A A A

Valmynd

Fréttir

Náttúrubarnaskólinn

| 09. maí 2019

Það er ekkert betra en að byrja Hamingjudagana úti í náttúrunni! Í tilefni þess verður Náttúrubarnaskólinn með sannkölluðu hamingjuþema fimmtudaginn 27. júní á milli klukkan 13-17. Þá ætlum við að reyna að finna hamingjuna í skemmtilegum hamingjuratleik, bruggja sérstakt hamingjuseyði, fara í nokkra skemmtilega leiki og gæða okkur á kökum og góðgæti.

 

Það kostar 3000 kr. á námskeiðið og skráning er í síma 661-2213, á facebook-síðu Náttúrubarnaskólans eða á netfanginu natturubarnaskoli@gmail.com.

Hamingjudagar 2019

| 08. maí 2019

Hamingjudagar 2019

Hamingjudagar verða haldnir 28. – 30.júní. Ég er að kanna áhuga einstaklinga, fyrirtækja og samtaka hér á svæðinu á þátttöku/sýnileika  þessa daga. Í fyrra var  t.d. vöfflukaffi í boði fyrir gesti og gangandi hjá Hólmadrangi og gekk það vel.

Ungmennin hér í Strandabyggð hafa komið með hugmyndir og hvatt okkur til að líta til fyrri daga. Þau eiga þá við hverfalitina, hverfagrill, marseringu, markað o.fl.

Vinsamlegast hittið mig í Hnyðju miðvikudaginn 15.maí kl.16-18,  sendið mér línu á tomstundafulltrui@strandabyggd.is  eða hringið í síma 4513511/6967046  ef þið viljið taka þátt eða eruð með hugmyndir.
kveðja
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
Tómstundarfulltrúi

Búkalú - Margrét E. Maack

| 23. apríl 2019

Búkalú í Bragganum 28. júní

Margrét Maack býður uppáhaldsskemmtikröftunum sínum, íslenskum og erlendum, í þeysireið um landið. Búkalú-hópurinn verður á Hamingjudögum í Bragganum kl. 21:00. Sýningin er bönnuð innan 18 ára. Á þessari sýningu blandast saman burlesque, sirkus, kabarett og spennandi óhuggulegheit í sjóðheitan og spennandi fullorðinskokkteil. Sýningin hentar ekki þeim sem eru hræddir við undur mannslíkamans. Braggabarinn verður opinn. Miðasalan hefst í apríl og er takmarkað sætaframboð.

Hamingjudagar 2019

Salbjörg Engilbertsdóttir | 15. janúar 2019
Hamingjudagar 2019 verða haldnir helgina 28.-30 júní 

Hamingjudagar 2018 lokið

| 09. júlí 2018
Nú er vika síðan Hamingjudögum 2018 var formlega lokið. Ekki hægt að segja annað en hátíðin hafi gengið áfallalaust fyrir sig og að gleði og hamingja hafi umlukið Strandabyggð helgina 28. júní til 1. júlí. Takk allir fyrir þátttökuna og takk allir sem komu að því að skipuleggja og framkvæma. 
Mæli með því að skoða myndir frá helginni undir myllumerkinu #hamingjudagar og svo er skemmtileg frétt inn á heimasíðu Bæjarins besta sem má skoða hér.

Alla athugasemdir og skoðanir ykkar á hátíðinni er velkomið að senda á tomstundafulltrui@strandabyggd.is og ég hvet ykkur til að senda mér línu því þetta er hátíðin okkar og því er ykkar ummæli nauðsynleg :)

Hamingjan er ferðlag en ekki áfangastaður. Hamingjudagar er einn af áfangastöðunum og ég hlakka til að halda ferðalaginu áfram með ykkur að næsta áfangastað.

Ljósmyndakeppni sigurvegari

| 09. júlí 2018
« 1 af 3 »
Í kringum Hamingjudaga 2018 var ljósmyndakeppni þar sem fólk var hvatt til að taka mynd af því sem gerir það hamingjusamt og deila með okkur á samfélagsmiðlum. Valinn hefur verið sigurvegar í keppninni en mun hann fá vegleg verðlaun sem Íþróttamiðstöð Hólmavíkur, Sauðfjársetrið á Ströndum og Framköllunarþjónustan Borganesi veita. Sigurvegarinn er Ásdís Jónsdóttir og má sjá myndina hennar hér meðfylgjandi.

Söfnun fyrir ærslabelg

| 04. júlí 2018
« 1 af 3 »
Íbúar Strandabyggðar söfnuðu saman fyrir ærslabelg á Hamingjudögum. Söfnunarbaukar voru á víð og dreif um hátíðarsvæðið og svo var haldið rjómatertukast. ...
Meira

Hnallþóruverðlaunin

| 04. júlí 2018
Hamingjusamasta kakan
Hamingjusamasta kakan
« 1 af 5 »
Hnallþóruverðlaun voru veitt þessa Hamingjudaga sem endranær.

Veitt voru verðlaun að vanda fyrir hamingjusömustu kökuna, flottustu kökuna og girnilegustu kökuna. Í ár í fyrsta skipti voru svo veitt verðlaun í barnaflokki fyrir skemmtilegustu kökuna og frumlegustu kökuna. Í dómnefnd sátu útvaldir íbúar Strandabyggðar og dyggir sjálfboðaliðar; Kristjana Eysteinsdóttir, Gunnar Jónsson og Chang Lee....
Meira

Brúarvíglsa

| 04. júlí 2018
Einn af viðburðum Hamingjudaga var að víga nýbyggða brú yfir Hvítá. Félag eldri borgara bauð öllum áhugasömum að taka þátt í gönguferð með þeim en félagið fer vikulega í gönguferðir allt árið um kring. Hluti af göngunni var svo að stoppa við brúna og víga hana ásamt smiðum brúarinnar, Sverri Guðbrandssyni og Ágústi Þormari Jónssyni, og formanni skipulags- og umhverfisnefnd Eiríki Valdimarssyni. Var þessi viðburður vel sóttur en um 40 manns tóku þátt og er mikil ánægja með brúna sem ætti að nýtast vel næstu árin.

Menningarverðlaun veitt og setningathöfn Hamingjudaga

| 04. júlí 2018
Ingibjörg Benediktsdóttir setti Hamingjudaga 2018 og á sama tíma opnaði formlega ljósmyndasýning dóttur hennar Brynhildar Sverrisdóttur sem er enn opin í Hnyðju. ...
Meira
Eldri færslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón