| 16. maí 2011
Refur á Hornströndum. Mynd af www.vestfirdir.is
Reglur um refa- og minkaveiðar í Strandabyggð voru samþykktar í sveitarstjórn Strandabyggð 3. maí s.l.,
sjá hér. Samþykkt var að Sveitarfélagið Strandabyggð greiði fyrir refa- og minkaveiðar samkvæmt skriflegum samningi við veiðimenn.
Grenjaveiði
- Refir kr. 7000 á dýr
- Yrðlingar kr. 1600 á dýr
- Tímakaup: kr. 800 per klst.
- Akstur kr. 79 per km
Vetrarveiði
- Hlaupadýr kr. 7000 á dýr
- Hver ráðinn veiðimaður fær greitt að hámarki fyrir 10 hlaupadýr
- Einungis eru greidd verðlaun fyrir halupadýr en ekki akstur og tímakaup.
Samþykkt var að gera samninga um refaveiðar við núverandi veiðmenn:
- Indriði Aðalsteinsson Mórilla/Ísafjarðará
- Magnús Steingrímsson Selá/Grjótá
- Þorvaldur Garðar Helgason/Sigurður Marinó Þorvaldsson Grjótá/Hrófá
- Ragnar Bragason/Torfi Halldórsson Hrófá/Ennisháls
- Þorvaldur Garðar Helgason/Sigurður Marinó Þorvaldsson Ennisháls/Þambárvellir
- Magnús Sveinsson Þambárvellir
Samhliða reglunum var samþykkt að fyrir næsta veiðiár, 2011-2012 sem hefst 1. september n.k., verði auglýst eftir minka- og refaveiðimönnum fyrir einstök svæði í Strandabyggð.