A A A

Valmynd

Jólaföndur foreldrafélagsins

| 04. desember 2013

Jólaföndur foreldrafélagsins fer fram í félagsheimilinu miðvikudaginn 4. desember frá 17.00 til 19.00

Hægt verður að kaupa föndur á staðnum frá 250 krónum og upp í 1250 krónur.

Það væri mjög gott ef börn og fullorðnir tæku með sér skæri og blýanta.

Það er að sjálfsögðu í boði að koma með föndur að heiman og föndra það í góðra vina hópi uppi í félagsheimili.

Allir eru velkomnir, mamma, pabbi, systkini, ömmur og afar og frænkur og frændur og vinir og vinkonur.

Tilvonandi Danmerkurfarar munu standa fyrir kaffiveitingum og kræsingum á góðum kjörum.

Ef við verðum heppin verður kannski jólasveinn kominn á stjá sem mun þá koma og kíkja á jólaföndrið hjá okkur.

Fjölmennum og eigum góða og notalega jólaföndurstund í félagsheimilinu J

          -  Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík.

Nýr kennari

| 25. nóvember 2013

Kristjana Eysteinsdóttir hefur verið ráðin til starfa við grunnskólann. Kristjana tekur við umsjón í 5. bekk af Sóley Ósk sem er á leið í fæðingarorlof um næstu mánaðamót. Kristjana mun hefja störf nú í vikunni.
Tvær umsóknir bárust um starfið.

Kristjana hefur starfað áður við skólann  en hún er grunnskólakennari að mennt. Þekking og reynsla Kristjönu mun nýtast vel í þessum nemendahóp en Kristjana kenndi einmitt þessum sama nemendahóp þegar þau voru í 3. bekk.


Við bjóðum Kristjönu velkomna til starfa.

Nýr stuđningsfulltrúi

| 18. nóvember 2013

Árný Huld Haraldsdóttir hefur verið ráðin sem stuðningsfulltrúi við grunnskólann. Árný Huld hefur verið í fæðingarorlofi og mun hefja störf strax að því loknu. 
Fjölmargar fyrirspurnir bárust en einungis ein umsókn.

Árný Huld hefur starfað undanfarin ár við skólann sem leiðbeinandi og sem stuðningsfulltrúi. Þekking og reynsla hennar mun verða kærkomin viðbót við stoðþjónustu skólans.


Við bjóðum Árný Huld velkomna til starfa.

Vegna fćđingarorlofs vantar kennara viđ Grunnskólann á Hólmavík

| 16. nóvember 2013

Vegna fæðingarorlofs vantar kennara við Grunnskólann á Hólmavík frá desember 2013.

 

Menntun, reynsla og hæfni:

  • Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla
  • Kennslureynsla
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og faglegur metnaður
  • Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar.

 

Umsækjendur skulu hafa hreint sakarvottorð.

                                                                

Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2013

 

Nánari upplýsingar veita

Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir, skólastjóri, sími 451 3129 og 698 0929

Ingibjörg Emilsdóttir, aðstoðarskólastjóri, sími 451 3129 og 695 4743

 

Umsóknum með starfsferilsskrá, sakavottorði og afriti af prófskírteinum ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Huldu I. Rafnarsdóttur á skolastjorar@holmavik.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík

Ţemadagar 2013

| 08. nóvember 2013


Í dag lauk hinum frábæru þemadögum Grunnskólans á Hólmavík og af því tilefni var opið hús. Fjöldi gesta mætti og virti fyrir sér afurðir nemenda. Þeir hafa verið að vinna að ýmsum verkefnum síðustu daga undir leiðsögn afar fjölhæfs starfsmannahóps sem bauð uppá fimm smiðjur. Þær voru eftirfarandi: fígúrugerð, mosaiksmiðja, hljóðfærasmiðja, matarsmiðja og leiktækjasmiðja. Myndir frá þemadögum er hægt að sjá hér.

Opiđ hús og baráttudagur gegn einelti

| 07. nóvember 2013

Á morgun, föstudaginn 8. nóvember verður opið hús í skólanum frá kl. 13.00 - 14.30.

8. nóvember baráttudagur gegn einelti og þennan dag ljúkum við vinnu á þemadögum. Í tilefni af baráttudegi gegn einelti munum við hefja opnunina með því að hringja skólabjöllunni í 7 mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Gestum gefst tækifæri til að skrifa undir þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti.

Á opnu húsi verður vinna nemenda á þemadögum sem unnin var í fimm smiðjum til sýnis. Nemendur hafa hannað hlóðfæri og leiktæki. Mjúkar furðufígúrur hafa litið dagsins ljós og merki skólans er að taka á sig mynd í stóru mósaik verki. Ekki má gleyma kræsingunum sem nemendur hafa bakað og verður gestum boðið að smakka.

Allir velkomnir
- Nemendur og starsfólk

Bansastund á bókasafninu

| 07. nóvember 2013

Í dag fimmtudaginn 7. nóvember verður árlega bangsastundin haldin á bókasafninu kl. 17.00

Bjóðið bangsa með að heilsa upp á bókasafnsbangsana, hlusta á bangsasögu og lita bangsamynd.

Það verður kökubiti í svanginn og heitt á könnunni fyrir eldri bangsa.

- Svanur bókasafnsvörður

Stuđningsfulltrúi óskast

| 01. nóvember 2013

Grunnskólinn á Hólmavík auglýsir 80% starf stuðningsfulltrúa við skólann. Vinnutími stuðningsfulltrúa er alla virka daga frá kl. 8.00-14.10 auk þátttöku í starfsmannafundum og sérverkefnum sem tilheyra skólastarfinu.

Stuðningsfulltrúi vinnur í teymi með kennurum bekkja og fulltrúa sérkennslu. Starfsvettvangur stuðningsfulltrúa er inni í bekk og á öðrum starfsstöðum skólans eða umhverfi hans. Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð.  

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði vegna starfs stuðningsfulltrúa. Starfstími vegna stöðunnar er frá 15. nóvember 2013-11. júní 2014.

 

Umsóknarfrestur er til  5. nóvember 2013.
 
Nánari upplýsingar um starfið veita Hulda I. Rafnarsdóttir skólastjóri  og Ingibjörg Emilsdóttir aðstoðarskólastjóri.
Skriflegar umsóknir óskast sendar á netfangið skolastjorar@holmavik.is eða á skrifstofu skólans í merktu umslagi.

Uppskeruhátíđ samspilsdaga

| 29. október 2013

 

Fimmtudaginn 31. október kl. 19.30 verður uppskeruhátíð samspilsdaga haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar munu nemendur Tónskólans flytja tónlist sem æfð var á samspilsdögum.
Enginn aðgangseyrir.
Nemendur 8. og 9. bekkjar verða með vöfflusölu á hátíðinni og mun allur ágóði sölunnar renna í Danmerkursjóð nemenda.

Allir eru velkomnir á þennan viðburð.

Sjáumst hress

Bleikur föstudagur 11. október

| 10. október 2013

Bleikur er baráttulitur októbermánaðar hjá Krabbameinsfélagi Íslands og eru landsmenn hvattir til að klæðast bleiku föstudaginn 11. október.
Starfsfólk og nemendur Grunnskólans á Hólmavík munu sýna þessu átaki samstöðu og klæðast bleiku í tilefni dagsins.

 

Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að taka þátt í deginum með okkur. 

Njótum dagsins í bleiku.

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júlí 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir