A A A

Valmynd

Fréttir

Karl Ágúst Úlfsson og Ásdís Olsen mæta á Hamingjudaga

| 15. maí 2011
Karl og Ásdís á góðri stund - ljósm. Undur.is.
Karl og Ásdís á góðri stund - ljósm. Undur.is.
Hamingjudagar fá frábæra gesti í sumar því hamingjufrömuðirnir Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson ætla að mæta á hátíðina. Ásdís býður upp á opna vinnustofu í félagsheimilinu þar sem þátttakendur geta lært aðferðir til að auka hamingju sína. Ásdís hefur í vetur stjórnað þáttunum Hamingjan Sanna á Stöð 2 og lagt stund á jákvæða sálfræði undanfarin ár, auk þess sem hún er kennari í hugrænni atferlismeðferð og núvitund frá Bangor-háskóla. Karl Ágúst Úlfsson mun stjórna samfélags-trommuhring og flæði utandyra fyrir gesti og gangandi laugardaginn 2. júlí. Karl hefur um árabil verið einn ástsælasti leikari, skáld, þýðandi og listamaður þjóðarinnar....
Meira

Keppni um Hamingjulagið frestað

| 08. maí 2011
Ákveðið hefur verið að fresta keppninni um Hamingjulagið 2011 um 2-3 vikur. Fjöldi laga barst í keppnina, en skilafrestur í hana rann út 29. apríl. Nokkrir flytjendanna eiga um langan veg að fara og því var ákveðið að gefa mönnum aðeins meira svigrúm til að setja lög í lokaútgáfu og æfa raddböndin fyrir stóra kvöldið. Nánari dagsetning fyrir keppnina verður auglýst mjög fljótlega hér á vefnum og á Facebook :)

Námskeið í hláturjóga í Hamingjudagavikunni

| 02. maí 2011
Ásta Valdimarsdóttir
Ásta Valdimarsdóttir
Á Hamingjudögum 2011 verður sérstök áhersla lögð á að íbúar á Ströndum og nágrenni fái tækifæri til að finna og rækta innri hamingju. Hátíðin í ár verður því með örlítið breyttu sniði þar sem stefnt er að því að bjóða upp á ýmis námskeið sem tengjast sérstaklega viðfangsefni hátíðarinnar - hamingjunni einu og sönnu. 

Eitt af þeim námskeiðum sem boðið verður upp á er frábært námskeið undir stjórn Ástu Valdimarsdóttur hláturjógakennara. Ásta Valdimarsdóttir lærði hláturjóga í Noregi 2001 og hefur síðan haldið marga fyrirlestra og námskeið um fyrirbærið á Íslandi og í Noregi. Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 28. júní, hefst kl. 19:00 og tekur þrjá tíma. Tilgangurinn með því er að efla og styrkja líkama, huga og sál. Hláturjóga er blanda af hláturæfingum og jógaöndun....
Meira

Frestur til að skila inn lagi rennur út á föstudag!

| 27. apríl 2011

Nú nálgast óðum skilafrestur á lagi í keppni um Hamingjulagið 2011, en hann er til miðnættis föstudaginn 29. apríl. Keppnin sjálf verður haldin kl. 20:00 sunnudagskvöldið 8. maí ef nóg berst af lögum. Lagið má ekki hafa heyrst opinberlega áður og ekki er verra að textinn fjalli að einhverju leyti um hamingjuna, Hólmavík eða Hamingjudaga. Það er þó alls ekki skilyrði.

 

Sú breyting verður gerð að þessu sinni að Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mun sjá um skipuleggja og kosta stúdíóupptöku og útgáfu á laginu. Allar reglur varðandi keppnina má nálgast með því að smella hér.

 

Skila þarf lögum á geisladisk til Menningarmálanefndar í síðasta lagi föstudaginn 29. apríl, merkt Hamingjudagar á Hólmavík - Lagasamkeppni 2011, Höfðagata 3, 510 Hólmavík. Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Arnari Snæberg Jónssyni, í netfanginu tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 894-1941.

Og lögin hennar ömmu fá að hljóma...

| 26. apríl 2011
Söngvaskáldið Svavar Knútur er Strandamönnum að góðu kunnur, enda drengur góður innan sem utan. Hann ætlar að kíkja á okkur á fimmtudegi fyrir Hamingjudaga og halda tónleika í Hólmavíkurkirkju kl. 20:00 með lögum af nýjustu breiðskífu sinni, Amma. Platan sú inniheldur ýmis lög sem hann hefur tekið ástfóstri við í gegnum tíðina, en hún er tileinkuð ömmum tónlistarmannsins. Lögin eru flest komin til ára sinna og hafa verið sungin af eldri kynslóðum.

Svavar Knútur er einstakur tónlistarmaður sem fer létt með að syngja inn hamingju í hvert hjarta... og við hlökkum til að fá hann á Hamingjudaga 2011!

Leikhópurinn Lotta mætir með Mjallhvít og dvergana sjö

| 08. apríl 2011
Leikhópurinn Lotta - mynd af facebook Lottu.
Leikhópurinn Lotta - mynd af facebook Lottu.
Leikhópurinn Lotta heimsækir Hamingjudaga á Hólmavík sumarið 2011. Leikhópurinn var stofnaður árið 2006 og hefur sett upp eitt leikrit á hverju ári síðan þá, alltaf utandyra. Uppsetning þeirra í ár er byggð á ævintýrinu um Mjallhvíti og dvergana sjö sem allir ættu að þekkja. Lotta mætir á Hólmavík á laugardeginum og sýnir leikritið á Klifstúninu kl. 14:00. Eftir að leikverkinu lýkur fá allir krakkar tækifæri til að kynnast persónunum í leikritinu, knúsast aðeins í þeim og láta taka af sér myndir.

Ekki missa af Hamingjudögum helgina 1.-3. júlí í sumar!

Geirmundur og hljómsveit sjá um Hamingjuballið

| 07. apríl 2011
Sveiflukóngurinn með nikkuna - Ljósmynd: Örlygur Hnefill
Sveiflukóngurinn með nikkuna - Ljósmynd: Örlygur Hnefill

Geirmundur Valtýsson hefur verið iðinn við að halda frábæra dansleiki á Hólmavík undanfarin misseri. Nú hefur verið staðfest að þessi mikli sveiflukóngur mætir á Hamingjudaga á Hólmavík og heldur uppi fjöri í Félagsheimilinu fram á rauða nótt ásamt hljómsveit sinni.

Geirmund þarf ekki að kynna fyrir nokkrum manni; hann er fyrir löngu landsþekktur fyrir frábæra sveiflusmelli og óheft stuð og fjör á dansleikjum víða um land. Hljómsveitina skipa afskaplega liprir og færir hljóðfæraleikarar sem víla ekki fyrir sér að spila allar tegundir tónlsitar - allt frá fornum ræl og polka að nýjustu sumarsmellunum.
 

Hamingjumessa verður á sunnudegi

| 22. mars 2011
Litadýrð á Hólmavík -  
Mynd: Arnar S. Jónsson
Litadýrð á Hólmavík - Mynd: Arnar S. Jónsson

Allt frá því að fyrstu Hamingjudagarnir voru haldnir árið 2005 hefur verið haldin svokölluð Léttmessa í Hólmavíkurkirkju á sunnudegi kl. 11:00. Messan hefur jafnan verið vel sótt, fjörug og skemmtileg. Það er gaman að skýra frá því að engin breyting verður á þessu í ár og léttmessan verður á sínum stað á sunnudegi kl. 11:00.

Þeir sem vilja vera með atriði, sýna listir eða listaverk, leika, syngja eða grínast á Hamingjudögum eru hvattir til að hafa samband við Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúa í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Hamingjuhlaupið 2011

| 21. mars 2011
Hamingjusamir hlauparar á Hamingjudögum 2010
Hamingjusamir hlauparar á Hamingjudögum 2010

Nú hefur verið staðfest að Hamingjuhlaupið verður haldið í þriðja skipti laugardaginn 2. júlí í sumar. Að vanda er það Stefán Gíslason, hamingjusamur bóndasonur frá Gröf í Bitrufirði, sem stendur fyrir hlaupinu. Hlaupaleiðin að þessu sinni er þannig að lagt verður upp frá Gröf í Bitrufirði, hlaupið norður yfir Bitruháls, fyrir botn Kollafjarðar, upp í Deildarskarð utan við Litla-Fjarðarhorn, yfir Hvalsárdal og að Heydalsá í Steingrímsfirði. Þessi leið er um það bil 32 km. að lengd.

Líklegt er að hlaupið hefjist seinnipart dags og ljúki á hátíðarsvæðinu á Hólmavík um kvöldið, þannig að koma hlauparanna marki opnun á hinu víðfræga tertuhlaðborði Hólmvíkinga á Hamingjudögum. Tímasetningar verða þó betur auglýstar þegar nær dregur.

Fræðast má um Hamingjuhlaupið og fleiri hlaup á hlaupadagskrá Stefáns Gíslasonar í sumar með því að smella hér.

Lagasamkeppni Hamingjudaga 2011

| 21. febrúar 2011

Ákveðið hefur verið að efna til lagasamkeppni vegna Hamingjudaga á Hólmavík 2011. Skilafrestur á lagi í keppnina er til föstudagsins 29. apríl. Keppnin sjálf verður haldin kl. 20:00 sunnudagskvöldið 8. maí. Lagið má ekki hafa heyrst opinberlega áður og ekki er verra að textinn fjalli að einhverju leyti um hamingjuna, Hólmavík eða Hamingjudaga. Það er þó alls ekki skilyrði.

 

Sú breyting verður gerð að þessu sinni að Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mun sjá um skipuleggja og kosta stúdíóupptöku og útgáfu á laginu. Allar reglur varðandi keppnina má nálgast með því að smella hér.

 

Skila þarf lögum á geisladisk til Menningarmálanefndar í síðasta lagi föstudaginn 29. apríl, merkt Hamingjudagar á Hólmavík - Lagasamkeppni 2011, Höfðagata 3, 510 Hólmavík. Úrslitakeppnin fer svo fram í félagsheimilinu á Hólmavík og munu áhorfendur að vanda velja sigurlagið.

 

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Arnari Snæberg Jónssyni, í netfanginu tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 894-1941.

 

Eldri færslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón