A A A

Valmynd

Stuðningsfulltrúi

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 24. janúar 2018
Grunnskólinn á Hólmavík auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í afleysingar. Sjáið nánar undir Laus störf í Strandabyggð.

Lýðheilsudagur - Íþróttahátíð grunnskólans

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 10. janúar 2018
Umhverfisnefnd Grunnskólans á Hólmavík og Íþróttamiðstöðin á Hólmavík halda sameiginlega lýðheilsudag og íþróttahátíð 17. janúar 2018.
Dagskráin hefst í Félagsheimilinu á Hólmavík klukkan 17:00 þar verða stuttir fyrirlestrar: Esther Ösp Valdimardóttir, Jón Eðvald Halldórsson, Birna Karen Bjarkadóttir og aðalfyrirlesari Sigurjón Ernir Sturluson íþróttafræðingur.
Vörukynningar úr heimabyggð verða í gangi og tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Strandabyggðar 2018.
Íþróttahátíð grunnskólanema hefst í Íþróttamiðstöðinni að lokinni dagskrá í Félagsheimili. 

Viðburðir í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 12. desember 2017
Tónleikar Tónlistarskólans á Hólmavík verða fimmtudaginn 14. desember klukkan 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Allir eru velkomnir á tónleikana.

Leikritið Jóladagatalið verður sýnt föstudaginn 15. desember klukkan 17:00 í Félagsheimilinu, önnur sýning mánudaginn 18. desember klukkan 18:00. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna. Leikstjóri er Ingibjörg Emilsdóttir.

Litlu jól Grunnskólans verða þriðjudaginn 19. desember klukkan 13:00 - 15:00 í Félagsheimilinu. Þar leika nemendur og syngja eins og þeim einum er lagið. Gengið verður í kringum jólatréð og jólasveinarnir mæta. Allir velkomnir.

Stofujól í Grunnskólanum verða miðvikudaginn 20. desember. Nemendur mæta þá klukkan 11:00 og eiga rólega stund með umsjónarkennara og bekknum. Stofujólum lýkur klukkan 12:00 og þá fara allir heim. Að stofujólum loknum hefst jólafrí nemenda við Grunnskólann á Hólmavík. Kennsla hefst aftur 3. janúar 2018 samkvæmt stundaskrá. 

Skólaakstur fellur niður

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 21. nóvember 2017
Skólaakstur fellur niður í dag þriðjudag 21. nóvember vegna veðurs og ófærðar.

Foreldrar eru minntir á að meta sjálfir aðstæður þegar veður eða veðurútlit er vont eða líkur á ófærð. Þeir sem vilja halda börnum sínum heima, sé skóla ekki aflýst formlega, er velkomið að gera það. Í þeim tilfellum er mikilvægt að tilkynnt sé um fjarveru nemandans til skólans svo ekki leiki vafi á því hvort hann sé úti í óveðrinu eða ekki.

Fræðsla gegn einelti og neikvæðum samskiptum

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 05. september 2017
Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands er væntanleg til Hólmavíkur. Sérsvið hennar er einelti, tómstunda- og leiðtogafræði. Hún hittir alla nemendur grunnskólans, alla foreldra og allt starfsfólk grunnskóla, tómstunda og íþróttastarfs. Vanda fjallar um einelti og neikvæð samskipti 

Þann 6. september, klukkan 17:00 - 18:30 verður fræðsla fyrir foreldra í Hnyðju, neðstu hæð Þróunarseturs. 
Það er afar mikilvægt að allir fái fræðslu um málefnið og verkfæri sem tiltæk eru í baráttunni gegn einelti.
Mætum öll.

Skólasetning

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 18. ágúst 2017
Grunnskólinn á Hólmavík verður settur í Hólmavíkurkirkju þriðjudaginn 22. ágúst klukkan 13:00. Að því loknu verður gengið í skólann og nemendur hitta umsjónarkennara sína. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi mun kynna samfelldan dag barna í 1.-4. bekk fyrir foreldrum og nemendum. 
Allir eru velkomnir á skólasetningu.

Athugið að sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið að greiða fyrir námsgögn nemenda við Grunnskólann á Hólmavík.

Pokar

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 31. maí 2017
« 1 af 2 »

Fimmtudaginn 1. júní klukkan 16:00 munu nemendur í umhverfisnefnd Grunnskólans á Hólmavík og Pokastöðin Strandir afhenda fulltrúum Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík 75 fjölnota poka. Á nýliðnum umhverfisdegi skólans bjuggu nemendur til poka úr bolum sem íbúar á Ströndum gáfu sérstaklega til verkefnisins.

Grunnskólinn á Hólmavík er grænfánaskóli sem leggur sig fram um að vinna í þágu umhverfisins.

Pokastöðin Strandir er hluti af samfélagi pokastöðva víðs vegar um landið sem eru í samstarfi við alþjóðlega verkefnið Boomerang bags.

 

Skólaslit

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 31. maí 2017
Skólaslit Grunn- og Tónskólans á Hólmavík verða föstudaginn 2. júní klukkan 12:00 í Hólmavíkurkirkju. Allir velkomnir.

Tónleikar Tónskólans

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 15. maí 2017
Tónleikar Tónskólans verða í Hólmavíkurkirkju þriðjudaginn 16. maí klukkan 19:30. Nemendur syngja og leika eins og þeim einum er lagið. Stjórnendur eru Vera Ósk Steinsen og Gunnur Arndís Halldórsdóttir. Allir velkomnir!

Blái hnötturinn - sýning 7. apríl, klukkan 14:00

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 05. apríl 2017
Grunn- og tónskólinn á Hólmavík býður á sýningu á leikverkinu Blái hnötturinn í Félagsheimilinu á Hólmavík, föstudaginn 7. apríl klukkan 14:00.
Verkið er unnið eftir bók Andra Snæs Magnasonar Blái hnötturinn.
Nemendur hafa síðustu daga unnið að sýningunni á fjölbreyttan hátt með upplestri, leik, söng, dansi, myndlist, kvikmyndagerð, búningahönnun, hljóðvinnslu, tæknivinnu og skreytingum undir stjórn starfsmanna grunnskólans.
Að sýningu lokinni hefst páskaleyfi en kennsla hefst aftur þriðjudaginn 18. apríl nk.
Allir eru hjartanlega velkomnir!
Eldri færslur

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Janúar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Næstu atburðir