Vinningshafar í stóru upplestrarkeppninni
Keppnin fór að þessu sinni fram í sal Reykhólaskóla. Þar kepptu nemendur úr 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík, Grunnskólans á Drangsnesi, Reykhólaskóla og Finnbogastaðaskóla. Keppendur lásu fyrst upp valinn texta úr sögunni Ertu Guð, afi? eftir Þorgrím Þráinsson, valin ljóð eftir Erlu (Guðfinnu Þorsteinsdóttur) og að lokum ljóð að eigin vali.
Á milli atriða var boðið upp á atriði frá árshátíðarviku Reykhólaskóla og tónlistaratriði frá Grunnskólanum á Hólmavík þar sem Sólrún Ósk Pálsdóttir nemandi í 8. bekk lék lag Emili Sandé, You can read all about it, í eigin útsetningu.
Í hléi var boðið upp á kjötsúpu og heimabakað brauð.
Dómarar keppninnar, sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, Guðjón Dalkvist Gunnarsson ásamt formanni dómnefndar Baldri Sigurðssyni, voru ekki öfundsverð að því að velja vinningshafa en öll sóðu þau sig með stakri prýði. Fyrstu verðlaun hlaut Kári Ingvarsson nemandi í Finnbogastaðarskóla, önnur verðlaun hlaut Aron Viðar Kristjánsson nemandi í Reykhólaskóla og þriðju verðlaun hlaut Daníel Freyr Newton nemandi í Grunnskólanum á Hólmavík. Verðlaunin voru peningakort að verðmæti 10, 15, og 20 þúsund kr. Sérstök verðlaun fékk Brianna Jewel Johnson.
Að auki fengu allir þátttakendur viðurkenningarskjöl og ljóðabók eftir Erlu (Guðfinnu Þorsteinsdóttur).
Við óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn
Nemandi í 8. bekk vinnur til verđlauna í ljóđasamkeppni
Við óskum Báru Örk til hamingju með ljóðið og verðlaunin
Hér fyrir neðan er ljóðið sem Bára Örk sendi í keppnina:
Biðin
Biðin er löng.
Já. Biðin er löng.
Við erum alltaf að bíða.
Við erum alltaf að bíða eftir einhverju.
Hverju?
Hverju erum við eiginlega að bíða eftir?
Hverju sem er.
Það er erfitt að bíða.
Mörgum finnst erfitt að bíða.
Þeir brjálast.
Biðin eftir öllu.
Biðin eftir heiminum.
Biðin eftir alheiminum.
Eða er það alheimurinn sem bíður eftir okkur?
Alheimur, hér er ég, ég er tilbúin,
þú þarft ekki að bíða eftir mér.
Ég er hér.
Bára Örk Melsted
Heimsókn forsetahjónanna
Forsetinn bauð nemendum að koma með spurningar sem ekki stóð á. Forsetinn svaraði greiðlega spurningum eins og "Hvernig kynnust þið Dorrit?" "Eigið þið kindur?" "Númer hvað notar þú af skóm?" "Hvaða tegund er hundurinn þinn?" "Hvar kaupir þú fötin þín Dorrit?" "Áttu önnur föt?" Forsetahjónin svöruðu öllum spurningum greiðlega og upplýsti Ólafur að Dorrit verslaði gjarnan á útsölum og Dorrit upplýsti nemendur um að Ólafur svæfi gjarnan í jakkafötunum.
Að loknum skemmtilegum fyrirspurnartíma leiddu fulltrúar nemenda forsetahjónin og fylgdarlið í gegnum skólann og upplýstu þau um starfið og svöruðu spurningum.
Í lokinn þótti við hæfi að taka myndir af forsetahjónunum með þessum flottu fulltrúum nemenda.
Meðfylgjandi myndir tók Jón Jónsson
Liđiđ hafnađi í 3. sćti í sínum riđli í Skólahreysti
Liðið stóð sig mjög vel og lauk keppni með 41 stigi og hafnaði í 3. sæti í sínum riðli.
Þjálfari liðsins er Ingibjörg Emilsdóttir.
Til hamingju öll með þenna frábæra árangur!
Verđlaun fyrir framúrskarandi atriđi
Þriðju svæðistónleikar Nótunnar 2014 voru haldnir í Hjálmakletti, Menntaskólanum í Borgarnesi í gær, laugardaginn 8. mars. Alls tóku 10 tónlistarskólar frá Vesturlandi, Vestfjörðum og Húnaþingi vestra þátt að þessu sinni og voru atriðin alls 25.
Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna og er samstarfsverkefni Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Samtaka tónlistarskólastjóra.
Sólrún Ósk Pálsdóttir, nemandi í 8. bekk, tók þátt fyrir hönd Grunn - og Tónskólans á Hólmavík. Sólrún Ósk stundar tvöfalt nám við skólann og leikur á þverflautu, píanó og syngur. Hún flutti lag Emili Sandé, You can read all about it, í eigin útsetningu. Sólrún Ósk söng lagið og lék undir eigin söng á flygil.
Stóð Sólrún Ósk sig með miklum sóma og hlaut á endanum sérstaka viðurkenningu og verðlaunagrip fyrir framúrskarandi atriði.
Við óskum Sólrúnu Ósk til hamingju með frábæran árangur.
Öskudagssprell
- Öskudagurinn - hefðir hér á landi og um allan heim
- Saumaðir öskupokar
- Stærðfræðiþrautir og leikir
- Leikir og þrautir til að efla skynjun og athyglisgáfu.
Myndir frá skóladeginum má sjá hér
Skólahreysti
Áfram Grunnskólinn á Hólmavík
Frćđslufundur um forvarnir
Fundurinn er opinn öllum sem vilja fræðast um þetta brýna málefni.
Vonumst til að sjá sem flesta