A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur á Hamingjudögum

| 02. júlí 2011
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða. Mynd JG.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða. Mynd JG.
Sveitarstjórnarfundur 1185 var haldinn á Klifstúni í kvöld. Fundurinn var hátíðarfundur í tilefni af Hamingjudögum og voru þrjú mál á dagskrá: Hamingjusamþykkt Strandabyggðar, götuheiti á Hólmavík og heiðursborgarar í Strandabyggð. Er það mál manna að þetta hafi verið fjölmennasti sveitarstjórnarfundur sem haldinn hefur verið í manna minnum í Strandabyggð en sveitarstjórnarfundir eru opnir öllum sem á þá vilja hlýða....
Meira

Stórskemmtilegt furðufataball með sápukúluívafi!

| 02. júlí 2011
Furðfataball á Hamingjudögum. Mynd IV.
Furðfataball á Hamingjudögum. Mynd IV.
DJ Darri hélt uppi fjörinu á furðufataballi í Félagsheimilinu í kvöld. Þar var haldin hamingjuhátíð með sápukúluívafi fyrir börn, unglinga og fullorðin börn og skemmtu allir sér konunglega! DJ Darri á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og sápukúluvélin á eftir að halda ótrauð áfram að skemmta Strandamönnum.

Hamingjan sanna - Ásdís Olsen

| 01. júlí 2011
Myndir IV
Myndir IV

Ásdís Olsen leiddi gesti ljúflega inn í núvitund fyrir utan Félagsheimilið á Hólmavík í gær. Veðurblíða var með eindæmum og götugrill í hverfum Hólmavíkur settu svip á bæinn. Ásdís Olsen leggur áherslu á jákvæða sálfræði og mikilvægi þess að við séum meðvituð um að staldra við í áreiti hversdagsins og upplifa líðandi stundu. Ásdís Olsen verður með opna vinnustofu í Félagsheimilinu á Hólmavík á morgun, laugardaginn 2. júlí milli kl. 10:00 - 12:00. Þar mun hún segja gestum frá fjölmörgum leiðum sem hjálpa okkur að finna og höndla hamingjuna. Ekki missa af þessu! Aðgangur er ókeypis.

Svavar Knútur og hlýjir tónar

| 01. júlí 2011
Myndir IV.
Myndir IV.
« 1 af 9 »

Hamingjutónar hljómuðu um Heilbrigðisstofnunina á Hólmavík þegar tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sló þar á fallega strengi fyrir heimilisfólk. Svavar Knútur fékk hlýjar móttökur og var þetta ógleymanleg stund fyrir þá sem voru viðstaddir. Tónlistarmaðurinn kom færandi hendi með geisladisk sinn sem ber nafnið Amma, en í gærkvöldi hélt hann tónleika fyrir gesti í Hólmavíkurkirkju þar sem allar ömmur fengu frítt inn.

Ofurhlaupari tekur þátt í Hamingjuhlaupinu

| 29. júní 2011
Hamingjan býr í hlaupaskónum - www.hamingjudagar.is
Hamingjan býr í hlaupaskónum - www.hamingjudagar.is
Einn af föstu punktum Hamingjudaga á Hólmavík síðustu ár er Hamingjuhlaupið, sem er skemmtihlaup um dali og fjöll, stokka og steina. Elstu menn trúa því að hver sá sem taki þátt í hlaupinu öðlist við það meiri hamingju heldur en sá sem sleppir því að hlaupa. Yngri menn taka þetta trúanlegt.

Það stefnir í góða þátttöku í hlaupinu í ár, en frést hefur af allmörgum sem ætla að koma inn í hlaupið á mismunandi stigum þess, enda er alls engin skylda að hlaupa frá upphafi til enda. Einn af þeim sem munu stefna á þátttöku í hlaupinu er engin annar en ofurhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson. Gunnlaugur er fyrir löngu landsþekktur fyrir glæsta frammistöðu í ofurmaraþonhlaupum þar sem hann hefur oftar en ekki hlaupið mörg hundruð kílómetra í einu. Hlaupið hefst kl. 16:00 við Gröf í Bitrufirði og lýkur kl. 20:25 við hátíðarsvæðið á Hólmavík. Koma hlauparanna markar upphaf Hnallþóruhlaðborðs Hamingjudaga, en ekki verður snert á tertunum fyrr en allir eru komnir í mark.   ...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón