A A A

Valmynd

Ađalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík

| 09. október 2013

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn  á Café Riis miðvikudaginn 16. okt.  klukkan 18:00.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi með erindi og einhverja óvænta uppákomu.
Í lokin gæða fundarmenn sér á gómsætum pizzum frá Báru og Kidda. Foreldrar og forráðamenn hvattir til að fjölmenna.

-         Stjórnin

Starfsdagar

| 03. október 2013
Föstudaginn 4. október og mánudaginn 7. október eru starfsdagar starfsmanna Grunn- og tónskólans á Hólmavík. Á föstudaginn taka starfsmenn þátt í skólaráðstefnu á Akrueyri sem er á vegum Símey. Á mánudaginn heimsækja tónlistarkennarar Tónlistarskólann á Akureyrir, grunnskólakennarar sækja námskeið um námsmat hjá Jóni Baldvini Hannessyni skólastjóra í Giljaskóla. Aðrir starfsmenn sitja vinnufundi með viðkomandi starfsfólki í Gilja skóla.  Þessa daga er frí hjá nemendum. Skólastarf verður með hefðbundnum hætti frá og með þriðjudeginum 8. október.

Skólatöskudagar 2013

| 24. september 2013

 

Vikuna 30. september – 4. október 2013 mun Iðjuþjálfafélag Íslands standa fyrir Skólatöskudögum í samstarfi við Landlæknisembættið. Skólatöskudagar eru árlegur viðburður þar sem áhersla er lögð á forvarnir og kynningu á faginu og er þetta í áttunda sinn sem þeir eru haldnir. 

Markmið Skólatöskudaga er að vekja nemendur, foreldra og samfélagið í heild til umhugsunar um áhrif rangrar notkunar skólatöskunnar á líkamlega heilsu barna og ungmenna. Skólataskan gegnir stóru hlutverki í lífi nemenda því þeir bera hana í um 180 daga á ári,  að lágmarki í 10 ár. Að kaupa góða tösku handa barninu er ekki nóg ef notkun hennar er ekki rétt.

Grunnskólinn á Hólmavík hefur tvisvar sinnum áður tekið þátt í verkefninu og mun taka þátt í því í ár. Hinsvegar verða Skólatöskudagar haldnir vikuna 23.  – 27. september í Grunnskólanum á Hólmavík. Skipulagið verður með þeim hætti að farið verður inn í alla bekki skólans þar sem stutt fræðsla verður um notkun skólatöskunnar og kannað hvort þyngd töskunnar sé hæfileg fyrir barnið með því að vigta barn og skólatösku. Upplýsingar verða svo sendar heim með barninu.

 

Með góðri kveðju,

Jóhanna Hreinsdóttir, iðjuþjálfi

Nýr umsjónarmađur bókasafns

| 17. september 2013
Svanur Kristjánsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður Héraðsbókasafnsins og skólabókasafns Grunnskólans á Hólmavík.
Svanur er Vestfirðingur, uppalinn á Lambeyri við Tálknafjörð. Svanur útskrifaðist árið 1984 frá Menntaskólanum á Akureyri með stúdentspróf af verslunarsviði. Svanur hefur verið búsettur í Ástralíu frá árinu 1988 þar sem hann starfaði sem hraðsendill. Síðastliðin tvö sumur hefur Svanur verið starfsmaður Áhaldahúss Strandabyggðar.

Við bjóðum Svan velkominn til starfa og óskum Láru, fráfarandi bókaverði, velfarnaðar í nýju starfi við Grunnskólann á Hólmavík

Gönguferđ

| 17. september 2013
Nemendur og starfsmenn Grunnskólans skelltu sér með Heiðu Ragga. og Jóni Alfreðs. í göngutúr á Degi íslenskrar náttúru s.l. mánudag. Náttúruöflin ákváðu að blása hressilega á okkur þann dag en við létum það nú ekki á okkur fá og skelltum okkur með í þessa hressandi gönguferð. Gengið var eftir nýlögðum stíg meðfram bústað sýslumannsins og þar eftir fjörunni og komið upp við enda Vesturtúns. Þótti þessi stígur afar skemmtileg gönguleið. Ekki dró það úr skemmtanagildi ferðarinnar þegar forvitinn selur virti hópinn fyrir sér, úr hæfilegri fjarlægð þó. Myndir úr ferðinni er hægt að sjá hér

Tónlist fyrir alla

| 17. september 2013

Föstudaginn 20. september verða á ferðinni hjá okkur tónlistarmenn frá höfuðborginni sem eru hluti af verkefninu Tónlist fyrir alla. Þar er á ferðinni hópur sem flytur verkefnið Skuggamyndir frá Býsans - Ferðalag til Balkanskagans. Nánar er hægt að kynna sér verkefnið á vefnum tonlistfyriralla.is. Tónleikarnir eru fyrir alla nemendur í 1. – 10. bekk og hefjast kl. 10:45 stundvíslega í kirkjunni. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir á viðburðinn á meðan húsrúm leyfir.

Dagur íslenskrar náttúru

| 13. september 2013
Í tilefni af degi íslenskrar náttúru, mánudaginn 16. september, ætla Jón Alfreðsson og Heiða Ragga að leiða náttúruunnendur á Stöndum í hádegisgöngu. Gengið verður um nýja stíginn sem sjálfsboðaliðahópur SEEDS lagði í Hverfinu nú í sumar og segja þessir fróðu Hólmvíkingar okkur frá því sem fyrir augu ber. Starfsfólk og nemendur Grunnskólans ætla að taka þátt í þessari göngu og hvetjum við foreldra og forráðamenn að gera slíkt hið sama. Gangan hefst fyrir utan Sparisjóð Strandamanna, Hafnabraut 19, í hádeginu á mánudaginn kl. 12:15.

Námsefniskynning

| 10. september 2013

Námsefniskynningar verða í Grunnskólanum á Hólmavík, fimmtudaginn 12. september kl. 8.30-9.30

Að þessu sinni ætlum við að bjóða upp á kynningu með öðru sniði en verið hefur undanfarin ár.

 

Frá kl. 8.30 – 9.00 munu nemendur leiða foreldra sína á milli námsstöðva þar sem þeir leysa ýmis verkefni í sameiningu. Verkefnin eru sýnishorn af þeirri vinnu sem nemendur munu sinna í vetur.

Námsefniskynning fyrir 1. - 7. bekk verður sem hér segir:

  • Íslenska í stofu 3.-4. bekkjar
  • Samfélags- og náttúrufræði í stofu 5. -7. bekkjar
  • Stærðfræði í stofu 1. - 2. bekkjar

Námsefniskynning fyrir 8. -10. bekk verður sem hér segir:

  • Íslenska og stærðfræði á gangi í gamla skóla
  • Enska og danska í stofu 10. bekkjar
  • Náttúrufræði í stofu 8. – 9. bekkjar

 

Sérkennslan verður opin þar sem hægt verður að kynna sér starfsemina og námsspil. Kynning á listgreinum verður í listgreinastofu og í tónlistarstofunni verður hægt að spreyta sig á nótnalestri.

 

Kl. 9.00 verða fundir með bekkjarkennurum í heimastofum barnanna. Nemendur fara í útivist

 

Þarna gefst kjörið tækifæri til að kynna sé námsefni og kennsluhætti og ræða máli.

 

Hafragrautur

| 25. ágúst 2013

Síðastliðið skólaár var boðið upp á hafragraut á morgnana. Grauturinn var í boði í fyrsta nestistíma og var vel tekið af foreldrum og nemendum. Nú hefur verið ákveðið að bjóða einning upp á hafragraut í vetur en með breyttu fyrirkomulagi. Nú verður grauturinn í boði áður en skóli hefst eða kl. 8.20 á morgnana og er tíminn valinn með tilliti til þess að flestir eru mættir á þeim tíma í skólann.

Grauturinn verður í boði frá og með 26. ágúst

 

Innkaupalistar

| 19. ágúst 2013
Nú fer skólaárið að hefjast og eru innkaupalistar bekkjanna komnir inn á bekkjavefina. Smellið á bekkinn hér til hægri á síðunni og þá á að birtast tengill inn á innkaupalistann.
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júlí 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir