Sveitarstjórnarfundur á Hamingjudögum
Meira
Ásdís Olsen leiddi gesti ljúflega inn í núvitund fyrir utan Félagsheimilið á Hólmavík í gær. Veðurblíða var með eindæmum og götugrill í hverfum Hólmavíkur settu svip á bæinn. Ásdís Olsen leggur áherslu á jákvæða sálfræði og mikilvægi þess að við séum meðvituð um að staldra við í áreiti hversdagsins og upplifa líðandi stundu. Ásdís Olsen verður með opna vinnustofu í Félagsheimilinu á Hólmavík á morgun, laugardaginn 2. júlí milli kl. 10:00 - 12:00. Þar mun hún segja gestum frá fjölmörgum leiðum sem hjálpa okkur að finna og höndla hamingjuna. Ekki missa af þessu! Aðgangur er ókeypis.
Hamingjutónar hljómuðu um Heilbrigðisstofnunina á Hólmavík þegar tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sló þar á fallega strengi fyrir heimilisfólk. Svavar Knútur fékk hlýjar móttökur og var þetta ógleymanleg stund fyrir þá sem voru viðstaddir. Tónlistarmaðurinn kom færandi hendi með geisladisk sinn sem ber nafnið Amma, en í gærkvöldi hélt hann tónleika fyrir gesti í Hólmavíkurkirkju þar sem allar ömmur fengu frítt inn.