A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Andrea K. Jónsdóttir tekur við starfi sveitarstjóra

| 07. ágúst 2012
Andrea K. Jónsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir. Mynd Jón Jónsson.
Andrea K. Jónsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir. Mynd Jón Jónsson.
Andrea K. Jónsdóttir nýr sveitarstjóri í Strandabyggð kemur til starfa í dag. Andrea er útskrifuð úr meistaranámi í verkefnastjórnun með MPM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lauk BSc prófi í rekstrarfræðum frá Háskólanum á Bifröst og hafði áður lokið námi í frumgreinum og diplóma í rekstrarfræðum frá sama skóla. Þá er Andrea búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. 

Ingibjörg Valgeirsdóttir fráfarandi sveitarstjóri verður Andreu innan handar næstu daga auk sumarleyfisdaga og lætur af störfum 23. ágúst n.k. 

Strandabyggð býður Andreu innilega velkomna til starfa á Ströndum.  

Tímabundin staða aðstoðarskólastjóra

| 03. ágúst 2012
Mynd IV
Mynd IV

Auglýst er tímabundið starf aðstoðarskólastjóra Grunn- og tónskólans á Hólmavík til eins árs, frá 15. ágúst 2012 - 31. júlí 2013.

 

Skólinn er samrekinn grunn- og tónlistarskóli sem leggur áherslu á tónlist og tjáningu í skólastarfi. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám og samvinnu.
Sveitarfélagið Strandabyggð er að hefja úttekt á kostum og göllum sameiningar grunn-, leik- og tónskóla í sveitarfélaginu.

 

Starfssvið

Ber ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi skólans í forföllum skólastjóra
Hefur í samráði við skólastjóra umsjón með starfsmannamálum s.s. ráðningum, vinnutilhögun, starfsþróun og fl.
Stuðlar að framþróun í skólastarfinu og öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins
Starfar samkvæmt lögum og reglugerðum grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og stefnu skólans
Önnur þau verkefni sem skólastjóri felur aðstoðarskólastjóra og eru innan starfssviðs hans ásamt því að sinna kennsluskyldu sinni sem eru 16 kennslustundir á viku
 

Menntun og hæfni

Grunnskólakennaramenntun og önnur reynsla skv. lögum nr. 87/2008, 12. gr.
Sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð à Góð hæfni í samskiptum og sterk löngun til að ná árangri í starfi
Stjórnunar- og leiðtogahæfni
 


Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Skilyrði er að skólastjóri verði búsettur innan sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar veitir Hildur Guðjónsdóttir skólastjóri Grunn- og tónskólans á Hólmavík, hildur@holmavik.is s. 661-2010. Umsóknir ásamt ferilskrá og upplýsingar um umsagnaraðila skal senda í Grunn- og tónskólann á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík. Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst 2012.

 

Viðtalstími byggingarfulltrúa og fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar

| 02. ágúst 2012
Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi verður með viðtalstíma mánudaginn 13. ágúst 2012 kl. 10:00 - 12:00 í viðtalsherbergi í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar verður haldinn sama dag kl. 16:00 á skrifstofu sveitarstjóra. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 9. ágúst 2012 á skrifstofu Strandabyggðar.

Nánari upplýsingar veitir Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi í síma 892 3952 eða í tölvupósti. Netfang byggingarfulltrúa er gisli@tvest.is



 

Umhirða trjágróðurs á lóðum

| 01. ágúst 2012
Mynd af vef.
Mynd af vef.
Í sumar líkt og undanfarin sumur hefur byggingarfulltrúa borist fyrirspurnir um hvaða reglur gildi varðandi umhirðu lóðarhafa á trjágróðri.


Í núverandi byggingarreglugerð kemur eftirfarandi fram í grein 7.2.2.:
 
Ekki má planta hávöxnum trjátegundum nær lóðarmörkum aðliggjandi lóða en 4,0 metra (var 3,0 metrar í eldri reglugerð).
Við staðsetningu trjáa á lóð sem ætlað er að vaxi frjáls skal taka tillit til skuggavarps á viðkomandi lóð og nágrannalóðum.
Sé trjám eða runnum plantað við lóðarmörk samliggjandi lóða skal hæð þeirra ekki vera meiri en 1,8 m, nema lóðarhafar beggja lóða séu sammála um annað. Ef lóðarmörk liggja að götu, göngustíg eða opnu svæði má trjágróður ná meiri hæð, enda komi til samþykki veghaldara eða umráðaaðila viðkomandi svæðis. Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.


Í samræmi við ofangreindar reglur vill Strandabyggð hvetja lóðarhafa til að sinna umhirðu trjágróðurs þannig að hann valdi ekki nágrönnum og gangandi og akandi umferð ónæði og skaða.

 

Byggingarfulltrúi Strandabyggðar

Auglýst eftir aðstoðarskólastjóra í tímabundið starf

| 31. júlí 2012
Mynd úr starfi Grunn- og tónskólans á Hólmavík
Mynd úr starfi Grunn- og tónskólans á Hólmavík
Auglýst er tímabundið starf aðstoðarskólastjóra Grunn- og tónskólans á Hólmavík til eins árs, frá 15. ágúst 2012 - 31. júlí 2013.


Skólinn er samrekinn grunn- og tónlistarskóli sem leggur áherslu á tónlist og tjáningu í skólastarfi. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám og samvinnu.
Sveitarfélagið Strandabyggð er að hefja úttekt á kostum og göllum sameiningar grunn-, leik- og tónskóla í sveitarfélaginu.

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón