Göngum í skólann og fleira hressandi
| 14. september 2011
Í dag, miðvikudaginn 14. september, verður farið af stað með Göngum í skólann verkefnið í Grunnskólanum á Hólmavík. Nemendur eru ásamt foreldrum/forráðamönnum hvattir til að ganga eða hjóla í skólann þar sem nemendur setja laufblað á bekkjartréð sitt. Þeir sem ganga eða hjóla setja græn laufblöð á trén og þeir sem koma á bíl setja brún laufblöð á trén. Nemendum sem ferðast með skólabíl er boðið upp á það fara út hjá gömlu sjoppunni og ganga þaðan í skólann og fá þá grænt laufblað. Einnig verður hægt að ganga af sér í frímínútum.
...Meira