A A A

Valmynd

Lausar stöður á næsta skólaári

| 12. maí 2014

Framúrskarandi árangur í stærðfræðikeppni

| 02. maí 2014
Úrslitakeppni Stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar fór fram í dag í húsnæði FNV á Sauðárkróki. Guðjón Alex Flosason nemandi í 9. bekk i Grunnskólanum á Hólmavík var einn 15 grunnskólanema sem komst áfram í úrslitakeppnina.

Guðjón Alex hreppti þriðja sætið og að launum hlaut hann vegleg verðlaun eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Auk verðlaunabikars hlaut hann m.a. prentara og vasareikni.

Við óskum Guðjóni Alex innilega til hamingju með þennan framúrskarandi árangur!

Umhverfisdagurinn

| 02. maí 2014
Við fundum hafmeyju
Við fundum hafmeyju
« 1 af 27 »

Umhverfisdagurinn var haldinn hátíðlegur í dag. 

Dagskráin hófst með ratleik við skólann og endaði inn við Stóru Grund. Á leiðinni leystu hóparnir ýmsar þrautir m.a. voru ljóð samin, reikna þurfti út samanlagðan aldur hópsins og finna meðal aldur, finna egg, búa til pappírsbát og láta hann sigla, finna fötu og skóflu. Á Stóru Grund fóru hóparnir í keppni um "að fleyta kerlingar" og að byggja kastala úr þeim efnivið sem fannst í fjörunni.

Bóndinn á Stóru Grund bauð upp létta hressingu fyrir hópinn; djús og kex sem var þegin með þökkum.

Dagurinn tókst mjög vel og ekki skemmdi fyrir að vel viðraði til útiveru í dag.

Landsbyggðarvinir: Sköpunargleði - Heimabyggðin mín - Nýsköpun - Heilbrigði og forvarnir

| 30. apríl 2014
Þriðjudaginn 29. apríl fór fram kynning á verkefnum sem nemendur í 8. -10. bekk Grunn- og tónskólans á Hólmavík tóku þátt í. Þetta var seinni hluti verkefnisins, en í fyrri hlutanum, sem fram fór fyrir áramót, skrifuðu nemendur ritgerðir um það sem þeim fannst að betur mætti fara í heimabyggð þeirra og komu með ýmsar hugmyndir þar að lútandi. Í þessum seinni hluta unnu nemendur í litlum hópum að verkefnum sem þau völdu að vinna með. Afraksturinn var svo kynntur í dag, alls 8 verkefni. Dómnefnd valdi síðan þrjú verkefni sem halda áfram í keppni. Dómnefnd skipaði Dr. Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, Eygló Bjarnardóttir, lífeindatæknir og Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Strandagaldurs.

Þrjú verkefni voru valin til frekari þátttöku í verkefninu og munu þau verða kynnt í Norrænahúsinu þann 22. maí nk. Eftirfarandi verkefni voru valin:
1. Bókmennta- og ljóðavika á Hólmavík. Höfundar: Bára Örk Melsted, Ísak Leví Þrastarson og Sunneva Guðrún Þórðardóttir.
Í umsögn dómnefndar þótti verkefnið frumlegt og skemmtilegt, hafa menningarlegt gildi og vera vel framkvæmanlegt.

2. Smokkar í Ozon. Höfundar: Íris Jóhannsdóttir og Kristný Maren Þorvaldsdóttir.
Í umsögn dómnefndar þótti verkefnið hugað og að það þyrfti áræðni til að vinna að slíku verkefni um hluti sem alla jafna væru feimnismál. Þetta verkefni er nú þegar komið til framkvæmda.

3. Frjálsíþróttavöllur á Hólmavík. Höfundar: Guðjón Alex Flosason, Jamison Ólafur Johnson og Trausti Rafn Björnsson.
Í umsögn dómnefndar segir að þetta verkefni hafi mikinn samfélagslegan ávinning ef til framkvæmda komi og kynningin þótti sérstaklega fagmannleg og skýr. 

Við óskum nemendum til hamingju með flottar hugmyndir og skemmtilegar kynningar og þeim verkefnum sem valin voru áfram óskum við góðs gengis í framhaldskeppninni í Reykjavík.

~Ásta Þórisdóttir~

Kynning á verkefnum nemenda í verkefninu Landsbyggðarvinir

| 28. apríl 2014

 

Í vetur hafa nemendur í 8.-10 bekk tekið þátt í verkefninu Landsbyggðarvinir: Sköpunargleði - Heimabyggðin mín - Nýsköpun - Heilbrigði og forvarnir.

 

Áhersla er lögð á að fá fram góðar hugmyndir sem stuðla að nýsköpun í heimabyggð, hvort sem það er á sviði velferðar og forvarna, atvinnulífs eða tekjuöflunar fyrir sveitar- eða bæjarfélagið.

 

Verkefninu er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn  er einstaklingsvinna og hlutu fjórar ritgerðir frá nemendum Grunnskólans á Hólmavík 4. verðlaun í þeim hluta. Síðari hlutinn er hópverkefni og felst í  útfærslu á bestu hugmyndum sem komu fram í fyrri hlutanum og gefa fyrirheit um betri og lífvænlegri heimabyggð. 

Á morgun, þriðjudaginn 29. apríl, kl. 15.00 munu nemendur kynna verkefni sem unnin hafa verið í vetur undir leiðsögn Ástu Þórisdóttur og Eiríks Valdimarssonar. Kynningin fer fram í Félagsheimilinu og er dagskrá dagsins  sem hér segir:

 

Kl. 15.00 - Kynning á verkefnum

Kl. 15.45  - Kaffihlé á meðan dómnefnd er að störfum

Kl. 16.15  - Úrslit kynnt

Kl. 16.30  - Dagskrár lok.

Allir velkomnir

Gleðilegt sumar

| 24. apríl 2014

Úrslit í undankeppni stærðfræðikeppni 9. bekkjar

| 11. apríl 2014

Fyrr í vetur tóku nemendur í 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík þátt í  undankeppni Stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar. Vegna verkfalls framhaldsskólakennara dróst að ljúka við yfirferð á úrlausnum. 


Nú liggja úrslit fyrir í undankeppninni en einungis 15 nemendur komast í úrslit. Tilkynnt var í  dag að Guðjón Alex Flosason nemandi í 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík er kominn í úrslit þessarar keppni. Úrslitakeppnin verður haldin eftir páska. Dagsetning verður auglýst þegar nær dregur

Til hamingju Guðjón Alex!

Börn hjálpa börnum - ABC barnahjálpin

| 11. apríl 2014
« 1 af 2 »
Nemendur 5.6. og 7. bekkjar tóku þátt í söfnuninni Börn hjálpa börnum á vegum ABC barnahjálpar.
Þetta er 17. árið sem þessi söfnun grunnskólabarna fer fram og er hún mjög mikilvæg fjáröflun fyrir ABC barnahjálp. Fyrir afrakstur þessara safnana í gegnum árin hafa þau náð að fjármagna byggingar fjölmargra skóla og heimila fyrir fátæk börn í þróunarlöndunum.

Í ár er safnað fyrir byggingu heimavistar fyrir fátækar stúlkur í Pakistan.
Nemendur grunnskólans  hafa gengið í hús á Hólmavík í vikunni og keyrt um Ísafjarðardjúp með söfnunarbauka.
Vel var tekið á móti þeim og söfnuðu þau hvorki meira né minna
47.539 kr. !

Það var þeirra síðasta verk fyrir páskafrí að leggja þessa upphæð inn á ABC barnahjálp.

Bestu kveðjur og gleðilega páska
Kristjana og Lára



Leiklistarhátíð

| 10. apríl 2014

Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík halda leiklistarhátíð í dag í Félagsheimilnu. Hátíðin hefst kl. 17.00
Nemendur bjóða upp á fjölbreytt leik- og söngatriði. M.a. verður sýnt brot úr Skilaboðaskjóðunni.

Nýtt myndband sem nemendur gerðu í samvinnu við nokkra kennara og starfsmenn verður sýnt.

Veitingasala verður í höndum Danmerkurfara.

Allir velkomnir

Skilaboðaskjóðan frumsýnd

| 04. apríl 2014

Undanfarnar vikur hafa nemendur í leiklistarvali Grunnskólans á Hólmavík æft leikritið Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson en tónlistin er eftir Jóhann G. Jóhannsson. Verkið verður frumsýnt laugardaginn 5. apríl.

Hefð hefur skapast fyrir samstarfi við Leikfélag Hólmavíkur sem aðstoðar við uppsetningar á stórum verkum sem þessu. Að þessu sinni er það Esther Ösp Valdimarsdóttir sem leikstýrir hópnum, tónlistarstjóri er Hildur Heimisdóttir og leikmynd í höndum Ástu Þórisdóttur. Auk nemenda í leiklistarvali koma flestir nemendur 8. - 10. bekkjar að uppsetningunni auk nemenda í derifnámi FNV á Hólmavík. 

Sýningar verða sem hér segir:
Frumsýning 5. apríl kl.14.00
2. sýning 6. apríl kl.14.00
3. sýning 9. apríl kl.19.00
4. sýning 20. apríl, páskadag kl.19.00
5. sýning 21 apríl, 2. páskadag kl. 14.00

Miðapantanir eru í síma 693-3474

 

Við viljum koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu sem hafa aðstoðað hópinn á æfingatímunum. Sérstakar þakkir til foreldrar fyrir þeirra stuðning.

Eldri færslur

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Næstu atburðir