Starf forstöđumanns/umsjónarmanns Hérađs- og skólabókasafnsins á Hólmavík er laust til umsóknar
Meira
Í morgun lauk þriggja daga heimsókn nemenda frá Årslev í Danmörku. Komin er hefð fyrir samskiptum á milli skólanna en síðastliðið haust heimsóttu gestgjafarnir, 10. bekkur og nemendur útskrifuðir síðastliðið, sömu nemendur í Årslev. Í vetur hafa þau flest byggt upp ómetanleg vinasambönd með aðstoð tækinnar. Gestgjafarnir buðu upp á skemmtilega dagskrá með ferð í Skagafjörðinn og sprelli hér heima. Gist var á Bakkaflöt í Skagafirði þar sem farið var í litbolta, slappað af í heitum pottum og farið í flúðasiglingu í Vestari Jökulsá. Símon Ingi, sem flutti til Sauðárkróks í vor, bauð hópnum heim til sín í veitingar að lokinni dvöl í Skagafirðinum þaðan sem haldið var til Hólmavíkur. Á Hólmavík heimsóttu Danirnir Galdrasafnið, skoðuðu risa skjaldbökuna og Sauðfjársetrið. Á Sævangi fór hópurinn í ýmsa leiki í anda furðuleikanna. Hefð er fyrir að halda fótboltamót en það voru Danirnir sem sigruðu Íslendingana 2-1. Eftir viðburðarríkan dag var haldin grillveisla í Félagsheimilinu með fjölskyldum íslensku nemendanna. Kvöldinu lauk með sundlaugarpartý og dynjandi tónlist. Síðustu nóttina var gist í skólanum en sögur herma að lítið hafi verið sofið en þeim mun meira spjallað. Í morgun buðu foreldrar öllum hópnum upp á glæsilegan morgunverð í Félagsheimilinu.
Það voru glaðir og ánægðir Danir sem kvöddu Íslendingana á mjög eftirminnilegan hátt en þeir heldu til Reykjavíkur þar sem þeir munu skoða sig um og m.a. skoða Gullfoss og Geysi ásamt því að lauga sig í Bláa Lóninu.
Aðkoma foreldra er lykillinn að því að svona viðamiklar heimsóknir takist vel og á foreldrahópurinn sem kom að undirbúningi að þessu sinni hrós skilið fyrir dugnað og hjálpsemi.
Hólmavík 06. ágúst 2013
Nú fer að líða að því að skólinn hefjist eftir sumarleyfi. Fimmtudaginn 22. ágúst verður skólasetning í kirkjunni kl. 10:00. Eftir athöfnina í kirkjunni verður farið í skólann og þar fá nemendur afhentar stundatöflur, innkaupalista og önnur gögn sem tengjast skólanum.
Föstudaginn 23. ágúst hefst svo hefðbundinn skóladagur samkvæmt stundatöflu.
Kær kveðja, við hlökkum mikið til að sjá ykkur aftur.
Hulda og Inga
Nánari upplýsingar veitir Hulda I. Rafnarsdóttir, skólastjóri í síma 698 0929 og á netfanginu hulda@strandabyggd.is. Skriflegar umsóknir óskast sendar á fyrrgreint netfang eða á skrifstofu sveitarstjórnar í merktu umslagi. Umsóknum skal fylgja staðfesting á ofangreindum réttindum og námskeiði.
Nánari upplýsingar veitir Hulda I. Rafnarsdóttir, skólastjóri í síma 698 0929 og á netfanginu hulda@strandabyggd.is. Umsóknir má senda rafrænt á fyrrgreint netfang eða skila á skrifstofu sveitarstjórnar í merktu umslagi.
Nemendur í 10. bekk rifjuðu upp skólagöngu sína við skólann og heiðruðu kennara sína með blómum.
Kristín Lilja Sverrisdóttir nemandi í 9. bekk flutti tónlist fyrir gesti á samt kennaranum sínum honum Jóni Ingimundarsyni.
Við óskum nemendum í 10. bekk velfarnaðar nú þegar þau halda á vit nýrra ævintýra.
Gleðilegt sumar.
Umsækjendur um kennarastarf þurfa að hafa kennsluréttindi. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Umsækjendur skulu hafa hreint sakarvottorð.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum LN og KÍ þegar um kennarastöðu er að ræða en samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði vegna stöðu stuðningsfulltrúa.
Umsóknarfrestur er til 18. maí 2012.
Nánari upplýsingar veita
Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir, skólastjóri, sími 451 3129 og 698 0929
Ingibjörg Emilsdóttir, aðstoðarskólastjóri, sími 451 3129 og 695 4743
Umsóknum með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina þar sem við á ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Huldu I. Rafnarsdóttur á skolastjorar@holmavik.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík
Grunnskólinn á Hólmavík er samrekinn grunn- og tónskóli með um 80 nemendum í 1. - 10. bekk þar sem lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám og samvinnu. Skólinn er Grænfánaskóli og er áhersla lögð á umhverfismennt og útinám. Við skólann starfar 20 manna samhentur hópur. Félagsmiðstöð ungmenna hefur aðstöðu í skólanum.
Í Strandabyggð búa tæplega 520 manns þar af 380 manns í þéttbýliskjarnanum Hólmavík. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar og náttúrufegurð mikil. Hólmavík er í einungis 233 km fjarlægð frá Reykjavík sem er um 3 tíma akstur.