Sveitarstjórnarfundur 1330 í Strandabyggð
Fundur nr. 1330 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12.apríl 2022 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Ársreikningur Strandabyggðar 2021 fyrri umræða
- Reglugerð nr. 14/2022 um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga
- Samkomulag innviðaráðuneytis og Strandabyggðar um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit 2022-2023
Meira
Leiksýning skólabarnanna í félagsheimilinu
Móttaka framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga 2022
Frestur til að skila framboðslistum til kjörstjórnar Strandabyggðar er til kl. 12.00 á hádegi, föstudaginn 8. apríl 2022. Kjörstjórn tekur á móti framboðslistum sama dag frá kl. 11.30-12.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.
Á kosningavef Stjórnarráðs Íslands www.kosning.is er að finna greinargóðar leiðbeiningar til þeirra sem hyggjast bjóða fram lista, svo sem sýnishorn af framboðslista, lista meðmælenda og samþykki frambjóðenda.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Strandabyggðar í síma 451-3510 eða hjá formanni kjörstjórnar Strandabyggðar
Formaður kjörstjórnar
Jóhann Björn Arngrímsson
Kosningar til sveitarstjórnar 2022
Landskjörstjórn hefur auglýst að kosningar til sveitarstjórnarkosninga fari fram þann 14. maí 2022. Framboðsfrestur er til kl. 12 á hádegi 8. apríl nk. Nánar verður auglýst síðar hvar tekið verður við framboðslistum,ef um þá er að ræða. Ef listi verður ekki lagður fram verður óhlutbundin kosning aðila til sveitarstjórnar.
Ný kosningalög tóku gildi þann 1.janúar 2022 og hægt er að nálgast lögin hér. Rétt skráning í kjörskrá miðast við 6. apríl n.k.
Landskjörstjórn hefur tekið við kosningavef dómsmálaráðuneytisins, kosning.is. Þar er að finna hagnýtar upplýsingar um undirbúning og framkvæmd kosninga á Íslandi. Vefurinn er í vinnslu og verða meiri upplýsingar settar inn á hann á næstu dögum.