A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Námskeið í neyðarvörnum

Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. apríl 2015
 

Námskeiðið „Inngangur að neyðarvörnum" verður haldið þriðjudaginn 14. apríl klukkan 18.00 – 21.00 á Hólmavík.

Þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara eða annarra stórslysa fer neyðarvarnarkerfi Rauða krossins í gang.

Námskeiðið „Inngangur að neyðarvörnum“ snýst um hlutverk Rauða krossins í neyðarvörnum landsins. Þetta er skyldunámskeið fyrir þá sjálfboðaliða sem vilja vera á útkallslista Rauða krossins og taka þannig þátt í að efla neyðarvarnir á Íslandi.

Skráning

Nánari upplýsingar: Guðjón Svansson, verkefnisstjóri, gudjon@redcross.is

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1233 í Strandabyggð

| 10. apríl 2015

Fundur nr. 1233 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 14. apríl 2015, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira

Opinn hugmyndafundur um samfelldan dag barnsins

| 09. apríl 2015
Fimmtudaginn 9. apríl kl. 17:00 fer fram opinn hugmyndafundur um samfelldan dags barnsins í Hnyðju. 

Um er að ræða kynningu á afrakstri vinnu starfshóps sem hefur starfað í Strandabyggð síðan síðasta haust. Markmið hópsins hefur verið að  kanna möguleika þess að gera skóladag og frístundir barna að heilsteyptum vinnudegi sem hefur þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra í fyrirrúmi....
Meira

Fundur um fjárréttarmál í Strandabyggð

| 08. apríl 2015

Atvinnu- dreifbýlis og hafnarnefnd Strandabyggðar boðar til fundar með bændum í sveitarfélaginu þann 9. apríl 2015 kl. 20:00 í Sævangi. Umræðuefnið verður: Ástand fjárrétta – möguleikar til úrbóta.


Léttar kaffiveitingar í boði.

...
Meira

Kynning á Dreifnámi FNV á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. apríl 2015
Ertu að pæla í að fara í skóla? Eða ertu ekki viss? Finnst þér dýrt að flytja strax að heiman og langar að spara smá pening áður en þú ferð í burtu í skóla? Myndir þú vilja auka tekjumöguleika þína með aukinni menntun? Miðvikudaginn 8. apríl verður haldin kynning á Dreifnámi FNV á Hólmavík. Kynningin hefst klukkan 14:30 í húsnæði Dreifnámsins, Hafnarbraut 19. Heitt verður á könnunni og eru allir hjartanlega velkomnir....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón