Hrein fegurð
- Bitrufjörður dagana 27. júní - 1. júlí 2011
- Kollafjörður dagana 4. - 8. júlí 2011
- Tungusveit dagana 11. - 15. júlí 2011
- Ísafjarðardjúp dagana 18. - 22. júlí 2011
Eru allir íbúar hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu.
Umhverfisdagur er haldinn á Hólmavík laugardaginn 25. júní 2011. Íbúar eru hvattir til að hreinsa til í kringum húsin sín og á opnum svæðum í hverfum sínum. Hægt er að fara með rusl í Sorpsamlag Strandasýslu sem verður með opið milli kl. 14:00 - 17:00, auk þess sem starfsmenn Áhaldahúss munu fara um bæinn og taka rusl á eftirfarandi tímum og eru íbúar hvattir til að aðstoða við að setja á bílpallinn eftir þörfum:
- 14:00 Bláa hverfið.
- 15:00 Appelsínugula hverfið
- 16:00 Rauða hverfið
Aðalskipulag Strandabyggðar 2010 - 2022 hefur verið staðfest af umhverfisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. Er áætlað að auglýsing þess efnis birtist í B-tíðindum Stjórnartíðinda í byrjun júlí.
Sveitarfélagið Strandabyggð fagnar þessum áfanga. Fjöldi aðila hafa komið að þessari vinnu, bæði hér hjá sveitarfélaginu sem og hjá stofnunum og ráðuneytum, auk þess sem fyrirtækið Landmótun hefur leitt verkefnið undir stjórn Yngva Þórs Loftssonar og Óskars Arnar Gunnarssonar. Þá hafa íbúar lagt sitt af mörkum með mikilvægum ábendingum. Sveitarfélagið Strandabyggð sendir öllum sem komið hafa að Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 - 2022 á einn eða annan hátt bestu þakkir fyrir.