A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Laust afleysingastarf á skrifstofu Strandabyggðar-UPPFÆRT

Salbjörg Engilbertsdóttir | 01. júní 2022
framlengdur frestur til og með 19. júní

Laus er staða við afleysingar á skrifstofu Strandabyggðar.  Um er að ræða 50% stöðu við almenna afgreiðslu, innheimtu, bókhald og ýmis tilfallandi störf á tímabilinu 10:00-14:00  Æskilegt er að störf hefjist sem fyrst.  


Laun skv. samningi Sambands sveitarfélaga og Kjalar/Verk vest. Umsóknarfrestur er til og með 19. júní 2022

Nánari upplýsingar í s.451-3510 og á netfanginu strandabyggd@strandabyggd.is

Sveitarstjórnarfundur nr. 1332-aukafundur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 27. maí 2022

Sveitarstjórnarfundur 1332 í Strandabyggð

Aukafundur nr. 1332 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 31.maí 2022 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Undirritun trúnaðaryfirlýsingar
  2. Kosning oddvita og varaoddvita
  3. Kosning í nefndir og ráð
  4. Kosning/ráðning endurskoðenda
  5. Minnisblað skrifstofustjóra, staða í bókhaldi, framkvæmdum og verkefnum
  6. Tillaga um þakkir til fyrri sveitarstjórnar
  7. Tillaga um framkvæmd við byggingu réttar í Staðardal
  8. Tillaga um gerð göngustígs frá íbúabyggð út á Skeljavíkurgrundir
  9. Tillaga um uppsetningu hraðamælis, skiltis og gangbrautar á Hafnarbraut
  10. Tillaga um tengingu malbiks í Vitahalla
  11. Tillaga um gerð göngustígs af Borgabraut að leikskóla
  12. Tillaga um ristarhlið að Klúku í Miðdal
  13. Tillaga um fund með stjórnendum Orkubús Vestfjarða um orkukosti í Strandabyggð
  14. Tillaga um að leita til Vestfjarðarstofu v.innviða- og þekkingargreiningar í Strandabyggð
  15. Erindi frá Andreu K. Jónsdóttur, lagt fram til kynningar
  16. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 11. Maí 2022

  

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Þorgeir Pálsson

Jón Sigmundsson

Sigríður Jónsdóttir

Matthías Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

  

Strandabyggð 27. Maí 2022

Matthías Lýðsson

Tilboð óskast í verk við félagsheimilið á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. maí 2022
Inngangur í kjallara við hlið ærslabelgs
Inngangur í kjallara við hlið ærslabelgs
« 1 af 2 »

Óskað er eftir tilboði í gerð á nýjum steyptum inngangi við félagsmiðstöðina í félagsheimilinu á Hólmavík.
Tengja þarf niðurfall í neðri plötu við frárennslislögn á staðnum, setja takkadúk á nýja veggi inngangsins ásamt útvegg hússins til norðurs. Sjá teikningu, og ef frekari upplýsingar þarfnast má hafa samband við byggingarfulltrui@strandabyggd.is

Tilboð óskast send fyrir 6.júní n.k á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is

Kosningar, yfirstrikanir og nánari skýringar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. maí 2022

Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn Strandabyggðar var lítið um yfirstrikanir í kosningum til sveitarstjórnar laugardaginn 14. maí og höfðu ekki áhrif til breytinga. Eitthvað var um að frambjóðendur væru færðir til um sæti en hafði heldur ekki áhrif á sæti þeirra.

Á A-lista var það Matthías Lýðsson oddviti A-lista sem fékk flestar útstrikanir eða 5. Hlíf Hrólfsdóttir fékk 2 útstrikanir og Guðfinna Hávarðardóttir og Ragnheiður Ingimundardóttir fengu 1 útstrikun hvor.


Sex frambjóðendur T-lista fengu útstrikanir. Þorgeir Pálsson, oddviti flokksins, fékk 1 útstrikun, Jón Sigmundsson fékk 6 útstrikanir,  Sigríður Jónsdóttir 2 útstrikanir.

...
Meira

Sumarbörn í Strandabyggð 2022-uppfærð frétt

Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. maí 2022
Það verður nóg um að vera fyrir börn í Strandabyggð í sumar.

Fyrir unglinga verður Vinnuskóli, hálfan daginn í tvær vikur fyrir þau yngstu og allt upp í fullan vinnudag allt sumarið. Auk þess verða æfingar á vegum Geislans. Skapandi sumarstörf verða í boði og er um að ræða Tónlistarsmiðju með Óliver Bernburg, teikninámskeið með José Javier Minguez og þátttaka í vinnu við skúlptúraslóð.

Í júní verður fjölbreytt sumarstarf í boði fyrir yngri börn á grunnskólaaldri. Félagsmiðstöðin Ozon, Ungmennafélagið Geislinn og  Náttúrubarnaskólinn standa saman að því að bjóða upp á fjölbreyttan og skemmtilegan samfelldan dag frá 8:30-16 dagana 7.júní - 1. júlí. Börn geta skráð sig viku í senn og toppleiðbeinendur verða á öllum námskeiðshlutum og njóta aðstoðar stuðningsfulltrúa og vinnuskólanemenda eftir atvikum.

Gjaldtaka verður á námskeiðunum en alltaf er niðurgreitt að hluta fyrir börn foreldra með lögheimili á svæðinu. 

Skráningarform er hér og er frestur til að skila inn skráningu til og með 29. maí 2022

Umsjón sumarnámskeiða er í höndum Íþrótta- og tómstundafulltrúa í samvinnu við  Náttúrubarnaskólann, Umf Geislann og Hallberu Gunnarsdóttur og Ólivers Bernburg en Óliver er íslenskur tónlistarmaður búsettur í Danmörku og ætlar hann að starfa hjá okkur í maí og júní, hér má kynna sér hljómsveitina hans Aufori. Fyrstu þrjá dagana mun Margrét Hrafnsdóttir sjá um úti- og tónlistarsmiðjuna en Margrét er óperusöngkona og leiðsögumaður og hér má lesa meira um hana.


Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón