Vortónleikar Tónskólans
Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 bæði kvöldin.
Allir eru hvattir til að koma og hlíða á undurfagra tóna nemenda.
Umhverfisdagurinn var haldinn hátíðlegur í dag.
Dagskráin hófst með ratleik við skólann og endaði inn við Stóru Grund. Á leiðinni leystu hóparnir ýmsar þrautir m.a. voru ljóð samin, reikna þurfti út samanlagðan aldur hópsins og finna meðal aldur, finna egg, búa til pappírsbát og láta hann sigla, finna fötu og skóflu. Á Stóru Grund fóru hóparnir í keppni um "að fleyta kerlingar" og að byggja kastala úr þeim efnivið sem fannst í fjörunni.
Bóndinn á Stóru Grund bauð upp létta hressingu fyrir hópinn; djús og kex sem var þegin með þökkum.
Dagurinn tókst mjög vel og ekki skemmdi fyrir að vel viðraði til útiveru í dag.
Í vetur hafa nemendur í 8.-10 bekk tekið þátt í verkefninu Landsbyggðarvinir: Sköpunargleði - Heimabyggðin mín - Nýsköpun - Heilbrigði og forvarnir.
Áhersla er lögð á að fá fram góðar hugmyndir sem stuðla að nýsköpun í heimabyggð, hvort sem það er á sviði velferðar og forvarna, atvinnulífs eða tekjuöflunar fyrir sveitar- eða bæjarfélagið.
Verkefninu er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn er einstaklingsvinna og hlutu fjórar ritgerðir frá nemendum Grunnskólans á Hólmavík 4. verðlaun í þeim hluta. Síðari hlutinn er hópverkefni og felst í útfærslu á bestu hugmyndum sem komu fram í fyrri hlutanum og gefa fyrirheit um betri og lífvænlegri heimabyggð.
Á morgun, þriðjudaginn 29. apríl, kl. 15.00 munu nemendur kynna verkefni sem unnin hafa verið í vetur undir leiðsögn Ástu Þórisdóttur og Eiríks Valdimarssonar. Kynningin fer fram í Félagsheimilinu og er dagskrá dagsins sem hér segir:
Kl. 15.00 - Kynning á verkefnum
Kl. 15.45 - Kaffihlé á meðan dómnefnd er að störfum
Kl. 16.15 - Úrslit kynnt
Kl. 16.30 - Dagskrár lok.
Allir velkomnir
Fyrr í vetur tóku nemendur í 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík þátt í undankeppni Stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar. Vegna verkfalls framhaldsskólakennara dróst að ljúka við yfirferð á úrlausnum.
Nú liggja úrslit fyrir í undankeppninni en einungis 15 nemendur komast í úrslit. Tilkynnt var í dag að Guðjón Alex Flosason nemandi í 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík er kominn í úrslit þessarar keppni. Úrslitakeppnin verður haldin eftir páska. Dagsetning verður auglýst þegar nær dregur
Til hamingju Guðjón Alex!
Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík halda leiklistarhátíð í dag í Félagsheimilnu. Hátíðin hefst kl. 17.00
Nemendur bjóða upp á fjölbreytt leik- og söngatriði. M.a. verður sýnt brot úr Skilaboðaskjóðunni.
Nýtt myndband sem nemendur gerðu í samvinnu við nokkra kennara og starfsmenn verður sýnt.
Veitingasala verður í höndum Danmerkurfara.
Allir velkomnir