A A A

Valmynd

Atvinna í bođi

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 15. apríl 2016

Grunnskólinn á Hólmavík

 

Lausar stöður kennara og stuðningsfulltrúa

við Grunnskólann á Hólmavík skólaárið 2016-2017

 

  • Staða íþróttakennara. Um er að ræða kennslu og þjálfun í samstarfi skólans og íþróttahreyfingarinnar á svæðinu. Meðal kennslugreina eru skólaíþróttir, sund, skólahreysti og þjálfun íþróttagreina.
  • Staða tónlistarkennara. Meðal kennslugreina er gítar, bassagítar, og trommur.
  • Staða grunnskólakennara. Meðal kennslugreina er enska, danska, stærðfræði og  náttúrugreinar.
  • Staða grunnskólakennara eða uppeldismenntaðs starfsmanns í sérkennslu. Þekking og reynsla í atferlisþjálfun og leyfisbréf á uppeldissviði er skilyrði.
  • Tvær stöður stuðningsfulltrúa. Um hlutastörf er að ræða.  Meðal þess sem felst í starfinu er vinna með nemendum í nánu samstarfi við umsjónarkennara og sérkennsluteymi.

 

Umsækjendur um kennarastarf þurfa að hafa leyfisbréf. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu, samkennslu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum LN og KÍ en samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði vegna stöðu stuðningsfulltrúa.

 

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2015.

 

 

Nánari upplýsingar veitir

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430

 

Umsóknum með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina þar sem við á ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík

 

Grunnskólinn á Hólmavík er samrekinn grunn- og tónskóli með um 60 nemendum í 1. – 10. bekk þar sem lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám og samvinnu.  Skólinn er  Grænfánaskóli og áhersla er lögð á umhverfismennt. Hefð er fyrir leiklist og tónlist í skólastarfinu og samvinnu við samfélagið. Við skólann starfar 20 manna samhentur hópur. Félagsmiðstöð ungmenna hefur aðstöðu í skólanum.

Í Strandabyggð búa tæplega 470 manns þar af 340 manns í þéttbýliskjarnanum Hólmavík. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar og mikil náttúrufegurð. 

 

Lífiđ er blátt á mismunandi hátt

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 31. mars 2016

Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN föstudaginn 1. apríl

Föstudaginn 1.apríl ætla nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan.

Hægt er að setja myndir á instagram og facebook og merkja þær með myllumerkinu #blarapril
Stöndum saman og fögnum fjölbreytileikanum.

Páskafrí og ball á Bessastöđum

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 18. mars 2016
Að loknum skóladegi í dag halda nemendur Grunn- og Tónskólans í páskafrí.
Síðustu daga hafa nemendur tekið virkan þátt í Barnamenningarhátíð, bæði staðið fyrir viðburðum og tekið þátt í því sem í boði er. Ekki er þó allt búið enn og Grunnskólinn á Hólmavík og Leikfélag Hólmavíkur frumsýna leikritið Ballið á Bessastöðum í Félagsheimilinu á Hólmavík 18. mars klukkan 20:00. Höfundur leikverks er Gerður Kristný og tónlistin er eftir Braga Valdimar Skúlason.
Önnur sýning verður klukkan 14:00 sunnudaginn 20. mars.
Þá koma nemendur Tónskólans fram laugardaginn 19. mars klukkan 12:00 í Félagsheimilinu ásamt Jóni Víðis töframanni og fleiri atriðum á Festivali Húllumhæ.
Kennsla hefst aftur eftir páska þriðjudag 29. apríl.

Bára Örk í 3.-4. sćti

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 15. mars 2016
Laugardaginn 12. mars 2016 voru afhent verðlaun og viðurkenningar þeim nemendum sem náðu bestum árangri í Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi en hún var haldin 26. febrúar síðastliðinn.
Veður var með versta móti en þrátt fyrir það var mæting keppenda og aðstandenda þeirra góð.
Peningaverðlaun voru fyrir efstu þrjú sætin í hverjum bekk en 10 efstu fengu sérstök viðurkenningarskjöl....
Meira

Skólahreysti

| 08. mars 2016
Á morgun, miðvikudaginn 9. mars, munu 6 nemendur Grunnskólans á Hólmavík úr 8. - 10. bekk keppa í Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ kl. 13:00. Sigurgeir Guðbrandson og Harpa Dögg Halldórsdóttir munu keppa í hraðabraut, Ingibjörg Jónsdóttir og Guðbjartur Þór Elíasson keppa í einstaklingsgreinum, Alma Ágústsdóttir og Vilhjálmur John Gray eru varamenn. Við hvetjum alla þá sem geta að mæta á svæðið og hvetja keppendur okkar til dáða.

Kynning á dreifnámi FNV

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 08. mars 2016
Kynning fyrir foreldra, nemendur í 8. - 10. bekk og aðra sem áhuga hafa verður í setustofu Grunnskólans á Hólmavíkfimmtudaginn 10. mars klukkan 11:00. Á fundinn mæta Þorkell V. Þorsteinsson aðstoðarskólameistari, Margrét Helga Hallsdóttir námsráðgjafi, Eiríkur Valdimarsson umsjónarmaður dreifnáms á Hólmavík auk fulltrúa nemendafélagsins. 

Stóra upplestrarkeppnin

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 02. mars 2016
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Ströndum og í Reykhólasveit verður miðvikudaginn 2. mars klukkan 17:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík.
Nemendur í 7. bekk úr Grunnskólanum á Drangsnesi, Reykhólaskóla og Grunnskólanum á Hólmavík lesa upp fyrir gesti og keppa um leið að veglegum verðlaunum. Dómnefnd skipa fulltrúi Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn og einstaklingar úr héraði. Nemendur úr unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík flytja tónlist  og kaffi og meðlæti er í boði foreldra í 7. bekk.
Allir velkomnir! 

Enginn skólaakstur í dag 16. febrúar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 16. febrúar 2016
Athugið að skólahald verður í Grunnskólanum á Hólmavík í dag en foreldrar beðnir að tilkynna í síma 451 3430 kjósi þeir að hafa börnin heima.

Skólaakstur úr Kollafirði og Tungusveit og af Langadalsströnd fellur niður í dag vegna veðurs.  

SKÓLAHALD FELLUR NIĐUR Í DAG VEGNA VEĐURS OG ÓFĆRĐAR

| 05. febrúar 2016
Allt skólahald í Strandabyggð fellur niður í dag vegna veðurs og ófærðar.

Íţróttahátíđ 18. janúar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 17. janúar 2016

Íþróttahátíð 2016

-dagskrá

18:00       Innganga

18:05       3. og 4. bekkur – skólahreysti á móti foreldrum

18:20       1. og 2. bekkur – boðhlaup á móti foreldrum

18:30       1. og 2. bekkur – kasta í bolta í miðju

18:40       3. og 4. bekkur – brennó

18:50       Allir nemendur og foreldrar – skotbolti

19:00       5. – 7. bekkur – kíló

19:10       5. – 7. bekkur – brennó við foreldra

19:20       8. – 10. bekkur – dodgeball

19:30       8. – 10. bekkur – kínamúrinn á móti foreldrum

19:40       10. bekkur skorar á starfsmenn G.H. í Bandý

19:50       Val á íþróttamanni Strandabyggðar tilkynnt

 

A.T.H. Tímasetningar eru einungis til viðmiðunar og geta breyst án fyrirvara.

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Febrúar 2025 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nćstu atburđir