A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Svavar Knútur og hlýjir tónar

| 01. júlí 2011
Myndir IV.
Myndir IV.
« 1 af 9 »

Hamingjutónar hljómuðu um Heilbrigðisstofnunina á Hólmavík þegar tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sló þar á fallega strengi fyrir heimilisfólk. Svavar Knútur fékk hlýjar móttökur og var þetta ógleymanleg stund fyrir þá sem voru viðstaddir. Tónlistarmaðurinn kom færandi hendi með geisladisk sinn sem ber nafnið Amma, en í gærkvöldi hélt hann tónleika fyrir gesti í Hólmavíkurkirkju þar sem allar ömmur fengu frítt inn.

Ofurhlaupari tekur þátt í Hamingjuhlaupinu

| 29. júní 2011
Hamingjan býr í hlaupaskónum - www.hamingjudagar.is
Hamingjan býr í hlaupaskónum - www.hamingjudagar.is
Einn af föstu punktum Hamingjudaga á Hólmavík síðustu ár er Hamingjuhlaupið, sem er skemmtihlaup um dali og fjöll, stokka og steina. Elstu menn trúa því að hver sá sem taki þátt í hlaupinu öðlist við það meiri hamingju heldur en sá sem sleppir því að hlaupa. Yngri menn taka þetta trúanlegt.

Það stefnir í góða þátttöku í hlaupinu í ár, en frést hefur af allmörgum sem ætla að koma inn í hlaupið á mismunandi stigum þess, enda er alls engin skylda að hlaupa frá upphafi til enda. Einn af þeim sem munu stefna á þátttöku í hlaupinu er engin annar en ofurhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson. Gunnlaugur er fyrir löngu landsþekktur fyrir glæsta frammistöðu í ofurmaraþonhlaupum þar sem hann hefur oftar en ekki hlaupið mörg hundruð kílómetra í einu. Hlaupið hefst kl. 16:00 við Gröf í Bitrufirði og lýkur kl. 20:25 við hátíðarsvæðið á Hólmavík. Koma hlauparanna markar upphaf Hnallþóruhlaðborðs Hamingjudaga, en ekki verður snert á tertunum fyrr en allir eru komnir í mark.   ...
Meira

Barþraut í kvöld kl. 21:00

| 29. júní 2011
Hamingjudagar færa þér fjölbreytta viðburði!
Hamingjudagar færa þér fjölbreytta viðburði!
Það eru sannkallaðir hamingjustraumar sem leika um íbúa í Strandabggð þessa stundina. Fyrir stuttu síðan birti til á Hólmavík og menn litu heiðbláan og bjartan himinn í fyrsta skipti í allnokkurn tíma. Veðurspáin fyrir helgina er góð og bendir margt til þess að einna mestu hlýindin á landinu verði einmitt á Hamingjudögum á Hólmavík.

Í gær fór fram frábært námskeið í hláturjóga sem var vel sótt af 13 hláturmildum konum á öllum aldri. Í kvöld verður hátíðinni haldið áfram, en þá fer fram Pub Quiz í Pakkhúsinu á Café Riis. Atburðurinn hefst kl. 21:00, en stjórnandi og spyrill er hin góðkunna Halla Steinólfsdóttir, bóndi í Ytri-Fagradal. Strandamenn eru hvattir til að mæta á atburðinn, ekkert kostar inn en til mikils er að vinna!
 

Fáðu þér Hamingjulagið í ár!

| 28. júní 2011
Allý og Elín mættar í söngklefann - ljósm. Arnþór Ingi Jónsson
Allý og Elín mættar í söngklefann - ljósm. Arnþór Ingi Jónsson
« 1 af 4 »
Nú er diskurinn með Hamingjulaginu 2011, Vornótt á Ströndum, loksins kominn út og í sölu. Lagið vann fimm önnur lög í lagasamkeppni sem var haldin á Hólmavík þann 20. maí, en höfundur lags og texta er Ásdís Jónsdóttir á Hólmavík. Lagið var tekið upp í frábærum gæðum af Sigurþóri Kristjánssyni í Stúdíó Gott hljóð í Borgarnesi en meðlimir í hljómsveitinni Festival spiluðu lagið. Útsetning lagsins er að miklu leyti sú sama og í keppninni, en þar var lagið útsett af Bjarna Ómari Haraldssyni á Hólmavík. Flytjendur eru yngismeyjarnar Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir og Elín Ingimundardóttir.

Diskurinn kostar kr. 1.200.- og verður til sölu víða um Hólmavík, m.a. í Kaupfélaginu og á handverksmarkaði Strandakúnstar í Þróunarsetrinu. Einnig er hægt að panta diska í s. 894-1941 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Hægt er að heyra örstutt sýnishorn af laginu með því að smella hér.
 

Fjölbreyttar listsýningar á Hamingjudögum

| 28. júní 2011
Undir áhrifum náttúrunnar - Erna Björk Antonsdóttir
Undir áhrifum náttúrunnar - Erna Björk Antonsdóttir
« 1 af 3 »
Þrjár glæsilegar listsýningar koma til með að prýða Hamingjudaga í ár. Það er skipuleggjendum hátíðarinnar mikill heiður að stuðla að því að listamenn geti komið til Hólmavíkur og sýnt listaverk, málverk og ljósmyndir sem auðga anda, bæta geð og hlýja hjörtum. Listamennirnir eru Erna Björk Antonsdóttir, Tinna Hrund Kristinsdóttir Schram, Elfar Guðni Þórðarson og Valgerður Þóra Elfarsdóttir. Hér fyrir neðan gefur að líta ítarlega umfjöllun um þessa listamenn og sýningar þeirra. Verið velkomin á Hamingjudaga!
 ...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón