Fjölgun starfa í leikskólanum Lækjarbrekku
Vegna fjölgunar nemenda auglýsir leikskólinn Lækjarbrekka tvær tímabundnar stöður leikskólakennara/leiðbeinenda lausar til umsóknar. Um er að ræða tvær 100% stöður með vinnutíma frá kl. 08:00-16:00. Annars vegar leitum við eftir starfsmanni sem getur hafið störf sem fyrst. Hins vegar leitum við eftir starfsmanni sem gæti hafið störf 1. febrúar 2012. Bæði störf eru tímabundin fram á vorið.
Matráður og ræstitæknir
Við auglýsum einnig eftir starfsmanni í starf matráðs og ræstitæknis. Um er að ræða 100% starf frá kl. 08:00-16:00. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun janúar 2012.
...Meira