A A A

Valmynd

Allir öruggir heim

| 08. maí 2013
Nemendur í 1. bekk í vestunum góđu ásamt Björk, Sigurđi og Úlfari félögum úr Dagrenningu
Nemendur í 1. bekk í vestunum góđu ásamt Björk, Sigurđi og Úlfari félögum úr Dagrenningu
Í morgun komu þrír félagsmenn úr björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík í heimsókn til 1. bekkjar. Tilefnið var að færa skólanum að gjöf endurskinsvesti til notkunar fyrir 1. bekk í vettvangsferðum skólans.

Verkefni hefur fengið heitið Allir öruggir heim en ásamt Landsbjörgu standa eftirtalin fyrirtæki að verkefninu: Alcoa Fjarðarál, Dynjandi ehf, EFLA verkfræðistofa, Efling stéttafélag, HB Grandi, Isavia, Landsvirkjun, Neyðarlínan, Tryggingamiðstöðin, Umferðarstofa og Þekking.

Við viljum þakka kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem mun koma sér vel í framtíðinni.

Nánar má lesa um verkefnið á heimasíðu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar 

Söfnunin Börn hjálpa börnum

| 07. maí 2013
Síðastliðnar þrjár vikur hafa nemendur í 6. bekk tekið þátt í söfnun fyrir hjálparstrarf ABC og söfnuðu alls 41.588 kr.
Þeir nemendur sem tóku þátt í söfnuninni voru: Bríanna Jewel Johnson, Daníel Freyr Newton og Stefán Snær Ragnarsson.

Þetta er 16. árið í röð sem ABC hjálparstarf stendur fyrir slíkri söfnun og í gegnum árin hafa íslensk börn safnað fé fyrir skólabyggingum, heimavistum, húsgögnum, námsbókum, skólamáltíðum og stuðningi við fátæk börn. Í ár verður safnað fyrir brýnustu nauðsynjum á heimavistum og skólum ABC m.a. skólabókum fyrir fátæk börn í Pakistan og byggingu heimavistar og skóla fyrir götubörn í Kenýa.

Við þökkum öllum þeim sem gáfu í söfnunina. 

Vinningshafar í pizzuhappdrćtti 9. og 10. bekkjar

| 29. apríl 2013
Nemendur í 9. og 10. bekk stóðu fyrir pizzuhappdrætti til styrktar ferð þeirra á Laugar í Sælingsdal.
Alls seldust um 60 miðar. Dregið var úr seldum miðum og komu vinningar á eftirtalin númer:
37, 45, 63, 76, 90 og 112. 

Vinningshöfum verður afhent gjafabréf í næstu viku.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn. 

Nýr umsjónarmađur bókasafns

| 18. apríl 2013
Lára Jónsdóttir hefur verið ráðin umsjónarmaður Héraðsbókasafnsins og skólabókasafns Grunnskólans á Hólmavík.
Lára hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu en hún starfaði t.d. um árabil sem fulltrúi hjá Strandabyggð. Lára er í námshléi en hún var í námi við kennaradeild HA.

Lára hefur þegar hafið störf við hlið Kristínar Sigurrósar sem lætur af störfum þann 19. apríl.

Við bjóðum Láru velkomna til starfa og óskum Kristínu Sigurrós velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Danssýning

| 11. apríl 2013
Danssýning að loknum dansnámskeiðum verður á morgun, föstudaginn 9. mars kl. 15.00 í Íþróttamiðstöðinni.

Allir eru hjartanlega velkomnir á sýninguna


Nemendur mæta á morgun sem hér segir í danskennslu og á danssýningu:
1. - 3. bekkur kl. 13.10-14.00
4. - 10. bekkur kl. 14.10-15.00
Danssýning 1. - 10. bekkur kl. 15.00

 

Stóra upplestrarkeppnin - úrslit

| 10. apríl 2013
Sigurvegarar keppninnar ásamt formanni dómnefndar. Frá vinstri: Bára Örk, Karen Ösp, Baldur og Ađalbjörg.
Sigurvegarar keppninnar ásamt formanni dómnefndar. Frá vinstri: Bára Örk, Karen Ösp, Baldur og Ađalbjörg.
Stóra upplestrarkeppnin var haldin í dag í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar kepptu nemendur úr 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík, Grunnskólans á Drangsnesi og Reykhólaskóla. Keppendur lásu fyrst upp texta úr Benjamín dúfu eftir Friðrik Erlingsson, valin ljóð eftir Þóru Jónsdóttur og að lokum ljóð að eigin vali.

Í hléi buðu foreldrar nemenda í 7. bekku upp á veitingar og tveir nemendur Tónskólans á Hólmavík fluttu tónlist.

Dómarar keppninnar þau Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhanna Ása Einarsdóttir, Viðar Guðmundsson ásamt formanni dómnefndar Baldri Sigurðssyni voru ekki öfundsverð að því að velja vinningshafa en öll sóðu þau sig öll með stakri prýði. Fyrstu verðlaun hlaut Karen Ösp Haraldsdóttir úr Grunnskólanum á Drangsnesi, önnur verðlaun hlaut Aðalbjörg Egilsdóttir úr Reykhólaskóla og þriðju verðlaun hlaut Bára Örk Melsted úr Grunnskólanum á Hólmavík. Verðlaunin voru peningakort að verðmæti 10, 15, og 20 þúsund kr.
Að auki fengu allir þátttakendur viðurkenningarskjöl ásamt ljóðabók eftir Þóru Jónsdóttur


Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

| 05. apríl 2013
Miðvikudaginn 10. apríl kl. 17:00 verður Stóra upplestrarkeppnin haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar munu nemendur frá Hólmavík, Drangsnesi og Reykhólum etja kappi. Dómarar keppninnar eru Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhanna Ása Einarsdóttir, Viðar Guðmundsson ásamt fulltrúa Radda, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn. Boðið verður uppá tónlistaratriði og veitingar í hléi og eru allir hvattir til að koma og horfa á þessa skemmtilegu keppni.

Dansnámskeiđ á vegum Dansskóla Jóns Péturs og Köru

| 05. apríl 2013
Vikuna 8.-12. apríl verður dansnámskeið á Hólmavík.
Eins og í fyrra er það er Jón Pétur Úlfljótsson sem kennir frá hinum virta Dansskóla Jóns Péturs og Köru.
Margir dansarar frá þeim hafa náð frábærum árangri í danskeppnum hér heima og erlendis og Jón náði virkilega vel til nemenda í fyrra. Upplýsingar um dansskólann má finna hér www.dansskoli.is

Kennt verður í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík frá mánudegi til föstudags eins og hér segir:
Kl. 13.10-14.00 (1.-3. bekkur)
Kl. 14.10-15.00 (4.-6. bekkur)
Kl. 15.10-16.00 (7.-10. bekkur)

Námskeiðin enda með danssýningu á föstudeginum. Verð: Kr 4400. Afsláttur: Fullt verð fyrir tvö systkini, 1/2 fyrir þriðja og frítt fyrir fjórða
Nemendur eru beðnir að skila skráningu í skólann eða í fyrsta danstíma, mánudaginn 8. apríl.

Yndislestrardagur - Alţjóđlegur dagur barnabókarinnar

| 04. apríl 2013
Þann 2. apríl var alþjóðlegur dagur barnabókarinnar en dagurinn er fæðingardagur H.C. Andersens og dagur sem minnir samfélagið á mikilvægi góðra barnabóka og lesturs.

Eins og undanfarin ár færir IBBY á Íslandi íslenskum börnum smásögu að gjöf í tilefni dagsins. Friðrik Erlingsson hefur skrifað söguna Stóri bróðir en sagan var lesin fyrir nemendur allra grunnskóla í dag, fimmtudaginn 4.apríl kl. 9.10.
Hugsjón IBBY-samtakanna er að auka skilning meðal bæði einstaklinga og þjóða gegnum barnabókmenntir og saga Friðriks mun sannarlega veita nemendum innsýn inn í lífskjör jafningja þeirra sem búa annarsstaðar á jarðarkringlunni. Sagan vekur til umhugsunar um hvernig erfið lífsreynsla getur þrátt fyrir allt leitt til góðs og á fimmtudaginn mun heil kynslóð íslenskra barna deila þeirri lestrarupplifun og taka hana með sér áfram út í lífið.


Í dag er einnig yndislestrardagurinn hjá okkur í grunnskólanum. Af því tilefni fengum við Ásu Ketilsdóttur sagnakonu í heimsókn sem sagði sögur af draugum og öðru fróðlegu og skemmtilegu efni. Kristín bókavörður bauð upp á upplestur á bókasafni. Auk þess sem ýmislegt annað var í boði fyrir nemendur sem tengdist bókmenntum.

Tjaldiđ frumsýnt á fimmtudaginn

| 19. mars 2013
Frá ćfingum á Tjaldinu - ljósm. Margrét Vera Mánadóttir
Frá ćfingum á Tjaldinu - ljósm. Margrét Vera Mánadóttir
« 1 af 2 »
Leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason verður frumsýnt fimmtudaginn 21. mars kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík, en hópur ungmenna í leiklistarvali við Grunnskólann á Hólmavík hefur æft leikritið í vetur undir stjórn Arnars S. Jónssonar. Aðstoðarleikstjórar eru Margrét Vera Mánadóttir og Elísa Mjöll Sigurðardóttir. Gróft orðbragð og atriði koma fyrir í sýningunni og því er ekki sérstaklega mælt með því fyrir 12 ára og yngri. Miðaverð fyrir alla aldurshópa er kr. 1.500. Takmarkað sætaframboð er í boði á hverja sýningu, en miðapantanir eru í s. 894-1941 (fyrir kl. 14:00) og s. 776-6885 (eftir kl. 14:00). Fyrstir panta, fyrstir fá!...
Meira
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir