A A A

Valmynd

Hörmungardagar í Grunnskólanum á Hólmavík

| 14. febrúar 2014
Í dag hefjast Hörmungardagar á Hólmavík. Af því tlefni settu nemendur Grunnskólans upp sýnishorn af flóttamannabúðum. Á sýningunni mátti sjá dæmi um matarskammta flóttamanna og íslenskra nemanda í grunnskóla. Einnig var í boði að klæðast eins og flóttamaður. Nemendur buðu einnig gestum að skrifa þakklætisorð og hengja þau á vegg í skólanum. Lífsgæði Íslendinga var einnig sett fram á mjög skemmtilegan hátt þar sem óskilamunum skólans var komið í verð og reiknað saman. Þær flíkur sem "enginn" á í skólanum kosta tæplega hálfa milljón. Hægt er að sjá myndir frá deginum hér.

Breytingar á skólahúsnćđi

| 12. febrúar 2014
5. - 7. bekkur fćrđist ađeins til
5. - 7. bekkur fćrđist ađeins til
« 1 af 4 »
Síðustu daga hafa starfsmenn Áhaldahúss verið að störfum í Grunnskólanum. Þeir hafa sett upp fellihurð í miðju nýja skólans og rifið niður tvo veggi. Við þessar breytingar fengum við tvær stórar skólastofur sem hægt er að breyta með lítilli fyrirhöfn í stóran sal. Í dag fluttu svo nemendur 1. - 4. bekkjar saman í nýja stofu og nemendur 8. og 9. bekkjar fengu töluvert stærri stofu fyrir sig. Við erum einkar ánægð með hröð vinnubrögð Áhaldahússmanna því nánast ekkert rask var á skólastarfi við þessar aðgerðir.

Verlaunahafar í verkefninu Landsbyggđarvinir

| 20. janúar 2014
« 1 af 3 »
Í vetur var ákveðið að taka þátt í verkefninu Landsbyggðarvinir: Sköpunargleði - Heimabyggðin mín - Nýsköpun - Heilbrigði og forvarnir. Verkefnið tengist vel markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla og einnig markmiðum Grænfánaverkefnisins sem grunnskólinn tekur einnig þátt í.
Verkefni Landsbyggðarvina er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn  er einstaklingsvinna. Áhersla er lögð á að fá fram góðar hugmyndir sem stuðla að nýsköpun í heimabyggð, hvort sem það er á sviði velferðar og forvarna, atvinnulífs eða tekjuöflunar fyrir sveitar- eða bæjarfélagið. Síðari hlutinn er hópverkefni og felst í  útfærslu á bestu hugmyndum sem komu fram í fyrri hlutanum og gefa fyrirheit um betri og lífvænlegri heimabyggð. 
Allir nemendur í 8.-10. bekk tóku þátt í fyrri hluta verkefnisins og nánast allir sendu  inn ritgerðir. Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta til fjórða sætið.

Það voru fjórar ritgerðir frá nemendum Grunnskólans á Hólmavík sem hlutu allar 4. verðlaun Nemendurnir sem hlutu verðlaun voru Branddís Ragnarsdóttir, Guðjón Alex Flosason, Kristín Lilja Sverrisdóttir og Sunneva Þórðardóttir. Þau fengu öll viðurkenningarskjal og bók í verðlaun.
Í umsögn dómnefndargóðar segir: "Fjórar ritgerðir í 9. til 10. bekk hljóta allar 4. verðlaun fyrir góðar hugmyndir sem styðja hver aðra, um að gera upp Gamla Braggann á Hólmavík, sem þar stendur ónotaður, og fá þar aðstöðu fyrir margs konar starfsemi í framtíðinni með það að markmiði að efla samstöðu og félagslíf á Hólmavík. Allt undir fyrirsögninni Sköpunargleði - Heimabyggðin mín - Nýsköpun - Heilbrigði og forvarnir".

Við óskum verðlaunahöfunum til hamingju með góðan árangur

Íţróttahátíđ

| 13. janúar 2014

Miðvikudaginn 15. janúar kl. 18:00 fer fram hin árlega íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík. Hátíðin fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Ég vil hvetja alla til að mæta á þennan skemmtilega viðburð þar sem nemendur og foreldrar sýna stórkostlega íþróttatakta. Á staðnum verður Félagsmiðstöðin með til sölu samlokur og Svala. 

Sjáumst sem flest

Uppfćrsla á tölvubúnađi og ný netföng

| 10. janúar 2014

Fyrir áramót hófst vinna við  að uppfæra tölvukerfi Grunnskólans á Hólmavík og lauk því á fyrstu dögum janúarmánaðar. Helstu breytingar eru þær að vinnuaðstaða nemenda hefur lagast svo um munar.  Í tölvuveri er nú vinnuaðstaða fyrir 12 nemendur. Þetta mikil breyting frá því sem var þar sem tölvukostur skólans var orðinn mjög gamall en einungis voru 4 virkar nemendatölvur. Nemendur hafa nú aðgang að skjám sem eru sítengdir við vefhýsingu Fjölnets hf. Nemendur hafa nú aðgang að öllum nýjustu Office forritunum ásamt því að nettengingar eru orðnar hraðari en var. Daglega er tekið afrit  af öllum gögnum og því minni hætta á að gögn glatist.

Á meðan á þessu stóð urðu einhverjar tafir á að tölvupóstur skilaði sér til starfsfólks en það er nú komið í lag.

Nýtt netfang skóla er: grunnskoli@strandabyggd.is og nýtt netfang skólastjórnenda er: skolastjori@strandabyggd.is

Jólafrí

| 20. desember 2013
Í dag hefst jólaleyfi nemenda og starfsfólks Grunn- og tónskólans á Hólmavík. Skóli hefst aftur mánudaginn 6. janúar með starfsdegi kennara. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 7. janúar.

Litlu jólin

| 12. desember 2013
Fimmtudaginn 19. desember kl. 14.00 - 16.00 verða litlu jól Grunn- og tónskólans á Hólmavík haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Fyrst fara fram atriði á sviði þar sem allar bekkjardeildir koma fram. Að dagskrá lokinni verður dansað í kringum jólatré og jólasveinar kíkja í heimsókn. Allir eru velkomnir á jólaskemmtunina.

Jólatónleikar Tónskólans

| 10. desember 2013
Jólatónleikar nemenda Grunn- og tónskólans á Hólmavík verða haldnir dagana 11. og 12. desember í Hólmavíkurkirkju og hefjast þeir bæði kvöldin kl. 19.30. Stjórn tónleikanna er í höndum Hildar Heimisdóttur og Michael R. Wågsjö tónlistarkennara. Viðar Guðmundsson aðstoðar við undirleik. 
Allir íbúar Strandabyggðar og nágrannasveitarfélaga eru boðnir hjartanlega velkomnir.

Jóladagatal grunnskólana

| 10. desember 2013
 Sunnudaginn 1. desember  fór Samgöngustofa af stað me jóladagatal grunnskólanna.

Í dagatalinu segir frá fjölhæfum dýrum sem feta sig áfram í umferðinni. Á hverjum degi birtist ný spurning sem grunnskólabörn geta svarað þegar þau opna jóladagatalið á umferd.is/joladagatal. Tveir heppnir þátttakendur eru dregnir út á hverjum degi og fá þeir tvo bíómiða hvor. Krisján Rafn Jóhönnuson nemandi í 6. bekk datt í lukkupottinn 4. desember og fékk tvo bíómiða að launum fyrir að svara rétt þann daginn.

Kristján Rafn hefur merkt sín svör með nafni bekkjar og skóla en þannig kemst bekkurinn í sérstakan bekkjarverðlaunapott. Í janúar verður svo einn heppinn bekkur dreginn út og hlýtur hann að launum pítsuveislu og DVD mynd.



Til hamingju með vinninginn Kristján Rafn!


Jóladagatal grunnskólanna er í gangi frá 1. til 24. desember


Kveikt á jólatrénu viđ grunnskólann

| 06. desember 2013
Kveikt verður á jólatrénu við grunnskólann mánudaginn 9. desember kl. 13.30.
Undanfarin ár hefur vinabær Hólmavíkur Hole í Noregi gefið jólatré sem tendrað hefur verið við grunnskólann við hátíðlega athöfn. Því miður verður ekki af því í ár að vinir okkar frá Noregi komi í heimsókn.

Jólatréið sem mun prýða lóð grunnskólans í ár er gefið af Lionsmönnum á Hólmavík. Kunnum við þeim þakkir fyrir þetta rausnarlega framlag.
Nemendur syngja jólasöngva og heitt kakó og piparkökur verða á boðstólnum. 
Við vonumst til að sjá sem flesta við þetta tækifæri.
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir