A A A

Valmynd

Jafnrétti og aðstaða flóttafólks

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 25. febrúar 2019
Nemendur á miðstigi í Grunnskólanum á Hólmavík hafa undanfarið unnið að verkefnum tengdum jafnrétti og beint sjónum sínum að aðstöðu flóttafólks í heiminum.
Á morgun þriðjudag 26. febrúar 2019 langar þau að bjóða gestum og gangandi að líta á verkefni sín. Nemendur velta fyrir sér eigin getu til aðgerða, hvað þau gætu gert til að hafa áhrif og unnu lokaverkefni sín út frá því. Um er að ræða, bréf, ræður og myndbönd auk peninga- og fatasöfnunar sem áhugasamir geta lagt lið.

Í sama dúr hafa nemendur á unglingastigi útbúið #WeDontDoWhatTheyCantDo á Twitter og Instagram, endilega fylgist með því.
Heimsóknin fer fram í heimastofu miðstigsins á morgun kl 12-12:20. Öll velkomin

Sveitarstjórnarfundur 1285 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. febrúar 2019

Sveitarstjórnarfundur 1285 í Strandabyggð


Fundur nr. 1285 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12. febrúar 2019 kl 16:00 í Hnyðju.


 


 


Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira

Slagverksnámskeið

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 07. febrúar 2019

Kynning á slagverki fyrir ungt fólk

Jón G. Breiðfjörð Álfgeirsson mun halda slagverks námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 8-15 ára þann 9. og 10. febrúar
Námskeiðið fer fram í Tónskólanum á Hólmavík
Kostar 10.000 á barn (15 þúsund á systkini)
Muna að taka með sér góða skapið.
Tímasetning:
9.febrúar
13:00-15:00
16:00-18:00
10. febrúar
11:00-13:00
14:00-16:00
Eldri trommarar gætu fengið námskeið að kvöldi.

Íþróttahátíð og íþróttamaður Strandabyggðar

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 28. janúar 2019
Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík verður haldin þriðjudaginn 29. janúar 2019, klukkan 17:00 í Íþróttamiðstöðinni.
Nemendur bjóða foreldrum og öðrum gestum til hollrar hreyfingar, leiks og skemmtunar.
Tilkynnt verður um val Íþróttamanns Strandabyggðar og veglegur verðlaunagripur afhentur.
Félagsmiðstöðin Ozon sér um samlokusölu.
Allir velkomnir.


Verðlaunaafhending Landsbyggðarvina

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 25. janúar 2019
Verðlaunaafhending Landsbyggðarvina verður í Hnyðju laugardaginn 26. janúar klukkan 13:00 - 14:00.

Verðlaun verða afhent í samkeppninni Heimabyggðin mín - framtíðin er núna!
Nemendur kynna verðlaunahugmyndir
Tónlistaratriði
Léttar veitingar
Góðir gestir

Allir velkomnir

Litlu jólin

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 18. desember 2018
Litlu jól Grunnskólans á Hólmavík verða í Félagsheimilinu 19. desember klukkan 13:00 - 15:00.
Nemendur flytja atriði á sviði, gengið verður í kringum jólatréð og jólasveinarnir hafa lofað að mæta.
Jólahljómsveitin Grunntónn leikur undir söng. Allir velkomnir.

Grunnskólinn á Hólmavík fær Grænfána og Sorpsamlag Strandasýslu fær heimasíðu.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 13. desember 2018
Grunnskólinn á Hólmavík fær Grænfánann afhentan í fjórða sinn í Félagsheimilinu á Hólmavík, föstudaginn 14. desember klukkan 13:00. Verkefnið verður kynnt, fulltrúi Landverndar afhendir fánann og hann verður dreginn að húni við félagsheimilið.  Boðið verður í flokkunarleik og umhverfislag skólans sungið. 
Nemendur í unglingadeild afhenda Sorpsamlagi Strandasýslu nýja heimasíðu sem verður opnuð og kynnt fyrir gestum..
Allir velkomnir.

Jólatónleikar

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 10. desember 2018
Tónleikar Tónskólans verða þriðjudaginn 11. desember 2018, klukkan 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Stjórnandi er Vera Ósk Steinsen.
Nemendur syngja og leika eins og þeim einum er lagið. Allir velkomnir.

Aðalfundur Foreldrafélags grunnskólans

Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. október 2018
Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn í Hnyðju mánudaginn 15.október kl. 17.00.  Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.


Norræna skólahlaupið og Einar Mikael töframaður

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 02. október 2018
Norræna skólahlaupið fer fram miðvikudaginn 3. október, 2018. Hlaupið verður frá félagsheimili klukkan 11:00 og hlaupinn hringur um Hólmavík. Lengsta vegalengd er 10 km. Öllum er velkomið að taka þátt í hlaupinu með nemendum og starfsfólki Grunnskólans.

Sama dag verður Einar Mikael töframaður með sýningu fyrir nemendur Grunnskólans og elstu nemendur leikskólans klukkan 13:30 í Félagsheimilinu.
Eldri færslur

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Næstu atburðir