A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hreinsun og fegrun bæjarins

Salbjörg Engilbertsdóttir | 04. júní 2015

Næstu tvo mánudaga, 8. og 15. júní munu starfsmenn áhaldahúss taka rusl og garðaúrgang við lóðamörk á Hólmavík.  Þá er kjörið tækifæri fyrir íbúa  að hreinsa í kringum hús sín og á opnum svæðum í hverfum sínum og sjá til þess að bærinn verði skínandi hreinn og fínn. 

...
Meira

Skólaslit

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 04. júní 2015
Skólaslit Grunn- og Tónskólans á Hólmavík verða í Hólmavíkurkirkju fimmtudaginn 4. júní klukkan 12:00. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Starfsmannamál – forstöðumaður íþróttamiðstöðvar

| 03. júní 2015
Hrafnhildur Skúladóttir hefur verið ráðin tímabundið í starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Strandabyggðar í fjarveru Gunnars S. Jónssonar. Hrafnhildur hefur haldgóða reynslu að baki sem nýtist henni í starfinu en hún hefur m.a. unnið við íþróttahús Ísfirðinga á Torfnesi þar sem hún leysti forstöðumann af reglulega jafnt sumar sem vetur, unnið í Sundhöll Ísfirðinga sem og Íþróttamiðstöð Þingeyrar þar sem er sundlaug og íþróttahús....
Meira

Skjaldbakan – Turtle Filmfest

Salbjörg Engilbertsdóttir | 29. maí 2015
Þessa stundina dvelur hér á Hólmavík þýskur nemendahópur frá Düsseldorf í Þýskalandi. Á bilinu 10-15 nemendur og fylgdarlið sprangar nú um Strandir, tekur viðtöl, ljósmyndir og kvikmyndar mannlífið á Ströndum. Dvöl nemendanna og verkefni þeirra hér er hluti af námi þeirra erlendis, sem lýkur með kvikmyndarhátíðinni „Turtle Filmfest“ á Hólmavík og nágrenni dagana 10.-16. Ágúst....
Meira

Verkefnastjóri Hamingjudaga

| 28. maí 2015
Ingibjörg Benediktsdóttir, formaður Tómstunda-, Íþrótta- og menningarnefndar (TÍM) Strandabyggðar hefur verið ráðin sem verkefnastjóri Hamingjudaga 2015 í forföllum tómstundafulltrúa. Sem formaður TÍM nefndar hefur Ingibjörg tekið þátt í undirbúningi hátíðarinnar og er því ágætlega inn í málum en auk þess munu aðrir starfsmenn sveitarfélagsins vera henni til halds og trausts svo Hamingjudagar 2015 verða að raunveruleika – 10 árið í röð....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón