A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Danssýning á Ströndum

| 20. mars 2011
5 - 16 ára nemendur  dönsuðu saman fjörugan hópdans við lag Shakiru, Wakawaka. Mynd IV.
5 - 16 ára nemendur dönsuðu saman fjörugan hópdans við lag Shakiru, Wakawaka. Mynd IV.
Strandamenn frá Árneshreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð héldu danssýningu í Félagsheimilinu á Hólmavík s.l. föstudag. Sýningin var glæsilegt lokaverkefni nemenda á dansnámskeiði Jóns Péturs sem haldið var á Hólmavík dagana 14. - 18. mars. Sýndir voru ólíkir dansar, allt frá hliðar saman hliðar til frumsamins hópdans eftir Jón Pétur við lag Shakiru, Wakawaka. Strandamenn býða spenntir eftir að læra meira hjá Jóni Pétri eftir þessa skemmtilegu viku.

Tómstundafulltrúi Strandabyggðar, Arnar Jónsson, stóð fyrir námskeiðinu í samvinnu við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík.

Minnum á viðtalstíma byggingarfulltrúa

| 18. mars 2011
Byggingarfulltrúi, Gísli Gunnlaugsson, verður með viðtalstíma á skrifstofu Strandabyggðar mánudaginn 21. mars n.k. milli kl. 13:00 - 16:00.

ATH.: Tímasetningu á sveitarstjórnarfundi 1179 breytt aftur!

| 18. mars 2011
Vegna breytinga á fundarhaldi utan Strandabyggðar, sem sveitarstjóri og fulltrúar sveitarstjórnar mæta á fyrir hönd sveitarfélagsins, verður enn gerð breyting á tímasetningu næsta sveitarstjórnarfundar.  Hann verður sem hér segir:

Sveitarstjórnarfundur 1179 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn miðvikudaginn 23. mars 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins og hefst hann kl. 18:15.

Er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Sveitarstjórnarfundi frestað

| 17. mars 2011
Sveitarstjórnarfundi, sem átti að vera þriðjudaginn 22. mars n.k., hefur verið frestað til fimmtudagsins 24. mars. Frestunin er vegna fundar ríkisstjórnar Íslands með sveitarstjórnarfólki á Vestfjörðum sem boðaður hefur verið á Ísafirði n.k. þriðjudag.

Sveitarstjórn Strandabyggðar mun funda á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3, fimmtudaginn 24. mars 2011, kl. 16:00.

Námskeið vegna röskunar á einhverfurófi - grunnskóli

| 16. mars 2011
Þann 6.apríl nk. heldur Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins grunn námskeið fyrir foreldra og fagfólk einhverfra barna. Námskeiðið er sniðið að þörfum barna í grunnskóla.


Námskeiðið verður haldið í gegnum fjarskiptabúnað á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Námskeiðið kostar 2.900 fyrir foreldri og 11.800 fyrir fagfólk og er frá 12:30 - 16:00.


Félagsmálastjóri hvetur þá sem koma að málefnum þessara barna í Grunnskólanum á Hólmavík sem og foreldra barna með einhverfu að sitja námskeiðið og taka þannig þátt í að samræma vinnubrögð þeirra aðila sem koma að málefnum barna með einhverfu.


Skráning er hafin á www.greining.is  og taka þarf fram í athugasemdardálki að um fjarfund sé að ræða.


Hildur Jakobína Gísladóttir

 

Félagsmálastjóri Strandabyggðar,Reykhólahrepps, Árneshrepps og Kaldrananeshrepps

sími: 451-3521 og 842-2511

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón