A A A

Valmynd

Norrćna skólahlaupiđ og Göngum í skólann

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 28. september 2016
Norræna skólahlaupið verður 28. september klukkan 13:20. Hlaupið verður í Borgunum og hægt að fara mismunandi vegalengdir 2,5 - 5 eða 10 km. Að hlaupi loknu halda nemendur heim.
29. september hefst svo átakið Göngum í skólann. Það stendur yfir í eina viku og lýkur fimmtudaginn 6. október. Á sama tíma eru allir hvattir til að ganga í skóla og ganga til vinnu sé þess einhver kostur. Skólabíll stöðvar við Félagsheimili og nemendur ganga þaðan. 

Ađalfundur foreldrafélagsins

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 07. september 2016
Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn í Hnyðju miðvikudaginn 14. september klukkan 20:30.
Dagskrá:
1. Skýrsla formanns
2. Ársreikningur
3. Val á nýjum stjórnarmönnum
4. Val á bekkjarfulltrúum
5. Val á fulltrúa í Grænfánanefnd
6. Önnur mál
Foreldrafélagið er skemmtilegur og uppbyggilegur vettvangur fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða í skólaumhverfinu og óskum við eindregið eftir fólki til starfa bæði í stjórn og sem bekkjafulltrúar
Stjórnin

Heimili og skóli - Kynning fyrir foreldra

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 05. september 2016
Kynning fyrir foreldra á Læsissáttmála Heimilis og skóla verður í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 8. september klukkan 18:00.
Vonumst til að sjá ykkur öll.

Heimili og skóli 
Landssamtök foreldra

Skólasetning Grunnskólans á Hólmavík

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 18. ágúst 2016
Grunnskólinn á Hólmavík verður settur mánudaginn 22. ágúst klukkan 12:00 í Hólmavíkurkirkju. Að setningu lokinni verður gengið í skólann þar sem nemendur hitta umsjónarkennara sína í kennslustofu bekkjarins.
Starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík hlakkar til samstarfsins skólaárið 2016-2017. 

Skólasetning 22. ágúst - ritfangapakki.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 07. ágúst 2016
Nú líður að því að skólaárið 2016 - 2017 hefjist en starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík mætir til undirbúningsvinnu mánudaginn 15. ágúst nk. Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst klukkan 12:00 og skólastarfið hefst samkvæmt stundaskrá daginn eftir.
Líkt og síðastliðið haust býðst foreldrum að kaupa ritfangapakka á hagstæðu verði fyrir nemendur í skólanum.
Nánari upplýsingar þegar nær dregur. Njótum sumardaganna og leikum okkur sem mest.



 

Skólaslit

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 01. júní 2016
Skólaslit Grunn- og Tónskólans á Hólmavík verða föstudaginn 3. júní klukkan 12:00 í Hólmavíkurkirkju.
Allir velkomnir

Tónleikar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 12. maí 2016
Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík verða haldnir miðvikudaginn 18. maí klukkan 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Nemendur flytja fjölbreytta tónlist eins og þeim einum er lagið. Stjórnendur eru Vera Ósk Steinsen og Gunnur Arndís Halldórsdóttir.

Allir velkomnir

Umhverfisţing

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. maí 2016
Sveitarfélagið Strandabyggð heldur Umhverfisþing á Hólmavík, miðvikudaginn 11. maí nk. Á þinginu kynnir Lína Björg Tryggvadóttir verkefnisstjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfjarða umhverfisvottunarferli Earth Check sem öll sveitarfélög á Vestfjörðum taka þátt í. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS fjallar um verkefnið „Plaspokalausir Vestfirðir“ sem verið er að hleypa af stokkunum og framkvæmdastjóri Orkuseturs, Sigurður Ingi Friðleifsson talar um orkusparnað frá ýmsum hliðum....
Meira

Skólahreystiferđ

| 02. maí 2016
Í byrjun mars hélt unglingadeild skólans til Garðabæjar og keppti í Skólahreysti. Ekki komust þau á pall í þetta sinn en ferðin var skemmtileg og lærdómsrík. Hér er hægt að sjá myndir af okkar keppendum á mótinu.

Atvinna í bođi

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 15. apríl 2016

Grunnskólinn á Hólmavík

 

Lausar stöður kennara og stuðningsfulltrúa

við Grunnskólann á Hólmavík skólaárið 2016-2017

 

  • Staða íþróttakennara. Um er að ræða kennslu og þjálfun í samstarfi skólans og íþróttahreyfingarinnar á svæðinu. Meðal kennslugreina eru skólaíþróttir, sund, skólahreysti og þjálfun íþróttagreina.
  • Staða tónlistarkennara. Meðal kennslugreina er gítar, bassagítar, og trommur.
  • Staða grunnskólakennara. Meðal kennslugreina er enska, danska, stærðfræði og  náttúrugreinar.
  • Staða grunnskólakennara eða uppeldismenntaðs starfsmanns í sérkennslu. Þekking og reynsla í atferlisþjálfun og leyfisbréf á uppeldissviði er skilyrði.
  • Tvær stöður stuðningsfulltrúa. Um hlutastörf er að ræða.  Meðal þess sem felst í starfinu er vinna með nemendum í nánu samstarfi við umsjónarkennara og sérkennsluteymi.

 

Umsækjendur um kennarastarf þurfa að hafa leyfisbréf. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu, samkennslu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum LN og KÍ en samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði vegna stöðu stuðningsfulltrúa.

 

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2015.

 

 

Nánari upplýsingar veitir

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430

 

Umsóknum með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina þar sem við á ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík

 

Grunnskólinn á Hólmavík er samrekinn grunn- og tónskóli með um 60 nemendum í 1. – 10. bekk þar sem lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám og samvinnu.  Skólinn er  Grænfánaskóli og áhersla er lögð á umhverfismennt. Hefð er fyrir leiklist og tónlist í skólastarfinu og samvinnu við samfélagið. Við skólann starfar 20 manna samhentur hópur. Félagsmiðstöð ungmenna hefur aðstöðu í skólanum.

Í Strandabyggð búa tæplega 470 manns þar af 340 manns í þéttbýliskjarnanum Hólmavík. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar og mikil náttúrufegurð. 

 

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir