Kosningar, yfirstrikanir og nánari skýringar
Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn Strandabyggðar var lítið um yfirstrikanir í kosningum til sveitarstjórnar laugardaginn 14. maí og höfðu ekki áhrif til breytinga. Eitthvað var um að frambjóðendur væru færðir til um sæti en hafði heldur ekki áhrif á sæti þeirra.
Á A-lista var það Matthías Lýðsson oddviti A-lista sem fékk flestar útstrikanir eða 5. Hlíf Hrólfsdóttir fékk 2 útstrikanir og Guðfinna Hávarðardóttir og Ragnheiður Ingimundardóttir fengu 1 útstrikun hvor.
Sex frambjóðendur T-lista fengu útstrikanir. Þorgeir Pálsson, oddviti flokksins, fékk 1 útstrikun, Jón Sigmundsson fékk 6 útstrikanir, Sigríður Jónsdóttir 2 útstrikanir.
...Meira