A A A

Valmynd

Fréttir

Tómas Ponzi teiknar á Hamingjudögum

| 20. júní 2011
Portrett af garlagarli -
teiknađ af Tómas Ponzi
Portrett af garlagarli - teiknađ af Tómas Ponzi
Einn af fjölmörgum góðum gestum Hamingjudaga í ár er Tómas Ponzi teiknari. Tómas er Hólmvíkingum og fyrri gestum Hamingjudaga að góðu kunnur, en hann hefur tvisvar sinnum áður heimsótt okkur á Hamingjudögum. Hann mun sitja við iðju sína á Kaffi Galdri á föstudegi og laugardegi um Hamingjudagahelgina frá kl. 10-12 og 13-18 báða dagana.

Tómas er um 20 mínútur að teikna portrett og ekki skemmir verðið fyrir; ein mynd kostar aðeins kr. 1.200.- Það ætti enginn að vera svikinn af því að setjast í stólinn, slaka á í stutta stund og láta teikna af sér eina úrvals mynd.

Með því að smella hér og hér má sjá sýnishorn af portrettmyndum Tómasar. Við bjóðum hann innilega velkominn á Hamingjudaga!

Tímatafla fyrir Hamingjuhlaupiđ klár

| 20. júní 2011
Međ hamingjuna í hverju skrefi...
Međ hamingjuna í hverju skrefi...

Einn af stórviðburðum Hamingjudaga á hverju ári er Hamingjuhlaupið, en Strandamaðurinn víðförli Stefán Gíslason frá Gröf í Bitrufirði hefur staðið fyrir hlaupinu frá árinu 2009. Það er því haldið í þriðja skipti nú í ár. Hamingjuhlaupið er skemmtihlaup en ekki keppnishlaup utan þeirrar áskorunar sem felst í hlaupinu. Það er jafnframt við allra hæfi þar sem fólk ræður hversu langt það hleypur, en hægt er að koma inn í hlaupið á nokkrum áfangastöðum þess.

Hér til hægri, undir valflipanum "Hamingjuhlaupið 2011" er hægt að nálgast allar upplýsingar um hlaupið. Þar er jafnframt að finna tímatöflu hlaupsins, en hana geta menn nýtt sér til að sjá hvenær hentugt er að bætast í hópinn eða rúnta til að hvetja hlauparana. Við hvetjum sem flesta til að skoða tímatöfluna og taka þátt í þessum stórskemmtilega atburði.

Staður

Klukkan

Km búnir

Km eftir

Gröf í Bitru

16:00

0,0

35,5

Stóra-Fjarðarhorn

17:30

10,0

25,5

Litla-Fjarðarhorn

17:40

12,0

23,5

Heydalsá

18:58

20,9

14,6

Kirkjuból

19:13

23,5

12,0

Húsavík

19:34

26,9

8,6

Vegamót við Hrófá

19:46

29,0

6,5

Víðidalsá

20:02

31,7

3,8

Vegamót á Skeiði

20:18

34,4

1,1

Hátíðasvæði Hamingjudaga

20:25

35,5

0,0

 

Allt ađ gerast!

| 19. júní 2011
Frá íbúafundi um Hamingjudaga - ljósm. IV
Frá íbúafundi um Hamingjudaga - ljósm. IV
« 1 af 4 »
Nú fer undirbúningur fyrir Hamingjudaga að hefjast af fullum þunga. Frést hefur af mjög svo leynilegum fundum í bláa hverfinu sem og rauða hverfinu á Hólmavík nú í kvöld, sunnudagskvöld. Appelsínugulahverfungar munu vera seinna á ferðinni með sinn fund; hafa e.t.v. ofmetnast eftir sigur í skreytingakeppninni undanfarin þrjú ár. Úr gula hverfinu hafa borist sögur af gríðarlegri kjötkveðju- og undirbúningshátíð sem halda á í Sævangi fimmtudaginn 23. júlí.

Hvað sem öllu þessu líður er ljóst að baráttan um skreytingaverðlaunin verður hörð. Hún nær hámarki á laugardagskvöldið þegar skrúðgöngur hverfanna fara fram á laugardagskvöldið og enda við Fiskmarkaðinn þar sem boðið verður upp á Hnallþórulhlaðborð og Hamingjutóna eftir að langhlauparar úr Hamingjuhlaupinu hlaupa í hlað.

Sölubásar - tilkynniđ fyrir 20. júní!

| 15. júní 2011
Frá Hamingjudögum 2007
Frá Hamingjudögum 2007
Eins og undanfarin ár býðst áhugasömum aðilum að selja varning á sölubásum á Hamingjudögum. Hverjum bás fylgir borð og aðgangur að rafmagni ef með þarf. Staðsetning á básunum verður að líkindum í Fiskmarkaðnum, en einnig verður hægt að hafa borð úti við; allt fer það jú eftir geðþótta veðurguðanna :)

Möguleiki verður á að selja varning strax á föstudagskvöldi frá kl. 20:00 til 23:00 og síðan frá 13:00 til 19:00 laugardaginn 2. júlí. Aðilar heima í héraði ganga fyrir í sölubásana, en þeir verða að láta vita af því tímanlega vegna skipulagningar og mögulegrar aðkomu annarra söluaðila. 

Tekið verður við skráningum á sölubása til mánudagsins 20. júní. Vinsamlegast látið vita sem fyrst í tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í s. 8-941-941.

Vilt ţú koma fram á Hamingjutónum?

| 15. júní 2011
Kökuhlađborđ á Hamingjudögum
Kökuhlađborđ á Hamingjudögum
Á Hamingjudögum fá heimamenn og aðrir áhugasamir tónlistarmenn að spreyta sig ef þeir hafa áhuga á. Vettvangur til að koma fram með tónlsitaratriði gefst á Hamingjutónum sem fara fram laugardagskvöldið 2. júlí samhliða Hnallþóruhlaðborði Hamingjudaga sem er orðið geysivinsælt og fastur liður á hátíðinni.

Frestur til að tilkynna um tónlistaratriði á Hamingjutónana er til  20. júní. Eftir það verður ekki tekið við fleiri atriðum. Hafið samband í tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða hringið í Arnar í s. 8-941-941 ef þið hafið áhuga á að koma fram. Fyrstir koma, fyrstir fá!!

Fyrstu drög ađ dagskrá koma inn í kvöld

| 09. júní 2011
Í kvöld verður haldinn íbúafundur í Félagsheimilinu á Hólmavík um Hamingjudaga þar sem drög að dagskrá verða kynnt og farið verður yfir ýmis mál sem snúa að íbúum í Strandabyggð varðandi hátíðina. Strax eftir fundinn verða þessi fyrstu drög sett hér á vefinn undir "Dagskrá" og "Hamingjudagar 2011" flipunum hér vinstra megin á síðunni! Fylgist með þessu :)
 

Ţetta er ekki rommkútur, ţetta er skjaldbaka!

| 07. júní 2011
Smári Gunnarsson frumsýnir Skjaldbökuna föstudaginn 1. júlí
Smári Gunnarsson frumsýnir Skjaldbökuna föstudaginn 1. júlí

Einn af stórviðburðum Hamingjudaga á Hólmavík í ár er frumsýning á einleiknum Skjaldbakan. Verkið er leikið af höfundi þess, stórleikaranum og Strandamanninum Smára Gunnarssyni Grímssonar Benediktssonar Grímssonar Benediktssonar. Leikstjóri verksins er Árni Grétar Jóhannsson. Skjaldbakan verður frumsýnd föstudagskvöldið 1. júlí kl. 20:00 og önnur sýning verður laugardaginn 2. júlí kl. 11:00 um morguninn. Sýningarnar fara fram í Bragganum.

Verkið byggir á þeim stóratburði þegar risaskjaldbaka kom að landi á Hólmavík árið 1963. Ungur maður kynnist veiðimanninum og þótt þeir fari í sitt hvora áttina eru órjúfanleg tengsl milli þeirra. Veiðimaðurinn tekur loforð af unga manninum að passa upp á bát fyrir sig þegar hann flytur frá þorpinu. Þegar báturinn dúkkar upp mörgum árum seinna og minningar um veiðimanninn og skjaldbökuna streyma fram koma einnig fram leyndir draumar hins unga manns um veiðimennsku, sjómennsku og almenna karlmennsku. Allt kristallast þetta auðvitað í einu merkasta afreki veiðimannsins, skjaldbökuævintýrinu.

Miðaverð á atburðinn er aðeins kr. 1.500.- Miðapantanir hjá Stínu í síma 867-3164!

Nánar á http://skjaldbakanleiksyning.blogspot.com/ og á http://vimeo.com/24648376.
 

Íbúafundur á fimmtudag kl. 20:30

| 06. júní 2011
Almennur íbúafundur vegna Hamingjudaga verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 9. júní kl. 20:30.  

Á fundinum verður farið yfir ítarleg drög að dagskrá Hamingjudaga, en hún er óðum að fæðast þessa dagana. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar mun fara yfir einstaka dagskrárliði á fundinum og  þær breytingar sem fyrirhugað er að gera á hátíðinni nú í ár. Einnig verður m.a. skýrt frá því hvaða aðilar munu sjá um að vera skreytingastjórar fyrir hvert hverfi fyrir sig.  

Í framhaldi af fundinum sjálfum gefst síðan tækifæri fyrir íbúa í hverju hverfi fyrir sig til að setjast niður með sínum skreytingastjórum og kortleggja hvernig fara eigi með sigur af hólmi í skreytingakeppninni, en eins og á síðasta ári verða veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið / lóðina, best skreytta hverfið, besta slagorðið og flottustu fígúruna.  

Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni á fundinum, góð stemmning mun svífa yfir vötnum og lögin um hamingjuna verða á grammófóninum. Þetta er eini almenni íbúafundurinn sem verður haldinn í tengslum við Hamingjudaga - ekki missa af honum!

Vornótt á Ströndum er Hamingjulag ársins 2011!!

| 23. maí 2011
Stoltur lagahöfundur - ljósm. Jón Jónsson
Stoltur lagahöfundur - ljósm. Jón Jónsson
Lagasamkeppni Hamingjudaga var haldin föstudagskvöldið 20. maí. Skemmst er frá því að segja að keppnin tókst afar vel, gestir fjölmenntu á viðburðinn og kusu á milli sex fjölbreyttra og skemmtilegra laga. Þegar úrslitin voru síðan tilkynnt og upplýst um nöfn höfunda kom í ljós að sigurlagið var Vornótt á Ströndum í flutningi Aðalheiðar Lilju Bjarnadóttur og Elínar Ingimundardóttur, en lagið er eftir Ásdísi Jónsdóttur á Hólmavík sem hefur nú farið með sigur af hólmi þrjár hamingjulagakeppnir í röð. Ásdís hlaut glæsileg verðlaun fyrir sigurinn, m.a. frá KSH og Sundhana. Fljótlega verður hugað að upptökum og útgáfu á laginu sem er líflegt og fjörugt.

Hamingjulagiđ valiđ nćsta föstudag!

| 17. maí 2011
Hamingjulagiđ 2010 flutt á sviđi - ljósm. Jón Jónsson
Hamingjulagiđ 2010 flutt á sviđi - ljósm. Jón Jónsson
Lagasamkeppni Hamingjudaga verður haldin næstkomandi föstudagskvöld, þann 20. maí, í Félasgheimilinu á Hólmavík. Hvorki fleiri né færri en sjö lög keppa um að verða kosið Hamingjulagið 2011, en áhorfendur í sal fá það hlutverk að kjósa það lag sem þeim finnst best. Stigahæsta lagið fer síðan með sigur af hólmi og verður gefið út fyrir Hamingjudagana sem fara fram 1.-3. júlí í sumar. Nöfnum höfunda er haldið leyndum þar til úrslit liggja fyrir, en allnokkrir flytjendur ferðast um langan veg til að taka þátt í keppninni í ár. Lagaflóran er allt frá djassskotnum vísnasöng að teknói. Allir eru hjartanlega velkomnir á keppnina, en aðgangseyrir er aðeins kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn á grunnskólaaldri.
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón