A A A

Valmynd

Fréttir

Hverfafundir vegna Hamingjudaga 2010

| 09. júní 2010
Skreytingar í gula hverfinu
Skreytingar í gula hverfinu

Hverfafundir vegna Hamingjudaga 2010 verða haldnir á næstu dögum, eins og fram kemur í nýútkomnu fréttabréfi vegna Hamingjudaga. Framkvæmdastjóra barst í dag sú góða og réttmæta ábending að í fréttabréfinu kæmi dagsetning hátíðarinnar hvergi fram, en hátíðin verður eins og undanfarin ár haldin fyrstu helgina í júlí, eða dagana 2.-4. júlí.
Á hverfafundum verður kynnt sú dagskrá sem þegar liggur fyrir og kynnt hverjir verða skreytingarstjórar (tveir í hverju hverfi).

...
Meira

Keppt milli laganna tveggja sem bárust í Hamingjulagakeppnina 19. maí

| 06. maí 2010
Valið verður milli tveggja innsendra Hamingjulaga þann 18. maí
Valið verður milli tveggja innsendra Hamingjulaga þann 18. maí
Aðeins bárust tvö lög í keppni um lag Hamingjudaga þetta árið. Því hefur verið ákveðið að í stað þess að halda sérstakan viðburð fyrir keppnina eins og til stóð að gera á morgun verði keppnin milli þessara tveggja laga fléttuð inn í tónleikana Tónaflóð sem fram fara 19. maí. Þar koma fram nemendur tónskólans á Hólmavík ásamt fullorðnu tónlistarfólki úr sveitarfélaginu sem leggur þeim lið á þessum tónleikum sem haldnir eru í fjáröflunarskyni.

Íbúafundir að baki - búið að tilkynnar um hljómsveit og fullt af hugmyndum!

| 05. maí 2010
Hljómsveitin Hraun leikur á Hamingjudansleiknum í ár
Hljómsveitin Hraun leikur á Hamingjudansleiknum í ár
Nú eru að baki íbúafundir um Hamingjudaga en segja má að þeir hafi verið þrír þetta árið. Fyrst var haldinn hugarflugsfundur með nemendum í 7.-10. bekk Grunnskólans á Hólmavík, síðan opinn fundur í félagsheimilinu á Hólmavík og loks kynning á súpufundi á Café Riis í hádeginu síðastliðinn fimmtudag. Á öllum þessum fundum kom fram fjöldi frábærrra hugmynda sem vert er að taka til nánari skoðunnar. Einnig er þarna fjöldi hugmynda sem aðrir sem standa fyrir framkvæmdum og viðburðum í sveitarfélaginu geta nýtt sér, enda alveg ljóst að ekki tekst að framkvæma þær allar í tengslum við Hamingjudaga, að minnsta kosti ekki þetta árið.
Hugmyndirnar eru taldar upp hér fyrir neðan:
...
Meira

Búið að velja hljómsveit og kynnir fyrir útidagskrá!

| 28. apríl 2010
Því verður haldið leyndu til kvölds hvaða hljómsveit leikur á Hamingjudögum!
Því verður haldið leyndu til kvölds hvaða hljómsveit leikur á Hamingjudögum!
Það heyrir helst til tíðinda af undirbúningi Hamingjudaga að búið er að velja hljómsveit á dansleikinn og kynnir fyrir útiskemmtun í Klifstúni á laugardegi. Þetta verður þó ekki tilkynnt formlega fyrr en á opnum kynningarfundi sem verður í félagsheimilinu á Hólmavík kl 19:30 í kvöld og á súpufundi sem verður kl 12 á Café Riis á morgun, fimmtudag. Það er því um að gera að mæta á fundina, fá nýjustu fréttir og leggja sitt til málanna, því leitað verður eftir hugmyndum og ábendingum fundargesta.

Kynningarfundir um Hamingjudaga

| 27. apríl 2010
Frá kökuhlaðborði á Hamingjudögum
Frá kökuhlaðborði á Hamingjudögum
Í þessari viku verða haldnir kynningarfundir um Hamingjudaga. Opinn fundur verður í Félagsheimilinu á Hólmavík á miðvikudagskvöldið, 28. apríl kl 19:30. Verður sá fundur hugarflugsfundur þar sem leitað verður eftir hugmyndum og lausnum frá viðstöddum. Einnig verða kynntar þær hugmyndir og ákvarðanir varðandi Hamingjudaga sem þegar liggja fyrir. Reiknað er með að þessum fundi ljúki kl 21 svo það er um að gera að leyfa yngri kynslóðinni að mæta líka og færa fram sínar hugmyndir. Í hádeginu á fimmtudaginn verða Hamingjudagar svo kynntir á vikulegum súpufundi Þróunarsetursins og Arnkötlu sem haldinn er á Café Riis og hefst kl 12:00. Þar verður sömuleiðis almenn kynning á Hamingjudögum og leitað eftir hugmyndum og umræðum. Súpufundurinn er að venju sendur út í gegnum netviwer.

Lagasamkeppni Hamingjudaga

| 13. apríl 2010
Menningarmálanefnd Strandabyggðar hefur ákveðið að efna til lagasamkeppni vegna Hamingjudaga á Hólmavík 2010. Slík keppni var haldin fyrstu árin sem Hamingjudagar voru haldnir en féll niður í fyrra. Að þessu sinni er frestur til að skila inn lagi í keppnina til 3. maí næstkomandi og skal skila texta lagsins í síðasta lagi mánudaginn 3. maí., á skrifstofu Strandabyggðar eða í pósti, utanáskriftin er:
Hamingjudagar á Hólmavík-lagasamkeppni
Hafnarbraut 19
510 Hólmavík.

Að þessu sinni er heimilt að flytja lagið með eigin undirleik á úrslitakeppninni, svo ekki er nauðsynlegt að skila inn Demo eða lokaútgáfu lagsins.
Merkja skal texta með nafni lags og nafni og símanúmeri þess sem flytur lagið í úrslitakeppninni. Flytjandinn verður tengiliður höfundar varðandi undirbúning og flutning lagsins í lokakeppninni. Nafn höfundar ásamt heimilisfangi og símanúmeri skal fylgja með í lokuðu umslagi merkt með nafni lags og dulnefni höfundar.
Höfundur lagsins skuldbindur sig til að koma lokaútgáfu lagsins í þann búning sem hentar til spilunar í útvarpi fyrir 31. maí 2010.
Nánari upplýsingar gefur Kristín Sigurrós Einarsdóttir í síma 8673164 eða gegnum netfangið hamingjudagar@holmavik.is.

Menningarmálanefnd fundar um Hamingjudaga

| 07. apríl 2010
Fyrsti fundur Menningarmálanefndar Strandabyggðar með framkvæmdastjóra Hamingjudaga 2010 verður haldinn í dag kl 17. Í nefndinni sitja þau Jóhanna Ása Einarsdóttir, Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Halldórsson, Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir, sem kemur inn í nefndina eftir að Arnar S. Jónsson sagði sig nýverið úr henni vegna mikilla anna. Þá tekur Guðrún Guðfinnsdóttir sæti Kristínar í nefndinni, meðan hún gegnir stöðu framkvæmdastjóra Hamingjudaga í ár. Sem kunnugt er verða sveitarstjórnarkosningar í vor, en ákveðið var í vetur að nefndin starfaði engu að síður þar til framkvæmd og frágangi Hamingjudaga væri lokið.
Á fundinum í dag á meðal annars að velja nefndinni nýjan formann, ræða um hvort lagasamkeppni verði haldin í ár, ræða um hugsanlega aðkomu SEEDS sjálfboðaliðahóps að Hamingjudögum, tímasetja íbúafund vegna Hamingjudaga, ræða fyrstu dagskrárdrög, það er að segja hugmyndir sem fram hafa komið og viðra fleiri hugmyndir. Fundargerðir menningarmálanefndar eru birtar hér á vef Strandabyggðar um leið og þær hafa verið samþykktar af sveitarstjórn.

Framkvæmdastjóri Hamingjudaga ráðinn

| 06. apríl 2010
Kristín S Einarsdóttir
Kristín S Einarsdóttir
Laust fyrir páska var gengið frá ráðningu Kristínar S. Einarsdóttur sem framkvæmdastjóra Hamingjudaga árið 2010. Kristín gegndi starfinu einnig í fyrrasumar og hefur setið í Menningarmálanefnd Strandabyggðar frá upphafi. Hún hefur þegar hafið störf og mun eiga sinn fyrsta fund með Menningarmálanefnd á morgun, miðvikudag. Búið er að setja upp nýjan facebook aðgang fyrir Hamingjudaga og þar er óskað eftir hugmyndum að hljómsveitum og skemmtiatriðum fyrir börn.

Allt fór vel fram á fyrsta degi Hamingjudaga

| 04. júlí 2009
Allt fór vel fram á fyrsta degi Hamingjudaga á Hólmavík sem hófust formlega í gærkvöldi. Meðal dagskrárliða í gær var fjölmennt mótorkrossmót í Skeljavíkurbraut, diskótek fyrir 12-16 þar sem DJ Danni hélt uppi stuðinu og varðeldur. Þá sá galdramaður Strandagaldurs um að setja hátíðina formlega. Þá voru stórtónleikar með Gunnari Þórðarsyni, sem er hólmvíkingur að uppruna  og kom nú í fyrsta skipti fram á Hamingjudögum. Þá léku þeir Bjarni Ómar og Stefán Jónsson fyrir dansi á Café Riis. Talið er að á fimmta hundrað manns hafi verið við varðeld og brekkusöng þar sem presthjónin Sigga og Gulli héldu upp fjörinu ásamt Gunnari Þórðarsyni. Að sögn Björgunarsveitarmanna var allt með friði og spekt á tjaldsvæðinu í nótt. Búast má við að gestum Hamingjudaga fjölgi jafnt og þétt í dag, en mikil skemmtidagskrá er framundan sem líkur með Hamingjudansleik í kvöld með hljómsveitinni Von. Á morgun verða síðan furðuleikar í Sauðfjársetri á Ströndum en þeir eru jafnan einn af hápunktum Hamingjudaga.

Hamingjuhlauparar í startholunum

| 03. júlí 2009
Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Hamingjuhlaup Stefáns Gíslasonar umhverfisfræðings og fyrrum sveitarstjóra á Hólmavík er ein af skemmtilegum nýjungum á hamingjudögum í ár. Stefán hefur undirbúið hlaupið vel og nú hefur hann fengið í lið með sér fimm aðra hlaupara sem ætla með honum alla leið frá Drangsnesi, en síðan er öllum velkomið að slást í för alla leið eða hluta út leiðinni. Lagt verður upp frá Drangsnesi kl 10:08 í fyrramálið. Nánari upplýsingar um tímaáætlun er að finna á þessari slóð.
...
Meira
Eldri færslur

Facebook

Hamingjumyndir

Leiðin upp Deildarskarð er lengri en ætla mætti. 

(Ljósm. og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón