Kjörstjórn Strandabyggðar auglýsir, uppfærð frétt 13.5 kl. 16.15
Kjörskrá liggur frammi til kynningar á skrifstofu Strandabyggðar á opnunartíma milli kl. 10 og 14 að Hafnarbraut 25 fram að kjördegi. Einnig getur fólk farið inn á slóðina http://www.kosning.is til að kynna sér hvar það er skráð.
Kjörfundur vegna kosninga til sveitarstjórnar
Ein kjördeild verður í Strandabyggð og er kjörstaður í Hnyðju, Höfðagötu 3 Hólmavík. Kjörfundur hefst kl. 09:00 laugardaginn 14. maí 2022 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00. Sbr. 1. mgr. 80 gr. laga nr. 112/2021 um kosningar.
Talning hefst í Hnyðju að loknum kjörfundi kl. 18.30
Kosning utan kjörstaðar
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 25.apríl og er staðsett í húsnæði dreifnámsins á efri hæð Sparisjóðs Strandamanna Hafnarbraut 19. Opið er í dag föstudaginn 13. maí til kl. 15 og á morgun kjördag frá kl.14.00 til 17.00. Kjósendur eru beðnir um að hafa með sér skilríki til auðkenningar sjá neðst á auglýsingunni:
...Meira