A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dásemdarveður á Ströndum!

| 02. júlí 2011
Á Klifstúni í gærkvöldi. Mynd IV.
Á Klifstúni í gærkvöldi. Mynd IV.
Veðurguðirnir skelltu sér á Hamingjudaga á Hólmavík og tóku sól og blíðu með sér! Hér eru bestu sumardagar ársins og stútfull dagskrá af einstökum viðburðum eins og sjá má hér. Eru allir velkomnir á Strandirnar!

Hamingjusamir Pollapönkarar á Klifstúni!

| 02. júlí 2011
Pöllapönkarar. Mynd IV.
Pöllapönkarar. Mynd IV.
Pollapönkarar glöddu alla viðstadda með einstakri sviðsframkomu á Klifstúni í gær. Vinsældir þeirra meðal ungra og aldinna eru miklar á Ströndum enda eru drengirnir sannkallaðir gleðigjafar. Fengu þeir Strandamenn til að syngja og dansa, brosa og hlæja og hringdu svo á 113 vælubílinn sem kom brunandi með hamingju handa öllum.

Ný götuheiti: Jakobínutún og Skjaldbökuslóð

| 02. júlí 2011
Einar Hansen og risaskjaldbakan. Í gær var einnig frumsýndur einleikurinn Skjaldbakan í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar, leikari Smári Gunnarsson.
Einar Hansen og risaskjaldbakan. Í gær var einnig frumsýndur einleikurinn Skjaldbakan í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar, leikari Smári Gunnarsson.
Ný götuheiti voru samþykkt á sveitarstjórnarfundi 1185 sem haldinn var á Klifstúni í tilefni af Hamingjudögum í gærkvöldi. Gatan Norðurtún heitir nú Jakobínutún sem er tilvitnun í Jakobínu Thorarensen athafnakonu á Hólmavík og Fiskislóð heitir nú Skjaldbökuslóð sem vísar í hinn fræga skjaldbökufund árið 1963.

Eftirfarandi tillögur voru bornar upp á sveitarstjórnarfundinum og þær samþykktar samhljóða:...
Meira

Heiðursborgarar Strandabyggðar

| 02. júlí 2011
Sverrir Guðbrandsson og Ólafía Jónsdóttir heiðursborgarar Strandabyggðar taka á móti viðurkenningum. Myndir JG.
Sverrir Guðbrandsson og Ólafía Jónsdóttir heiðursborgarar Strandabyggðar taka á móti viðurkenningum. Myndir JG.
« 1 af 4 »
Á hátíðarfundi sveitarstjórnar Strandabyggðar sem haldinn var á Klifstúni föstudaginn 1. júlí var samþykkt að velja Ólafíu Jónsdóttur og Sverri Guðbrandsson sem heiðursborgara Strandabyggðar. Veittu þau viðurkenningu þess efnis móttöku við hátíðlega setningarathöfn Hamingjudaga 2011. Sveitarfélagið Strandabyggð sendir þeim hlýjar þakkir, framlag þeirra til samfélagins er til fyrirmyndar....
Meira

Fyrsta hamingjusamþykktin á Íslandi?

| 02. júlí 2011
Frá hátíðarfundi sveitarstjórnar. Myndir JG.
Frá hátíðarfundi sveitarstjórnar. Myndir JG.
« 1 af 6 »
Hamingjusamþykkt Strandabyggðar var samþykkt samhljóða á sveitarstjórnarfundi 1185 sem haldinn var á Klifstúni föstudagskvöldið 1. júlí 2011. Fundurinn var hátíðarfundur í tilefni af Hamingjudögum 2011. Eru líkur leiddar að því að þetta sé fyrsta hamingjusamþykktin sem gerð hafi verið í sveitarfélagi á Íslandi og áhugavert að vita hvort slíkar samþykktir þekkist annarsstaðar í heiminum. Hamingjusamþykkt Strandabyggðar er svohljóðandi:...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón