A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ókeypis inn á tónleika kórs Menntaskólans við Hamrahlíð

| 25. mars 2011
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð mætir á Hólmavík um helgina og heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju. Tónleikarnir fara fram sunnudagskvöldið 27. mars og hefjast kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og eru Strandamenn hvattir til að láta ekki þennan stóra menningarviðburð fram hjá sér fara. Efnisskrá kórsins er afar fjölbreytt með íslenskum og erlendum tónverkum eftir ólíka höfunda. Þetta er í fyrsta sinn sem kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsækir Strandir, en hann er skipaður 87 nemendum á aldrinum 16-20 ára....
Meira

Breytt staða feðra - jafnréttismál í Strandabyggð

| 23. mars 2011
Hólmavík.  Mynd Jón Jónsson.
Hólmavík. Mynd Jón Jónsson.
Ingólfur V. Gíslason félagsfræðingur og dósent við Háskóla Íslands mun flytja erindi um breytta stöðu feðra í Skelinni á morgun, fimmtudaginn 24. mars 2011. Ingólfur V. Gíslason hefur mikla þekkingu á jafnréttismálum og þróun þeirra í íslensku samfélagi.

Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri og Katla Kjartansdóttir fulltrúi í sveitarstjórn Strandabyggðar, funduðu í dag með Ingólfi og fengu álit hans á drögum að jafnréttisáætlun Strandabyggðar sem lögð verður fyrir sveitarstjórnarfund 1179 í dag kl. 18:15. Jafnréttisáætlunin hefur farið fyrir tvær nefndir, Félagsmála- og jafnréttisnefnd og Atvinnumála- og hafnarnefnd, en jafnréttismálin voru færð frá Félagsmála- og jafnréttisnefnd þegar nefndin var lögð niður og ný Velferðarnefnd Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps tók við. Jafnréttismálin voru við þessar breytingar færð yfir til Atvinnumála- og hafnarnefndar.

Fyrirlestur Ingólfs V. Gíslasonar fer fram í Skelinni í hádeginu á morgun, milli kl. 12:00 - 13:00 og eru allir íbúar hvattir til að mæta. Skelin, lista- og fræðimannadvöl er styrkt af sveitarfélaginu Strandabyggð.

Lista- og menningarhátíð í Ryslinge

| 22. mars 2011

Haldin verður Menningarhátíð Mið-Fjóns dagana 18.-19. júní í framhaldsskólanum í Ryslinge sem staðsettur er um 8 km. frá Arslev, hinum danska vinabæ Strandabyggðar.  Verður boðið upp á leiksýningar og tónlistarviðburði en einnig verða starfræktar vinnubúðir þar sem boðið verður upp á markaðsstemmningu þar sem hægt verður að kaupa hvers kyns handverk. 

Allir eru hjartanlega velkomnir til Ryslinge á þessa miklu menningarhátíð en íbúum Strandabyggðar býðst auk þess að verða beinir þátttakendur sem sýningar- og söluaðilar með handverk sín.  Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í handverkssýningu er bent á að láta Niels Kronvald (kronvald@gmail.com) vita af því.  Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.midtfynskulturfestival.dk.

Minnum á frían flutning á gámum ef pantað er fyrir 1. apríl

| 22. mars 2011
Mynd: Jón Jónsson
Mynd: Jón Jónsson

Þeir sem panta pláss fyrir gáma á nýju gámasvæði við Skothúsvík fyrir 1. apríl n.k. fá frían flutning á gámum frá Hólmavík og nágrenni yfir á gámasvæðið. Sækja þarf um stöðuleyfi fyrir alla gáma í Strandabyggð sem standa utan gámasvæðisins fyrir 1. apríl 2011. Gámasvæðið er hugsað sem þjónusta við íbúa Strandabyggðar sem nýta sér geymslugáma. Gámasvæðið er hluti af hreinsunarátaki í sveitarfélaginu en fljótlega verður hafist handa við að undirbúa nýtt geymslusvæði þar sem íbúar geta geymt stærri muni. 

Sveitarstjórnarfundur 1179

| 21. mars 2011
Sveitarstjórnarfundur 1179 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3, miðvikudaginn 23. mars n.k.  Fundurinn hefst kl. 18:15.  Dagskrá fundarins má sjá hér.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón