A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sjómannadagurinn 2022

Þorgeir Pálsson | 12. júní 2022
Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra, sem og landsmönnum öllum, innilega til hamingju með daginn!

Kveðja frá Strandanbyggð.

Sveitarstjórnarfundur nr. 1333

Þorgeir Pálsson | 11. júní 2022

Sveitarstjórnarfundur 1333 í Strandabyggð 

Fundur nr. 1333 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. Júní 2022 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Áfrýjunarbeiðni í dómsmáli Þorgeirs Pálssonar gegn Strandabyggð
  2. Ráðning sveitarstjóra 
  3. Kynning endurskoðanda á stöðu Strandabyggðar
  4. Erindi frá fyrrum sveitarstjórn, krafa um svör, dags. 31.maí 2022
  5. Staðfesting á skipan í fastanefndir Strandabyggðar
  6. Tilboð í smíði inngangs í félagsmiðstöðina Ozon í kjallara félagsheimilis
  7. Samningur um umsjón girðinga
  8. Launastefna Strandabyggðar útgáfa 2.
  9. Skipan fulltrúa í nefndir og ráð
    1. Byggðasamlag um málefni fatlaðra
    2. Fulltrúaráð Vestfjarðastofu
    3. Sterkar Strandir
  10. Ársreikningur Náttúrustofu
  11. Menntun til sjálfbærni, lagt fram til kynningar
  12. Félag atvinnurekanda, áskorun vegna fasteignaskatts, lagt fram til kynningar.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Þorgeir Pálsson

Jón Sigmundsson

Sigríður Jónsdóttir

Matthías Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Kallaður verður inn varamaður v. liðar 1 og 2, Guðfinna Magney Sævarsdóttir

 

Stefnt er á að streyma fundinum á eftirfarandi slóð, smellið hér

  

Strandabyggð 11.júní 2022

Þorgeir Pálsson, Oddviti.

 

Sumarbörn í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. júní 2022
« 1 af 3 »

Kæru íbúar Strandabyggðar!

Nú er vinnuskólinn kominn út á götur og byrjaður að snyrta og fegra umhverfið og við biðjum ökumenn að sýna aðgát þar sem þau eru að störfum. Í dag var svo hjóladagur í leikskólanum, þar sem lögreglan kom og ræddi við ökumenn framtíðarinnar. Allt að gerast!

 

 kveðja Þorgeir Pálsson oddviti

 

Kveðja til íbúa

Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. júní 2022

Kæru íbúar Strandabyggðar!

Það var sérlega ánægjulegt að sjá flutningaskip við bryggju hér á Hólmavík, í gærmorgun en skipið kom hingað með 260 tonn af rækju fyrir Hólmadrang. Hráefnisstaðan er því góð um þessar mundir. Það vita allir hversu mikilvæg þessi starfsemi er fyrir sveitarfélagið og þess vegna fögnum við því þegar vel gengur.



Þeim fjöldar líka ört ferðamönnunum sem sjást hér í þorpinu, á tjaldsvæðinu, við gisti- og veitingastaðina. Bistro 510 er búið að opna, strandveiðin skapar líf við höfnina, vinnuskólinn byrjar eftir helgina sem og sumarnámskeiðin, tiltekt hafin í görðum og það heyrist í einstaka sláttuvél. Sumarið er að koma. Og við fögnum því og njótum þess meðan það er, því tíminn hefur tilhneigingu til að líða of hratt.

...
Meira

Brunavarnaráætlun

Salbjörg Engilbertsdóttir | 02. júní 2022
Undafarin ár hefur verið unnið að gerð Brunavarnaráætlunar Brunavarna Dala,Reykhóla- og Stranda og er hægt að finna hana hér og á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áætlunin er unnin af Ívari Erni Þórðarsyni slökkviliðsstjóra.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón