| 16. ágúst 2011
Hadda Borg Björnsdóttir á verðlaunapalli á landsmóti - mynd 123.is/hss
Ólafur Johnson lenti í þriðja sæti í spjótkasti 12 ára pilta - mynd 123.is/hss
Harpa Óskarsdóttir hreppti gull í spjótkasti - mynd 123.is/hss
Ungt fólk á Ströndum fæst við margt í frístundum sínum. Íþróttir eru stór hluti af þeim, en þar hefur náðst frábær árangur undanfarið. Keppendur frá Héraðssambandi Strandamanna gerðu góða ferð á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fór á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Hadda Borg Björnsdóttir, íþróttamaður ársins hjá HSS árið 2010, bætti árangur sinn í hástökki, stökk 1,62 metra og nældi sér í gull. Harpa Óskarsdóttir á Drangsnesi varð landsmótsmeistari í spjótkasti 13 ára með kast upp á 31,74 metra, en hún náði einnig 7. sæti í kúluvarpi. Þá náði Ólafur Johnson bronsi í spjótkasti 12 ára stráka og Arna Sól Mánadóttir frá Umf. Hörpu varð í fimmta sæti í spjótkasti í flokki 14 ára.
...
Meira