A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kröfum fyrrverandi sveitarstjóra að miklu leyti hafnað

| 09. apríl 2022
Yfirlýsing frá sveitarstjórn Strandabyggðar:
 
Á fimmtudaginn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Vestfjarða vegna málaferla fyrrverandi sveitarstjóra, Þorgeirs Pálssonar, gegn sveitarfélaginu Strandabyggð. Þorgeir gerði kröfu um biðlaun í þrjá mánuði vegna uppsagnar hans í apríl á síðasta ári, samtals að upphæð 4,4 milljónir auk dráttarvaxta. Einnig miskabætur að upphæð 1,5 milljón auk dráttarvaxta og loks gerði hann kröfu um að sveitarfélagið greiddi málskostnað hans. Sveitarstjórn samþykkti á sínum tíma að taka til varna í málinu og verja hagsmuni sveitarfélagsins og niðurstaða Héraðsdóms liggur nú fyrir. Kröfum um biðlaun er hafnað með öllu, en Þorgeiri dæmd hálf milljón í miskabætur. Aðilar málsins eiga sjálfir að greiða sinn málskostnað. 
 
Sveitarstjórn fagnar því eindregið að niðurstaða sé komin í málið. Óánægja er þó vissulega með dæmdar miskabætur, en af dómnum virðist mega ráða að þær séu tilkomnar vegna þess að aðferðin við uppsögnina hafi ekki verið nægilega nærgætin. Þegar dómurinn er lesinn í heild kemur hvergi fram að uppsögnin hafi verið ólögleg eða óréttmæt. Sveitarstjórn var þvert á móti í fullum rétti við að segja starfsmanninum upp í samræmi við ráðningarsamning milli aðila. Eins minnir sveitarstjórn á að fullkomin samstaða var í sveitarstjórninni um að aðrar leiðir væru ekki færar og að uppsögnin væri óhjákvæmileg. 
 
Dómurinn sjálfur verður birtur á vef Héraðsdóms Vestfjarða. 

Sveitarstjórnarfundur 1330 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. apríl 2022

Fundur nr. 1330 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12.apríl 2022 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.


 


Fundardagskrá er svohljóðandi:  



  1. Ársreikningur Strandabyggðar 2021 fyrri umræða

  2. Reglugerð nr. 14/2022 um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

  3. Samkomulag innviðaráðuneytis og Strandabyggðar um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit 2022-2023

...
Meira

Leiksýning skólabarnanna í félagsheimilinu

| 06. apríl 2022
Auglýsing fyrir skólaleiksýningu
Auglýsing fyrir skólaleiksýningu
Nemendur Grunnskólans á Hólmavík setja upp leiksýningu í félagsheimilinu fimmtudaginn 7. apríl kl 12:00-13:00. Nánari upplýsingar á meðfylgjandi plagati.

Móttaka framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga 2022

Salbjörg Engilbertsdóttir | 05. apríl 2022

Frestur til að skila framboðslistum til kjörstjórnar Strandabyggðar er til kl. 12.00 á hádegi, föstudaginn 8. apríl 2022.  Kjörstjórn tekur á móti framboðslistum sama dag frá kl. 11.30-12.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík. 

Á kosningavef Stjórnarráðs Íslands www.kosning.is er að finna greinargóðar leiðbeiningar til þeirra sem hyggjast bjóða fram lista, svo sem sýnishorn af framboðslista, lista meðmælenda og samþykki frambjóðenda. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Strandabyggðar í síma 451-3510 eða hjá formanni kjörstjórnar Strandabyggðar

Formaður kjörstjórnar
Jóhann Björn Arngrímsson

Kosningar til sveitarstjórnar 2022

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. mars 2022


Landskjörstjórn hefur auglýst að kosningar til sveitarstjórnarkosninga fari fram þann 14. maí 2022. Framboðsfrestur er til kl. 12 á hádegi 8. apríl nk. Nánar verður auglýst síðar hvar tekið verður við framboðslistum,ef um þá er að ræða. Ef listi verður ekki lagður fram verður óhlutbundin kosning aðila til sveitarstjórnar.  

Ný kosningalög tóku gildi þann 1.janúar 2022 og hægt er að nálgast lögin hér. Rétt skráning í kjörskrá miðast við 6. apríl n.k.

Landskjörstjórn hefur tekið við kosningavef dómsmálaráðuneytisins, kosning.is. Þar er að finna hagnýtar upplýsingar um undirbúning og framkvæmd kosninga á Íslandi. Vefurinn er í vinnslu og verða meiri upplýsingar settar inn á hann á næstu dögum.

Tímalína vegna kosninganna 14. maí - mynd

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón