A A A

Valmynd

Bođsbréf

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 08. febrúar 2017

Sveitarstjórn Strandabyggðar ásamt nefndafólki, starfsmönnum sveitarfélagsins, Sorpsamlagi Strandasýslu, starfstöðvum í Þróunarsetri og öðrum  sem áhuga hafa er boðið til kynningar á hugmyndum nemenda í 8. – 10. bekk um það sem hægt er að gera til hagsbóta fyrir heimabyggðina.
Kynningin fer fram í Hnyðju klukkan 13:00 föstudaginn 10. febrúar.
Kynningin er hluti af verkefninu Landsbyggðin lifi – Framtíðin er núna! sem nemendur hafa tekið þátt í í vetur. Kynntar verða þær fimm hugmyndir sem fóru fyrir dómnefnd en af þeim unnu tvær til verðlauna föstudaginn 3. janúar sl.

Dagskrá
Kynning: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir 
Tónlist: Díana Jórunn Pálsdóttir og Borgar Þórarinsson
Kynning á hugmyndum nemenda: Ásbjörn Nói Jónsson, Elín Victoría Gray, Svanur Eðvald Halldórsson, Alma Lind Ágústsdóttir og Díana Jórunn Pálsdóttir.
Ávarp: Andrea Kristín Jónsdóttir 
Veitingar: Kristjana Eysteinsdóttir og nemendur í 8. - 10. bekk

Íţróttahátíđ Grunnskólans á Hólmavík

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 29. janúar 2017
Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík verður mánudaginn 30. janúar klukkan 18:00 - 20:00 í Íþróttamiðstöðinni. Þar bregða nemendur á leik í ýmsum íþróttum og bjóða foreldrum að taka þátt. Upplýst verður um niðurstöðu í vali Íþróttamanns Strandabyggðar 2016 og Félagsmiðstöðin OZON selur samlokur og safa til styrktar starfsemi sinni. Umsjón með hátíðinni hefur Valgeir Guðmundsson. 

ATH. Íţróttahátíđ frestađ

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 16. janúar 2017
Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík hefur verið frestað til 30. janúar nk. vegna veikinda.

Íţróttahátíđ Grunnskólans

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 15. janúar 2017
Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík verður mánudaginn 16. janúar klukkan 18:00 - 20:00 í Íþróttamiðstöðinni. Þar bregða nemendur á leik í ýmsum íþróttum og bjóða foreldrum að taka þátt. Upplýst verður um niðurstöðu í vali Íþróttamanns Strandabyggðar 2016 og Félagsmiðstöðin OZON selur samlokur og safa til styrktar starfseminni. Umsjón með hátíðinni hefur Valgeir Guðmundsson. 

Gleđilegt nýtt ár

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 01. janúar 2017
Gleðilegt nýtt ár 2017 og bestu þakkir fyrir samstarfið á liðnu ári.
Kennsla í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík hefst að loknu jólafríi þriðjudaginn 3. janúar samkvæmt stundaskrá.

Tónleikar Tónskólans og Litlu jólin

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. desember 2016
Tónleikar Tónskólans verða haldnir þriðjudaginn 13. desember klukkan 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Þar koma nemendur skólans fram og flytja fjölbreytta dagskrá. Stjórnendur eru Vera Ósk Steinsen og Gunnur Arndís Halldórsdóttir. Allir velkomnir.

Litlu jól Grunn- og Tónskólans verða fimmtudaginn 15. desember klukkan 13:00 - 15:00 í Félagsheimilinu. Þar flytja nemendur dagskrá á sviði og síðan verður gengið í kringum jólatréð. Jólasveinarnir mæta og hljómsveitin Grunntónn spilar.
Allir velkomnir.

Vísindaţemadagar í Grunnskólanum

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 29. nóvember 2016

Þemadagar tengdir vísindum verða dagana 30. nóv. - 2. des.

Nemendur fara á milli stöðva og spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum, setja fram tilgátur, framkvæma tilraunir og skila skýrslum. Gerðar verða tilraunir með rafmagn, loftþrýsting, búinn verður til töfrasandur og lavalampi og unnið að rannsóknum með smásjá og víðsjá, unglingadeildin spreytir sig á krufningu og þeir yngri gera tilraunir með listsköpun, allir gera rannsóknir á sjávarfangi og læra ný tungumál auk þess að tefla og læra ný spil. Gestakennarar koma í heimsókn og foreldrar eru velkomnir í skólann hvenær sem er.

TABÚ á Drangsnesi

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 24. október 2016

Föstudaginn 28. október heimsækja þær Freyja Haraldsdóttir og Embla Guðrúnardóttir Ágústsdóttir Grunnskólann á Drangsnesi og ætla að fræða nemendur, kennara og aðra áhugasama um fötlunarfordóma og mannréttindi í Félagsheimili
Grunnskólanum á Hólmavík hefur verið boðið að taka þátt í TABÚ deginum og stefnt er að því að allir fari með skólabíl á Drangsnes.
Klukkan 10:30 - 12:00 er fræðsla fyrir 11 ára og yngri
Klukkan 13:00 - 14:30 er fræðsla fyrir 12 ára og eldri. Á sama tíma býðst starfsfólki, foreldrum og öðrum áhugasömum að mæta.
Nánari upplýsingar um tilhögun ferða frá Hólmavík verða sendar foreldrum í tölvupósti.
Hægt er að kynna sér TABÚ á www.tabu.is


Fjármálavit

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 13. október 2016
Samtökin  fjármálafyrirtækja hafa undanfarin tvö ár staðið fyrir skólaheimsóknum í 10. bekki með námsefni um fjármál - FjármálavitNámsefnið er þróað í samstarfi við kennaranema og er ætlað að mæta þörfinni á samræmdu kennsluefni í fjármálafræðslu í grunnskólum.
Fjármálavit heimsótti nemendur Grunnskólanna á Hólmavík og Reykhólum í Hnyðju 13. október

Foreldrafundur - Heimsókn Menntamálastofnunar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 28. september 2016
Foreldrafundur með lestrarráðgjöfum Menntamálastofnunar verður klukkan 17:00 í Grunnskólanum á Hólmavík.

Vegna fundar Menntamálastofnunar með kennurum Grunnskólans á Hólmavík fellur öll kennsla niður klukkan 14:00-16:00. Skólabíll fer frá skólanum klukkan 14:00.
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir