A A A

Valmynd

Fréttir

Sunnudagur til sælu

| 30. júní 2018

Nú er formleg dagskrá laugardag að líða undir lok en örvæntið ekki við eigum einn yndislegan dag eftir af hátíðinni okkar. Á morgun sunnudaginn 1.júlí verður í boði að horfa inn á við og hugleiða bæði í úti-fjölskyldumessu í Tröllutungu og í jóga á Galdratúninu. Svo verður hægt að taka andstæðuna og fá útrás í fíflaskap og hreyfingu á Furðuleikunum á Sauðfjársetrinu Sævangi. Eigið yndislegt kvöld og ennþá yndislegri morgundag.

Sunnudagsdagskrá

11:00 Úti-fjölskyldumessa í Tröllatungu

11:00 Jóga á Galdratúninu

11:30-14:00 Morgunverðarhlaðborð á Café Riis

13:00 Furðuleikar í Sævangi 

Karnival á Galdratúninu og dagskrá dagsins

| 30. júní 2018

Hamingjudagurinn er í dag með sprelli og skemmtun svo allir ættu að finna eitthvað við hæfi.

Hamingjumarkaðurinn opnar kl.12 í Hnyðju þar sem verður hægt að versla ýmsan varning sem dæmi barnaföt, gærur og húðvörur. Frjáls ljósmyndasýning Brynhildar Sverrisdóttur verður opin á sama tíma í Hnyðju.

Afmælissýning leikskólans Lækjarbrekku í leikskólanum opnar kl.13 og þá byrjar líka bílasýning á planinu fyrir framan Braggan. Vegagerðin, Orkubúið, Þórður Sverrisson (Ninni), slökkvuliðið og björgunarsveitin ætla að vera með til sýnis vinnuvélar, bíla og búnað.

Hólmadrangur byrjar að bjóða upp á vöfflur kl.13 og er ilmur af vöfflunum strax farin að berast um bæinn. Starfsfólk Hólmadrangs er búið að vera til fyrirmyndar í vikunni að skreyta og byggja upp stemningu fyrir hátíðinni okkar. Eru þau æsispennt að fá ærslabelg í sveitarfélagið og hafa gert söfnunarbauk sem nú þegar er byrjað að safna í. Fleiri söfnunarbaukar verða víðsvega um hátíðarsvæðið þar sem fólk getur lagt til frjáls framlög.

Á galdratúninu verða hoppukastalar og önnur leiktæki, Blaðrarinn mætir og gerir blöðrudýr og Strandanornir verða með spádóma. Strandahesta verða á svæðinu að teyma.
Dagskrá á Galdratúninu
14:00 Strandanornir með leiksýningu
14:45 Verðlaun verða veitt í Hnallþórukeppninni

15:00 Hamingjuhlauparar mæta í mark

15:00 Hnallþóruhlaðborð byrjar

15:15 Gunnar, Gunnlaugur og Guðmundur spila fyrir gesti

15:45 Rjómatertukast

18:00 Verðlaunaafhending í Hamingjurallý

 

Föstudagurinn 29.júní

| 29. júní 2018
« 1 af 2 »

Dagskrá Hamingjudaga mun formlega byrja í dag kl.17:00 á setningarathöfn í Hnyðju þar sem menningarverðlaun verða afhent og Lions klúbburinn mun gefa sveitarfélaginu veglega gjöf.

Brynhildur Sverrisdóttir ætlar að opna formlega sína fyrstu ljósmyndasýningu, Frjáls, á sama stað í Hnyðju á sama tíma.

Hamingjugrill sameiginlegt hverfagrill verður svo kl.18:00 í Fiskmarkaðinum. Það verða grill á staðnum en allir verða að koma með sinn eigin mat og borðbúnað. Þaðan höldum við svo saman á brennu þar sem Pétur Jesú mun stýra hópsöng og strax eftir brennu verður Pétur með pub quiz á Café Riis. Einn til tveir verða í liði saman í pub quiz og vegleg verðlaun verða í boði fyrir sigurvegara í boði Café Riis.


Dagskrá 
17:00 Setning hátíðar og menningarverðlaun afhent í Hnyðju

17:00       Sýningaropnun á ljósmyndasýningunni Frjáls eftir Brynhildi Sverrisdóttur í Hnyðju

18:00       Nerf-byssubardagi 10 ára og eldri í Íþróttahúsinu mætið með byssu og hlífðargleraugu

18:00-21:00Hlaðborð á Café Riis, borðpantanir í síma 451-3567

18:00        Hamingjugrill í Fiskmarkaðinum, öll hverfi grilla saman

20:00        Brenna við minnismerkið og Pétur Örn Guðmundsson (Pétur Jesú) spilar fyrir gesti

20:00        Tónleikar í Steinshúsi með Rúnari Þór, Tryggva Hübner og Erni Jónssyni

21:00        Hulda – Hver á sér fegra föðurland, tónleikar með Helgu Kvam og Þórhildi Örvarsdóttur í kirkjunni. Aðgangseyrir á  tónleikana er 3000 krónur, eldri borgarar og öryrkjar 2000 krónur, ókeypis inn fyrir 12 ára og yngri

22:00        Pub quiz fyrir 18 ár og eldri með Pétri Erni Guðmundssyni (Pétur Jesú) á Café Riis, 1.000 kr. inn              

Hamingjujóga

| 28. júní 2018
Verið hjartanlega velkomin í hamingjujóga Hvatastöðvarinnar. Fuglarnir, öldurnar og hlæjandi börn að leik sjá um undirleik og sólin mun eflaust verma á okkur kinnarnar meðan við eigum saman góða stund og opnum hjartað fyrir enn meiri hamingju. Tíminn hentar öllum, byrjendum sem lengra komnum, ungum sem öldnum. Komdu endilega í hlýjum klæðnaði sem gott er að hreyfa sig í og með teppi eða dýnu til að sitja á og jafnvel breiða yfir þig. Jógatíminn fer fram á Galdratúninu sunnudaginn 1. Júlí kl 11 en færist inn í Hnyðju ef að veðrið verður til trafala. Kennari er Esther Ösp Valdimarsdóttir jógakennari og Strandakona.

Þjófstart

| 28. júní 2018
« 1 af 3 »

Í dag ætla nokkur félög að þjófstarta Hamingjudögum.

Í dag kl.13:00 var Náttúrubarnaskólinn með námskeið með hamingjuþema. Þar var hamingjunni breitt út, bruggað hamingjuseiði og sent flöskuskeyti.

Á eftir kl.18:00 verður HSS með fótboltamót á Grundum. Allir krakkar velkomnir að taka þátt og hvattir til að mæta.
Tilvalið er svo að enda kvöldið á tónleikum í Steinshúsi kl.20. Það verða sagðar sögur og spiluð tónlist við hæfi. Rúnar Þór, Tryggvi Hübner og Örn Jónsson koma fram.

Ljósmyndakeppni

| 28. júní 2018
Taktu mynd af því sem veitir þér hamingju, deildu myndinni á samfélagsmiðli og merktu myndina #hamingjudagar. Eigandi skemmtilegustu myndarinnar fær vegleg verðlaun.


Úti-fjölskyldumessa

| 28. júní 2018
Árleg hefð hefur skapast fyrir messu í garðinum í Tröllatungu á Hamingjudögum.

Bændurnir í Tröllatungu réðust í mikla vinnu við að laga garðinn vegna viðhaldsleysis í mörg ár og vildu njóta þeirrar vinnu með öðrum.

Því messar séra Sigríður Óladóttir í Tröllatungu sunnudagsmorguninn 1. júlí kl 11:00. Mælt er með því að gestir taki með sér eigin stóla.

Furðuleikar

| 28. júní 2018
« 1 af 2 »

Hinir árlegu Furðuleikar á Ströndum verða að venju haldnir á sunnudaginn um hamingjudagahelgina, þann 1. júlí og hefjast kl. 13:00. 

Þarna verður að venju mikið fjör og gleði fyrir alla fjölskylduna, Strandamenn, nærsveitunga og gesti sem koma saman og leika sér í furðulegum leikjum öllum til gleði og ánægjuauka. Skemmtilegar og árvissar keppnisgreinar eins og öskurkeppnin ógurlega og trjónufótboltinn verða á sínum stað. Svo verður eitthvað nýtt og furðulegt í bland sem dæmi má nefna keppnisgreinina Tímasóunn.


Dásamlegt kaffihlaðborð verður á boðstólum í kaffistofu Sauðfjársetursins verð 2.000.- fyrir 13 ára og eldir, 1.300.- fyrir 7-12 ára og frítt fyrir yngri, frítt verður inn á allar sögusýningar í tilefni dagsins.

Sauðfjársetrið er staðsett í félagsheimilinu Sævangi. Það stendur við þjóðveg 61 og er 12 km sunnan við Hólmavík, það er opið alla daga frá klukkan 10-18.

Sauðfjársetrið er skemmtilegur áningastaður fyrir fólk á öllum aldri. Þar er fastasýningin Sauðfé í sögu þjóðar ásamt tveim minni sýningum: Álagablettir á Ströndum og Sumardvöl í sveit. Þar er einnig handverksbúð, barnahorn og kaffihúsið Kaffi Kind. Einnig eru á Sauðfjársetrinu tveir heimalningar sem gestum og gangandi er boðið að gefa og vekur mikla lukku! Á Sauðfjársetrinu er haldið mikið af viðburðum, til dæmis Furðuleikarnir í júní og Hrútadómar í ágúst.

Hamingjurall

| 28. júní 2018
Á Hamingjudögum fer fram rallýkeppni sem Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stendur fyrir.

Keppnin er haldin núna annað árið í röð á Hamingjudögum og reiknað er með um 20 áhöfnum.  Eknar verða leiðir í nágrenni Hólmavíkur, Þorskafjarðarheiði ásamt leiðinni um Kaldrananes.  

Viðgerðarhlé verður í Hólmavík frá tólf til eitt. Viðgerðarhlé í ralli hefur þá sérstöðu að þar má oft sjá snarlegar viðgerðir þar sem jafnvel kútoltnir bílar eru lagfærðir á mettíma. 

Samansöfnun og verðlaunaafhending fer fram á hátíðarsvæði Hamingjudaga að keppni lokinni.

Allar nánari upplýsingar um rallýið má nálgast á heimasíðu Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur.

Bjartmar Guðlaugsson

| 27. júní 2018
Bjartmar Guðlaugsson er íslenskur tónlistarmaður sem hóf að gefa út tónlist á níunda áratug 20.aldar og sló svo í gegn 1987 þegar hann gaf út vinsælu plötuna Í fylgd með fullorðnum. Flestir íslendingar þekkja mörg lög með honum eins og Súrumjólk í hádeginu, Týnda kynslóðin, Fimmtán ára á föstu o.fl.
Bjartmar verður með tónleika á Café Riis laugardaginn 30.júní kl.21:00. Það er 18 ára aldurstakmark og kostar 1.500 kr inn.
Eldri færslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón