Stuðningsfulltrúi 100% starf
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 29. janúar 2018
Grunnskólinn á Hólmavík og Tómstundafulltrúi Strandabyggðar auglýsa saman eftir stuðningsfulltrúa í 100% starf. Sjá nánar undir Laus störf.
Fimmtudaginn 1. júní klukkan 16:00 munu nemendur í umhverfisnefnd Grunnskólans á Hólmavík og Pokastöðin Strandir afhenda fulltrúum Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík 75 fjölnota poka. Á nýliðnum umhverfisdegi skólans bjuggu nemendur til poka úr bolum sem íbúar á Ströndum gáfu sérstaklega til verkefnisins.
Grunnskólinn á Hólmavík er grænfánaskóli sem leggur sig fram um að vinna í þágu umhverfisins.
Pokastöðin Strandir er hluti af samfélagi pokastöðva víðs vegar um landið sem eru í samstarfi við alþjóðlega verkefnið Boomerang bags.