A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fjölbreytt starf á skrifstofu Strandabyggðar

| 07. júlí 2011
Mynd: JJ
Mynd: JJ
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir 50% starf á skrifstofu sveitarfélagsins í líflegu umhverfi í Þróunarsetrinu á Hólmavík.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi:
- Aðstoðarmaður sveitarstjóra
- Bréfaskriftir
- Bókhaldsstörf
- Innheimta
- Móttaka
- Skjalavarsla
- Önnur störf sem starfsmanni eru falin
...
Meira

Hreinsun hefst í landi Strandabyggðar í Réttarvík

| 07. júlí 2011
Hreinsun á lausamunum á landi og lóðum í eigu Strandabyggðar sem ekki eru í útleigu hefst eftir föstudaginn 8. júlí 2011 eins og auglýst hefur verið. Verður hafist handa í Skothúsvík/Réttarvík n.k. mánudag, 11. júlí 2011. Eru allir sem eiga lausamuni hvattir til að nýta tækifærið og fjarlægja þá hið fyrsta. Hægt er að leigja pláss fyrir gáma á gámasvæði í Skothúsvík og geymslureit á geymslusvæði í landi Víðidalsár með því að hafa samband við Sigurð Marinó Þorvaldsson í Áhaldahúsi Strandabyggðar í síma 894-4806. 

Sumarfrí: Félagsmálastjóri og skrifstofustjóri

| 07. júlí 2011
Lokað verður á skrifstofu félagsmálastjóra, Hildar Jakobínu Gísladóttur, 11. júlí - 2. ágúst 2011 vegna sumarfrís. Bent er á að hægt er að tilkynna barnaverndarmál í síma 112. 

Skrifstofustjóri Strandabyggðar, Salbjörg Engilbertsdóttir verður í sumarfríi 11. - 22. júlí en þá daga verður skrifstofa Strandabyggðar lokuð. Skrifstofustjóri verður aftur í sumarfríi 1. - 12. ágúst 2011.

Einbýlishús á besta stað til sölu á Hólmavík

| 06. júlí 2011

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17 Kópavogi sími 550-3000 er með til sölu einbýlishús við Skólabraut fastanúmer 212-8834 Strandabyggð, Hólmavík. Um er að ræða steinsteypt 244,2 fm einbýlishús með bílskúr, byggt 1965. Myndir af húsinu má sjá hér.

Nánari upplýsingar á skrifstofu FM sími 550-3000 Fasteignamidstodin.is / Fasteignir.is Tilv.nr. 14-0586

...
Meira

Hlaupið til hamingjunnar

| 06. júlí 2011
Hlauparar við upphaf Hamingjuhlaupsins - ljósm. Stefán Gíslason
Hlauparar við upphaf Hamingjuhlaupsins - ljósm. Stefán Gíslason
« 1 af 5 »
Hamingjuhlaupið svokallaða fór fram í þriðja skipti á nýafstöðnum Hamingjudögum. Í ár var hlaupið frá Gröf í Bitrufirði til Hólmavíkur, alls 35,5 km, og stóð Stefán Gíslason að venju fyrir hlaupinu. 

Alls hlupu 16 manns í hlaupinu, þar af sjö frá upphafi til enda. Tekið var á móti hlaupurunum með mikilli viðhöfn á hátíðarsvæðinu á Hólmavík og fékk Stefán þann heiður að skera fyrstu sneiðina af Hnallþóruhlaðborði Hamingjudaga.

Að sögn ofurhlauparans Gunnlaugs Júlíussonar sem tók þátt í hlaupinu hefur hann aldrei lokið hlaupi þar sem jafn mikill fjöldi fólks fagnar hlaupurum að leiðarlokum.

Hér má lesa frásögn Stefáns Gíslasonar af Hamingjuhlaupinu 2011.
Hér má lesa frásögn Gunnlaugs Júlíussonar af Hamingjuhlaupinu 2011.

Hér er myndaalbúm með myndum úr Hamingjuhlaupinu 2011.
 
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón