| 07. ágúst 2015
Undanfarin ár hafa ungir þýskir kvikmyndagerðarmenn dvalist sumarlangt á Ströndum við nám og tökur. Turtle –hátíðin er þeirra leið til að gefa öllum tækifæri til sjá sérvaldar kvikmyndir og launa þannig margan greiðann. Þetta eru stórbrotnar, viðurkenndar og áhrifamiklar kvikmyndir sem taka á nútímanum. Bióferð er þó ekki bara myndin; í kvikmyndahúsi ríkir stemmning sem skapast af samstilltum geðsveiflum og samkomuanda. Kvikmyndahátíðin Turtle verður haldin í óvenjulegu húsnæði og einstakt andrúmsloft skapað í hlöðu, bókasafni, í iðnaðarhúsnæði og borðstofu í heimahúsi. Sýningar verða fyrir stóra hópa og smáa, allt niður í tvo áhorfendur í samræmi við verkin og stemninguna....
Meira