A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hamingjudagar 2015

| 12. mars 2015
Hamingjudagar ársins 2015 verða haldnir dagana 26.-28. júní Í Strandabyggð.

Búast má við spennandi og skemmtilegri dagskrá fyrir unga sem aldna þar sem dagskrárliðirnir miða að því að auka hamingju hvers og eins sem ýmist leggur hátíðinni lið eða tekur þátt í henni.

Taktu helgina frá, okkur hlakkar til að eyða henni með þér.

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1232 í Strandabyggð

| 06. mars 2015

Fundur nr. 1232 í sveitarstjórn í Strandabyggð verður haldinn í þriðjudaginn 10. mars 2015, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira

Atvinna í boði

Salbjörg Engilbertsdóttir | 02. mars 2015
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda í 87,5% starf og er vinnutíminn 9:00-16:00. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst....
Meira

Strandagangan á laugardag

| 23. febrúar 2015
21. Strandagangan fer fram í Selárdal laugardaginn 28. febrúar.

Strandagangan er hluti af skíðagöngumótaröðinni Íslandsgangan sem haldin er á sex stöðum víðs vegar um landið. Keppt er í fjórum vegalengdum, 1 km, 5 km, 10 km og 20 km og eru rástímar kl. 12:30 og 13:00. Kílómeters gangan er eingöngu fyrir 10 ára og yngri. 15 ára og yngri greiða 1.000 kr. fyrir keppnisrétt. Fullorðnir greiða 3.000 kr fyrir 5 km, 4.000 kr. fyrir 10 km og 5.000 kr. fyrir 10 km. Enn fremur er hægt að skrá í sveitakeppni í 5, 10 og 20 kílómetra göngu. Skráning fer fram í tölvupósti til Öllu, allaoskars@gmail.com...
Meira

Hörmungardögum lokið

| 23. febrúar 2015
Uppsetning Leikfélags Hólmavíkur á Sweeney Todd. Mynd: Haukur Sigurðsson
Uppsetning Leikfélags Hólmavíkur á Sweeney Todd. Mynd: Haukur Sigurðsson
Nú er öðrum Hörmungardögum lokið og ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til, þrátt fyrir leiðindaveður og erfiða færð. Framlög allra sem lögðu hönd á plóg voru glæsileg í hörmuleik sínum og eiga þátttakendur og gestir hrós skilið fyrir hræðilega góða helgi. Takk fyrir okkur.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón