A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Breytingar á skipan sveitarstjórnar Strandabyggðar

| 12. febrúar 2015
Á sveitarstjórnarfundi 1231 í Strandabyggð þann 10. febrúar sl. var tekið fyrir erindi frá Viðari Guðmundssyni sveitarstjórnarmanni af J-lista þar sem hann óskaði eftir ársleyfi frá störfum í sveitarstjórn. Var erindið samþykkt.  Ásta Þórisdóttir, fyrsti varamaður af J-lista tekur sæti Viðars í fjarveru hans. Með þessum breytingum breytast jafnframt kynjahlutföll sveitarstjórnar sem þá verður skipuð 3 konum og 2 körlum. Sjá skipan sveitarstjórnar Strandabyggðar hér.

Tilkynning frá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps

| 11. febrúar 2015
Magnús Baldursson sálfræðingur verður á Hólmavík þriðjudaginn 17. febrúar næstkomandi. Þeir íbúar sem vilja óska eftir tíma hjá Magnúsi er bent á að hafa samband við Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps á skrifstofutíma í síma 451-3521 eða að senda á hana póst í netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is .

Laust starf á skrifstofu Strandabyggðar

| 06. febrúar 2015

Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar  starf á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða 50% starf og er vinnutíminn frá 12:00 – 16:00 alla virka daga.


Helstu verkefni eru eftirfarandi:

...
Meira

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1231 í Strandabyggð

| 06. febrúar 2015
Fundur nr. 1231 í sveitarstjórn í Strandabyggð verður haldinn í þriðjudaginn 10. febrúar 2015, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
...
Meira

Hörmungin nálgast

| 05. febrúar 2015
Febrúarmánuður er genginn í garð með allri sinni ömurð. Flestir eru búnir að taka niður jólaskrautið, sem er sorglegt, aðrir hafa ekki nennt því, sem er enn sorglegra. Vindurinn gnauðar og snjórinn kemur og fer til skiptis með tilheyrandi svellbunkum og ófærð. Það er dimmt og kalt. Þorrablótið er búið og langt er í Góu. Visareinkingar jólanna eru komnir, Lífshlaupið er byrjað og hreystikempur hoppa froskahopp í skelfilegri febrúarkeppni....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón