Norrćna skólahlaupiđ og Einar Mikael töframađur
Sama dag verður Einar Mikael töframaður með sýningu fyrir nemendur Grunnskólans og elstu nemendur leikskólans klukkan 13:30 í Félagsheimilinu.
Allir aðilar skólasamfélagsins vinna að mótun framtíðarsýnar og stefnu Grunnskólans á Hólmavík.
Foreldrar nemenda í skólanum fá gott tækifæri til að hafa áhrif og taka þátt.
Fimmtudaginn 3. maí klukkan 16:30 verður fundur í setustofu skólans.
Dagskrá fundarins:
1) Sýn og stefna grunnskóla.
2) Framtíðarsýn og 10 ára sýn.
Fundarstjóri er Kristrún Lind Birgisdóttir
Foreldrar eru hvattir til að mæta og hafa áhrif á framtíðarsýn og stefnu.
Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 22. mars, klukkan 17:00.
Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn bjóða þér á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar.
Á hátíðinni munu nemendur frá Reykhólaskóla og Grunnskólanum á Hólmavík lesa ljóð og brot úr skáldverki. Dómnefnd mun velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Fram koma einnig sigurvegari upplestrarkeppninnar frá því í fyrra og fulltrúar Tónlistarskólans á Hólmavík.
Allir velkomnir!