Ókeypis inn á tónleika kórs Menntaskólans við Hamrahlíð
Meira
Haldin verður Menningarhátíð Mið-Fjóns dagana 18.-19. júní í framhaldsskólanum í Ryslinge sem staðsettur er um 8 km. frá Arslev, hinum danska vinabæ Strandabyggðar. Verður boðið upp á leiksýningar og tónlistarviðburði en einnig verða starfræktar vinnubúðir þar sem boðið verður upp á markaðsstemmningu þar sem hægt verður að kaupa hvers kyns handverk.
Allir eru hjartanlega velkomnir til Ryslinge á þessa miklu menningarhátíð en íbúum Strandabyggðar býðst auk þess að verða beinir þátttakendur sem sýningar- og söluaðilar með handverk sín. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í handverkssýningu er bent á að láta Niels Kronvald (kronvald@gmail.com) vita af því. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.midtfynskulturfestival.dk.
Þeir sem panta pláss fyrir gáma á nýju gámasvæði við Skothúsvík fyrir 1. apríl n.k. fá frían flutning á gámum frá Hólmavík og nágrenni yfir á gámasvæðið. Sækja þarf um stöðuleyfi fyrir alla gáma í Strandabyggð sem standa utan gámasvæðisins fyrir 1. apríl 2011. Gámasvæðið er hugsað sem þjónusta við íbúa Strandabyggðar sem nýta sér geymslugáma. Gámasvæðið er hluti af hreinsunarátaki í sveitarfélaginu en fljótlega verður hafist handa við að undirbúa nýtt geymslusvæði þar sem íbúar geta geymt stærri muni.