðfræðistofu, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Menningarráð Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Verkalýðsfélag Vestfjarða og Náttúrustofa Vestfjarða. Ef einhver hefur haldið að um 1. aprílgabb væri að ræða og hætt við að koma þess vegna, þá er alltaf heitt á könnunni í Þróunarsetrinu og allir velkomnir!

Stóra upplestrarkeppnin að hefjast í Félagsheimilinu

| 31. mars 2011
Stóra upplestrarkeppnin á Ströndum og Reykhólum, verður haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst klukkan 17:00, fimmtudaginn 31. mars. Um sannkallaða menningarhátíð er að ræða, keppendur eru 17 talsins, frá grunnskólunum á Hólmavík, Reykhólum, Drangsnesi og Borðeyri. Sérstakir gestir hátíðarinnar verða rithöfundurinn Þorsteinn frá Hamri og kona hans Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og lesa þau upp og flytja tónlist. Nemendur úr Tónskóla Hólmavíkur verða einnig með tónlistaratriði. Fulltrúi Radda og formaður dómnefndar verður Baldur Sigurðsson dósent í íslensku á Menntavísindasviði HÍ. Sparisjóður Strandamanna gefur verðlaun í keppninni og foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík sér um kaffiveitingar að keppni lokinni.

Frétt af vefnum www.strandir.is

Opið hús hjá Strandabyggð og Þróunarsetri

| 29. mars 2011
Sumar á Hólmavík - mynd: Arnar Jónsson
Sumar á Hólmavík - mynd: Arnar Jónsson

Föstudaginn 1. apríl  verður opið hús milli kl. 15:00 og 17:00 í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Boðið verður upp á kaffisopa og vöfflur fyrir gesti og gangandi og starfsmenn segja frá starfsemi sinna stofnanna og fyrirtækja. Ekki er langt síðan Strandabyggð flutti höfuðstöðvar sínar í húsið, en sveitarfélagið rekur nú öfluga starfsemi í fimm skrifstofum á miðhæðinni. Auk þess eru Menningarráð Vestfjarða, Náttúrustofa Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Þjóðfræðistofa á Ströndum með skrifstofuaðstöðu í Þróunarsetrinu. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að líta við og kynna sér starfsemina og hina nýju aðstöðu Strandabyggðar. 

ATH. Opna húsið er ekki aprílgabb þó að dagsetningin gefi það til kynna! :)

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hélt tónleika fyrir unga fólkið

| 28. mars 2011
Jakob Ingi Sverrisson spilaði á trompet með kórnum við mikinn fögnuð viðstaddra. Mynd Hildur Guðjónsdóttir.
Jakob Ingi Sverrisson spilaði á trompet með kórnum við mikinn fögnuð viðstaddra. Mynd Hildur Guðjónsdóttir.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hélt tónleika fyrir nema á leikskólanum Lækjarbrekku, grunnskólanema frá Drangsnesi og Hólmavík í Hólmavíkurkirkju í dag kl. 10. Efnisskrá kórsins var afar fjölbreytt með íslenskum og erlendum tónverkum eftir ólíka höfunda. Þau heilluðu okkur alveg upp úr skónum með sínum frábæru tónum og takti. Þetta er í fyrsta sinn sem kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsækir Strandir, en hann er skipaður 87 nemendum á aldrinum 16-20 ára. Hljóðfæraleikarar eru meðal kórfélaga og spilaði Jakob Ingi Sverrisson nemandi í Tónskólanum á Hólmavík með kórnum í lokin við frábærar undirtektir viðstaddra. Stjórnandi kórsins í ferðinni og allt frá stofnun hans er Þorgerður Ingólfsdóttir og náði hún vel til krakkanna. Kórinn er á ferðalagi um Dali, Reykhólasveit, Strandir og Snæfellsnes og héldu m.a. frábæra tónleika fyrir alla í Hólmavíkurkirkju í gær. Fararstjórar í ferð kórsins eru rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H. Bjarnason og Jóhann Ingólfsson kennari.

Frétt af vef Grunn- og Tónskólans á Hólmavík. Sjá fleiri myndir hér.

Sveitarfélagið Strandabyggð þakkar Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kærlega fyrir komuna og óskar honum áframhaldandi farsældar.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón